Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Samsæti til heiðurs Gunnlaugi Skúlasyni dýralækni Það var föstudagskvöldið 13. janúar 2012, sem bændur og búalið í uppsveitum Árnessýslu þyrptist á Hótel Geysi til að heiðra dýralækni sinn í nær hálfa öld, Gunnlaug Skúlason, og konu hans Renötu Vil- hjálmsdóttur. Menn létu manndrápshálku ekki aftra sér frá því að mæta og sýna með því þakklæti sitt og vinahug fyrir einstaklega óeigingjarna og farsæla þjónustu og var vel mætt. Gunnlaugur og Renata fluttu heim í Tungurnar frá Þýskalandi, þar sem Gunnlaugur lærði til dýralæknis, í apríl 1963 og var Gunnlaugur skipaður héraðsdýra- læknir í uppsveitum Árnessýslu árið eftir. Hér starf- aði hann svo allan sinn starfsaldur, til ársins 2011, eða í 47 ár samfleytt. Þegar aldur færðist yfir gerði Gunnlaugur nokkrar heiðarlegar tilraunir til að hætta störfum, eða allavega minnka við sig. En bændur tóku ekki mark á því og héldu áfram að hringja og biðja um aðstoð, þar til Gunnlaugur setti fréttatilkynningu um starfslok sín í blöðin á haustmánuðum 2011, þá 78 ára gamall. Það voru þær Rosemary Þorleifsdóttir í Vestra Geldingaholti, auk Valgerðar á Húsatóftum, Láru á Bjarnastöðum, Jóhönnu á Hrafnkelsstöðum og Ásborgar, ferðamálafulltrúa sem tóku sig saman og fengu búnaðarfélögin og fleiri félagasamtök í upp- sveitunum með sér til að bjóða til þessarar veislu. Kaffihlaðborðið svignaði undan glæsilegum kökum og meðlæti, listilega framreiddu af starfsfólki Hótel Geysis eins og við var að búast. Það var Bjarni Harðarson, tengdasonur Gunnlaugs og Renötu, sem sá um veislustjórn, vanur maður sem fórst það vel úr hendi. Margir kvöddu sér hljóðs til að þakka Gunnlaugi og er ekki möguleiki að gera því öllu skil hér. En til gamans er hér stiklað á stóru. Fyrstur talaði Björn bóndi í Úthlíð og talaði blaða- laust um þróun búskapar og ræktunarstörf hér í uppsveitum á síðustu öld og aðkomu dýralæknisins að því. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sagði frá kynnum sínum af Gunnlaugi og reynslu af því að leysa hann af eitt sinn, síðla vetrar. Er erindi hans birt í heild hér í Litla-Bergþóri. Fulltrúar hinna ýmsu félagasamtaka bænda og sveit- arstjórna hylltu einnig Gunnlaug og færðu honum og konu hans gjafir. Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti kvaddi sér hljóðs, lofaði stuttri ræðu og stóð við það. Ræðan hljóðaði svona: „Gulli bætti gripafans gunnreifur í stríði. Renata er heillin hans hún er kvennaprýði.“ Renata Vilhjálmsdóttir og Gunnlaugur Skúlason. Mynd: Jón Kr. Sigfússon

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.