Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 35

Litli Bergþór - 01.06.2012, Blaðsíða 35
Litli-Bergþór 35 L.B.S. ætlar að vinna á Geysi eins og mamma. Það er skemmtilegast að fara í ferða- lag með mömmu. G.S.J. stefnir á að verða símakona eins og amma. Það er skemmtilegast að vera með ömmu og afa, í útilegu og sofa þar. K.H. líst vel á að verða rokkari og boxari. Það er skemmti- legast að horfa á spólu. R.D.H. vill verða njósnari og finnst skemmtilegast að vera í tölvunni. S.H. vill gjarnan verða balle- rína og vinna í gróðurhúsi. Skemmtilegast er að leika í púðunum og fara í íþróttir. T.M.M. getur ekki gert upp á milli þess að verða rokk- stjarna og njósnari. Að gera uppskriftir er skemmtilegast. D.S.M. er ákveðin í að verða prinsessa og finnst skemmti- legast að leika sér í rimlunum. F.Þ.M. er að hugsa um að verða hundur. Að leika í leik- skóla er skemmtilegast. E.D.G. ætlar að verða prinsessa og finnst skemmti- legast að perla. M.A. hyggur á vinnu á Selfossi enda er skemmti- legast að kaupa í matinn, einmitt á Selfossi. S.H.Ó. getur hugsað sér að vera geimfari og finnst skemmtilegast að leika sér við Hákon. D.A.B.Í. stefnir á að verða lögga. Það skemmtilegasta er að róla, klifra í tré, renna sér í snjónum og „ég hef líka keyrt alvöru vél og það er sko það besta í lífi mínu.“ S.K.N. hefur hug á að verða hestakona. Að fara á skauta finnst henni skemmtilegast. B.H.K. stefnir á að verða góði Spidermann- inn. Að hjóla og að róla er skemmtilegast. Gíraffahópur: Bjarni Haraldur Kristinsson, Máni Arnórsson, Fjölnir Þór Morthens, Elsa Dögg Grétarsdóttir, Guðrún Steinunn Jónsdóttir, Lilja Björk Sæland og Dagmar Sif Morthens. Jóhann Hilmir Sigurðarson og Metta Malin Bridde. Anna Karen Bjarndal, Símon Mikael Kristinsson, Kári Steinn Guðmundsson, Metta Malin Bridde og Tómas Ingi Ármann.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.