Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 14
14 L Í N U V E I Ð A R Svo virðist sem fisktegundin „Saury“ sé mjög að sækja í sig veðrið sem beita hér á landi. Ekki eru mörg ár síðan byrjað var að selja þennan fisk til beitu á Íslandi, en æ fleiri hafa komist að raun um að þessi tegund hentar mjög vel, ekki síst vegna þess að nýtingin er góð. Og ekki sakar að þessi beita virðist passa flestum fisktegundum. Hlutur Saury á beitumarkaðn- um er alltaf að stækka Óskar Þórðarson hjá fyrirtæk- inu Voot í Reykjanesbæ, sem er nokkuð stór innflutnings- aðili beitu, segir að á þessu ári stefni fyrirtækið að því að flytja inn um 1500 tonn af beitu og reiknar hann með að yfir 90% beitunnar verði Saury. Voot á Óskar með Vigni Óskarssyni. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með beituteg- undir í góðu samstarfi við Vísi í Grindavík og þeir eru að færa sig í ríkari mæli í Saury. Við höfum verið að kaupa þessa fisktegund af Bai Xian Wu Enterprise co., Ltd. í Taiwan, sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í sínum heimshluta, og það hefur að jafnaði tekið mánuð að fá beituna hingað frá því hún er pöntuð,“ segir Óskar, en upp úr miðjum jan- úar fékk Voot um tíu gáma af beitu frá Taiwan og var bróð- urpartur hennar þá þegar seldur. „Við höfum verið að selja töluvert af smokkfiski í beitu, en mér sýnist þróunin vera sú að æ fleiri vilja Saury og því munum við leggja langmesta áherslu á hana á þessu ári.“ Góður kostur Óskar segir Saury hafa marga góða kosti sem beita. „Þetta er um 33 cm langur fiskur og nýtingin er mjög góð, saman- borið við t.d. síld er nýting Saury um 30-40% betri. Saury hefur hátt fituinnihald, um 28%, sem helst nokkuð stöðugt allt árið. Einnig er það mikill kostur að roðið er sterkt, sem aftur þýðir að beitan losnar síður af krókn- um og hægt er að veiða á hana lengur en aðra hefð- bundna beitu.“ Einnig að selja beitu til Græn- lands og Færeyja Óskar segir að fram að þessu hafi Voot, sem er ungt fyrir- tæki, stofnað árið 2003, ein- beitt sér að stærri viðskipta- vinum. Í því sambandi nefnir hann Vísi, sem er langstærsti viðskiptavinurinn, en auk þess Hraðfrystihús Hell- issands og Oddi á Patreks- firði, svo einhverjir séu nefndir. Þá selur Voot um 40 minni aðilum beitu. Óskar segir að Voot hafi smám sam- an verið að færa sig inn á bátamarkaðinn og sem dæmi nefnir hann að bátar Einham- ars í Grindavík noti beitu frá þeim og sömuleiðis Stakka- vík. Auk þess að þjónusta ís- lenska flotann hafa þeir Voot- menn selt beitu bæði til Fær- eyja og Grænlands. Óskar horfir björtum augum fram á veginn enda séu línuveiðar hér við land greinilega að sækja í sig veðrið. Eiginleikar Saury gera það að verkum að þessi fisktegund hentar mjög vel til beitu. Saury sækir í sig veðrið Saury er ná- skyldur geirnef sem veiðist við Íslandsstrendur af og til. Saury er langvaxinn fiskur líkt og hornfiskar og getur orðið 40 cm að stærð, en er oftast 25-35 cm þegar hann er veiddur. Þyngdin er um 140- 160 grömm. Þessi fisktegund á heimkynni í hlýjum og heittempruðum sjó og er aðallega veidd við strendur Japans á haustin. Ársveiðin hef- ur verið stöðug um áratuga skeið eða þrjú- til fjögur- hundruð þúsund lestir. Saury er vinsæll fiskur til mann- eldis í löndum eins og t.d. Japan, Taiwan og Kína. Hvað er Saury? aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.