Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 10
10 Þ O R S K S T O F N I N N stofnstærðina sjálfa. Látum N tákna ný- liðun 6 ára og eldri (stofnfjölda í byrjun árs) að viðbættri hálfri nýliðun 5 ára fiska og I vísitölu stofnmælingar fyrir sama stofn. Stofnmælingin (vor 2005) gaf óbreytta vísitölu I svo eðlilegt er þá að reikna með því að stofnstærðin hafi heldur ekki breyst alveg óháð því hversu ólínulegt samband þeirra er. Aldursafla- greininguna má þá festa hér með Miðað við sama sóknarmynstur í alla aldurshópa veiðistofnsins kemur þá út úr greiningunni 13% sóknaraukning 2003 sem gefur afar dökka mynd af þorsk- stofninum. Það breytir nánast engu hvort reiknað er með breytilegum veiðanleika stofn- mælingarinnar eftir aldri fiskanna. Breyti- legur veiðanleiki stofnmælingarinnar frá ári til árs er stærri og óþekktur óvissu- valdur. En ég sé almennt ekki ástæðu til að vantreysta stofnmælingunni og tel hana jafnvel nákvæmari en Hafró vill vera láta. Hugmyndir Hafró um að 94Fi/ 93Fi sé 1.00 virðast því vera vanmat á sókninni og ofmat á stofninum. Ekki of- mat í þeim skilningi að þessir þorskar hafi aldrei verið til heldur ofmat á fram- tíðarheimtum eða hversu margir munu koma fram í afla. Það er samt með ólíkindum að ástand þorskstofnins geti verið svo slæmt eins og jafna (1b) segir. Stofnstærðin Nw í hámarkinu 2004 er þá aðeins um 685 þús. tonn. Það leysir ákveðinn vanda að skoða breytingarnar á henni fremur en sjálfa stofnstærðina, en það gæti skapað annan í staðinn. Breytingar frá ári til árs geta verið tilfallandi og það gæti verið ónákvæmt að byggja samstillingu ein- göngu á þeim. Þó að þessi svartsýna niðurstaða (1b) hafi reyndar verið kveikjan að þessari grein og titli hennar ætla ég að vera miklu bjartsýnni og miða við að 04F/03F sé 1.038. Það gefur stofn- stærð 2004 um 830 þús tonn. Það er svo- lítið meira mál að útskýra hvernig sam- stillt er til að finna það og er sett í við- auka aftan við greinina. Í framreikningum er reiknað með óbreyttu sóknarmynstri. Miðað við að meðalþyngdir aldurshópanna hafi ekki breyst lítur út fyrir að sóknin 2005 verði eitthvað minni en 2004 og reiknað er með 5% sóknarminnkun. Ekki alveg í samræmi við spár fiskifræðinga frá 2004 og 2005 um 17 og 15% minnkaða sókn, en ég er hættur að taka mjög alvarlega árlegar spár fiskifræðinga um stórfellda yfirvofandi sóknarminnkun. Heildarafli 2006 er líka nokkuð fyrirfram gefinn og þó að framreikningarnir miði við óbreytta sókn er ekki ólíklegt að sóknin 2006 og þá líka 2007 verði meiri nema heildarkvótinn verði minnkaður. Nýliðun 1 til 3 ára þorska má lesa út úr stofn- mælingunni og 0 ára úr haustrallinu svo hægt er að framreikna veiðistofninn til 2009 og golþorskastofninn til 2015. Stærð þorskstofnsins Útkoman er sýnd á mynd 1. Sýnd er stofnþyngd Nw frá fjögurra ára aldri eins og fiskifræðingar skilgreina veiði- stofninn. Notum þá skilgreiningu hér en raunverulega stofnstærðin Sw=Cw/F er næstum helmingi minni, um 450 þús tonn, og þessi langstærsta auðlind Ís- lands hefur minnkað mikið. Gengið hef- ur verið á höfuðstólinn og afrakstur hef- ur minnkað. Sérstaklega hafa hrygning- arstofn og golþorskastofn minnkað og það hefur minnkað nýliðun og afrakstur. Stofninn hefur samt stækkað síðan lág- marki var náð 2002 og hrun virðist ekki yfirvofandi. Langvarandi margföld kjör- sókn og val á stærstu þorskunum hlýtur þó að valda skaðlegum erfðabreytingum. Samanburður á stofnmælingu og ald- ursaflagreiningu Skoðum samband stofnmælingarinnar og aldursaflagreindu stofnstærðarinnar. Að mörgu leiti er greinilegra að líta á eldri aldurshópana og mynd 2 sýnir fjölda 6 ára og eldri í ársbyrjun. Vísitölur stofn- mælingarinnar eru margfaldaðar með þremur til að nálga stofninn í milljónum þorska. Breytingar í stofnstærðinni fylgjast oft- ast vel að í báðum mælingunum sem sýnir að þær eru báðar mjög nákvæmar. En aðferðirnar tvær mæla ekki það sama og samband þeirra er ólínulegt. Eftir 1995 virðist aldursaflagreiningin ekki fylgja eins vel uppsveiflum stofn- mælingarinnar. Það vantar eldri mæling- ar til að óyggjandi sé að ástandið sé verra eftir 1995 en fyrir, en greinilega skila stórir árgangar sér illa í afla. Að ár- gangarnir skiluðu sér verr og verr sáu menn eftir á fyrir hrundu þorskstofnana í Kanada (Myers et al 1997) og fiskifræð- ingar þar voru líka alltaf að spá sóknar- minnkun meðan hún óx upp úr öllu valdi. Þó að stofnstærðin virðist ekki fylgja síðustu uppsveiflu stofnmælingar- innar neitt verr en þeirri fyrri þá fylgir hún henni ekki mikið betur. Sú tilgáta Hafró, að stofnmælingin frá 1996 til 1999 hafi verið samfellt ofmat vegna óeðlilega mikils veiðanleika, er því af og frá og ég sé ekki betri skýringu á þessari hegðun stofnsins en fæðuskort. Afráni hvala og sela verður ekki um kennt, en náttúruleg dánartala stóru árganganna virðist mjög há, jafnvel hærri en hin raunverulega fiskveiðidánartala. Erfðabreytingar gætu hafa hækkað dánartöluna en það væri varla einskorðað við stóra árganga. Búast má við meira brottkasti stórra árganga og hugsanlega gæti skýringin verið svona gífurlegt brottkast. Það kem- ur út eins og hækkuð náttúruleg dánar- tala en þýðir bara að hún er ekki mjög náttúruleg. En dánartalan er heldur ekki beint náttúruleg ef hún er vegna erfða- breytinga eða ofveiði á matfiski þorsks- ins. Dánartalan er jafnhá hvort sem fisk- Mynd 3. Aldursaflagreindur fiskveiðidánarstuðull borinn saman við vísitölu og afla. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.