Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Side 129

Frjáls verslun - 01.08.2005, Side 129
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 129 TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Starfsemi ÍSAM sífellt fjölþættari með innflutningi, eigin framleiðslu og rekstri veitingahúsa. Góður gangur í rekstri.FJÖLBREYTNI ER OKKAR STYRKUR Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk ameríska. A llar áætlanir sem við hjá ÍSAM gerðum fyrir árið ganga upp. Salan er umfram væntingar eftir fyrstu mánuði ársins og þeir næstu líta þokkalega út. Varðandi næsta ár erum við hóflega bjartsýn, búumst að minnsta kosti ekki við jafnmiklum vexti og í ár,“ segir Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri ÍSAM. Starfsemi fyrirtækisins hefur breyst á undanförnum árum frá því að vera fjölþætt innflutningsverslun í að starfrækja jafnframt nokkur framleiðslufyrirtæki og veitinga- staði. ÍSAM rekur nú Ora, Mylluna, Frón og Kexsmiðjuna á Akureyri - jafnframt því að starfrækja - ásamt fleirum - veitingastaði undir merkjum Burger King og Friday´s. Því til viðbótar er Allied Domeque sem er sérhæft fyrirtæki í innflutningi áfengis og í helmingseigu ÍSAM. Vinsælir veitingastaðir „Íslensku vörurnar standa sig almennt mjög vel, þrátt fyrir mikla samkeppni við erlendar vörur,“ segir Egill. „Okkar helsti styrkur eru gæði fram- leiðslunnar, fjölbreytileiki og hraði til að mæta síbreytilegum aðstæðum á markaði. Við höfum kynnt fjölda nýjunga undanfarið og þær standa undir vexti okkar rekstrar á árinu.“ Um starfsemi veitingastaðanna segir Egill að Burger King hafi aðeins starfað hér á landi í tvö ár en á þeim tíma hafi vinsældir og velta staðanna sífellt verið að aukast. „Velta Fridays´s hefur aukist verulega á árinu. Það hefur sýnt sig að uppbygging öflugs rekstrar í þessum geira tekur nokkurn tíma, en að fenginni þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur er ástæða til bjartsýni.“ Erlend þekking nýtist vel Reynslan af því að vera jöfnum höndum í innflutningi, fram- leiðslustarfsemi og rekstri vetingastaða er góð, að sögn Egils.„Ora, Myllan, Frón og Kexsmiðjan parast einkar vel við innflutn- inginn. Við höfum aflað okkur mikillar reynslu af samstarfi við stærstu fyrirtæki heimsins á sviði neytendavöru, eins og Procter og Gamble, svo dæmi sé tekið, sem við höfum nýtt við sölu og markaðs- setningu okkar eigin vörumerkja. Hvað veit- ingareksturinn varðar erum við hjá ÍSAM með þrjá fríska meðeigendur sem hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki í samstarfinu. Það fyrirkomulag gefst vel og samstaðan í hópnum er góð.“ Útflutningur hjá Ora er erfiður eins og hjá öðrum um þessar mundir vegna hás gengis krónunnar, segir Egill Ágústsson. „Við höfum flutt úr töluvert af sjávarfangi eins og kavíar og fiskibollum en höfum ekki fengið það verð sem við þurfum vegna hás gengis krónunnar. Annars hefur stærsta vandamál okkar á þessu ári verið að manna verksmiðjurnar. Spennan á vinnumarkaði innanlands er mikil og ekki hlaupið að því að fá fólk til starfa. En sem betur fer höfum við samt fastan kjarna af tryggu og öflugu starfsfólki sem hefur leyst úr þessum vanda með okkur.“ Ef menn sinna sínu vel Hér á landi sem og erlendis er þróunin sú að matvörukeðjunum fækkar og þær sem áfram starfa stækka. „Þessi þróun hefur orðið okkur hvatning til að fara út í fjölbreyttari rekstur, aukna hagræðingu og enn frekari vélvæðingu til að mæta kröfum um lægra verð, meiri fag- mennsku og aukin gæði. Ef menn sinna sínu vel er engin ástæða til að óttast framtíðina. Íslensk framleiðslufyrirtæki njóta almennt mikilla vinsælda hjá neytendum og þau sem hafa lifað af harða samkeppni undanfarinna ára ættu að hafa svigrúm til að dafna. Þó ber að fara varlega á næstu árum, ná góðum tökum á þeim rekstri sem menn stunda áður en farið er í ný verkefni. Vera samt alltaf opinn fyrir skynsamlegum tækifærum sem kunna að bjóðast.“ NR. 72 Á AÐALLISTA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.