Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 41

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 41
41 F I S K V I N N S L A N Áfram í þorskeldinu Undanfarin sjö ár hafa staðið yfir þorsk- eldistilraunir á vegum Þórsbergs á Tálknafirði og Oddi hefur einnig verið með þorskeldistilraunir í Patreksfirði síð- ustu fjögur ár. Nú hefur verið stofnað sameiginlegt fyrirtæki um þorskeldið á báðum þessum stöðum - Þóroddur ehf. - og hefur það félag tekið við öllum eign- um og rekstri félaganna á þessu sviði. Sigurður Viggósson segir að auðvitað hafi skipst á skin og skúrir í þorskeldinu, en smám saman hafi menn aflað sér mikillar og dýrmætrar þekkingar sem nýtist vel í framhaldinu. Hann bendir m.a. á að menn hafi smátt og smátt verið að ná tökum á fóðrun þorsksins sem og þeim þætti er lýtur að því að veiða fisk- inn í áframeldi, en þetta eru tveir af fjár- frekustu þáttum þorskeldisins. Sigurður segir mikilsvert að þau félög sem stundi þorskeldi hér á landi hafi haft með sér mjög gott samstarf og miðlað þannig þeirri þekkingu sem hafi aflast á hverj- um stað. Einnig hafi stjórnvöld stutt við þetta þróunarstarf með myndarlegum hætti, m.a. í gegnum AVS-sjóðinn. Sig- urður hefur trú á því að Íslendingar muni í framtíðinni stunda þorskeldi sem atvinnugrein, en engu að síður sé ljóst að nokkur ár líði áður en þorskeldið verði komið út úr því sem það sé í dag - þ.e. tilraunaverkefni. Í kjölfar þess að Þóroddur ehf. var stofnaður og allt þorskeldi Odda og Þórsbergs á Tálknafirði fært inn í það fé- lag, segir Sigurður að ætlunin sé að flytja allt eldi til Tálknafjarðar og hafa það á einum stað. Í því sé mikil hagræðing fólgin. Má reikna með að krónan verði áfram sterk Sigurður spáir ekki umtalsverðum breyt- ingum í ytra umhverfi sjávarútvegsins á næstunni - t.d. varðandi sterka stöðu krónunnar. Miðað við áform stjórnvalda um áframhaldandi uppbyggingu í stór- iðju sé vart að búast við miklum breyt- ingum á næstunni, þó ætla megi að krónan kunni að gefa eitthvað eftir. Hann segir erfitt að segja til um hvert óskagengi dollarsins sé fyrir sjávarútveg- inn, en veiking krónunnar um 10-15% myndi breyta miklu. „Ég held að menn verði að vera undir það búnir að krónan verði áfram sterk og rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja verður að taka mið af því,“ segir Sigurður Viggósson. Úr vinnslusal Odda hf. á Patreksfirði. Nýja snyrtilínan frá Marel hefur skilað mjög góðum árangri. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.