Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 31
Litli-Bergþór 31 útgáfu á þjónustudagatali enda féll dagatal síðasta árs í góðan jarðveg. Dagatalinu hefur verið dreift í alla sumarbústaði og á hvert heimili í Bláskógabyggð. • Sex kindur, frá Magnúsi Kristinssyni í Austurhlíð, fundust í lok apríl inn við Fremstaver. Voru þær nokkuð vel á sig komnar þrátt fyrir vetrardvöl á fjöll- um. • Konur hafa hist í Bjarkarhóli í vetur til að prjóna utanum ljósastaura í Reykholtshverfinu og prýða þá nú fjölbreyttar fígúrur. • Hrafnar hafa verið að gera sér laupa í trjám, bæði í Laugarási og í Hrosshaga en það hefur ekki verið algengt að hrafnar nýti sér tré til þess hingað til. • Tvívegis var brotist inn í Bjarnabúð seinniparinn í apríl, líkur eru á að um sömu einstak- linga hafi verið að ræða í bæði skiptin og höfðu þeir nokkurt fé, tóbak og happaþrennur upp úr krafsinu. • Útskrift var í leikskólanum Álfa- borg þann 1. maí að venju. Þaðan útskrifuðust 11 börn. • Vinir og ættingjar Ólafs Einarssonar á Torfastöðum stóðu fyrir afmælis- samsæti honum til heiðurs laugar- daginn 12. maí, en Ólafur varð 60 ára þann 13 maí. • Þriðjudaginn 22. maí var Tón- listarskólanum slitið í Aratungu. Viðurkenningu fyrir góðar fram- farir hlutu þau Teitur Sævarsson og Ragnheiður Olga Jónsdóttir. S.T. Hvernig væri nú að prjóna utan um mig? Bjarnabúð eftir innbrotin sem voru gerð þar í apríl. Sigurlaug Jónsdóttir, íbúi á Bjarkarbraut 12, við prjóna- graff sem hún gerði á ljósastaur við húsið sitt og táknar hana sjálfa. Á næsta ljósastaur gerði hún manninn sinn.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.