Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór Íþróttastarf í Reykholtsskóla Ritgerð í íslensku við Menntaskólinn að Laugarvatni á vorönn 2012 Ég bý í Reykholti í Biskupstungum og get rakið ættir mínar þangað langt aftur, bæði í móður- og föðurætt. Ég stundaði þar nám og iðkaði þar íþrótt- ir eins og pabbi minn, foreldrar hans, móðir móður minnar og aðrir ættingjar mínir í föðurætt sem voru öll í Reykholtsskóla. Reykholt er mjög stór part- ur af æsku ættingja minna og æsku minnar sjálfr- ar. Það sem olli áhuga mínum á íþróttastarfi við Reykholtsskóla áður fyrr og sem er umfjöllunarefni ritgerðarinnar var að ég heyrði sögur og umræður pabba míns og móður hans um skólann, námið og íþróttastarfið sem var í Reykholti þegar þau voru börn. Það voru tvær ólíkar sögur, jafn áhugaverðar fyrir mér en jafnframt frábrugðnar minni reynslu. Á grunnskólaaldri fór ég í íþróttatíma og sundtíma í hverri viku þar sem við krakkarnir djöfluðumst, og eftir skóla æfði ég alls konar íþróttir í íþróttahúsinu í Reykholti á vegum Ungmennafélags Biskupstungna. Má þar nefna körfubolta, frjálsar íþóttir og badmin- ton. Það kom mér verulega á óvart hvaða breytingar hafa orðið frá því í kringum 1960 og til dagsins í dag. Mig langaði að vita meira um skólann og þá aðal- lega um íþróttastarfið í Reykholti á tímum ömmu og afa, sérstaklega eftir að pabbi minn sagði mér frá því að foreldrar hans stunduðu íþróttatímana sína á „gamla ganginum“ eins og hann er kallaður í dag. Þessi þröngi og langi gangur er enn í dag í Reykholtsskóla eftir fjölda ára með gömlu og ljótu parketi sem brakar og brestur í þegar gengið er á því. Þegar ég var þar í grunnskóla heyrðum við nemendurnir alltaf þegar skólastjórinn kom tiplandi á háu hælunum sínum og einnig gerði það nemendum erfitt fyrir að læðast snemma í mat. Því það komst yfirleitt upp vegna berg- máls og hávaða í gólfinu. Reykholtsskóli heitir nú Grunnskóli Bláskógabyggðar og er venjulegur grunnskóli með 10 bekkjardeildum. Hann var stofnaður á árunum 1927 til 1928, hét Barnaskólinn í Reykholti og var lítill heima- vistarskóli. Þá voru fjórar bekkjardeildir, með krökkum á aldrinum 10 til 14 ára. Tveir bekkir voru í kennslu í hálfan Myndir teknar í Reykholtsskóla á árunum 1965-1967 af Þórarni Magnússyni, en hann var skólastjóri þar á árunum 1964-1972. Myndirnar tengjast efni greinarinnar ekki beint, en þóttu þó falla vel að innihaldi hennar. Ástrún Sæland F.v: Lárus Grímsson Laugarási, Bjarni Kristinsson Brautarhóli, Ragnar Lýðsson Gýgjarhóli, Björn Bjarndal Jónsson Neðra-Dal, Páll Eyþór Jóhannsson Holtakot- um, Gróa Kristín Helgadóttir Laugarási (fremst) og Eyvindur Magnús Jónasson Kjóastöðum lengst t.h.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.