Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 36
Athafnasvæði Samskipa í Reykjavík. Nýja Arnarfellið að leggjast að bryggju, til vinstri er frystigeymslan Ísheimar og fjær nýja Samskipahúsið, þar sem bæði Vörumiðstöð- in, Landflutningar og Jónar Transport eru til húsa, ásamt höfuðstöðvum félagsins. Mynd: Hreinn Magnússon. 36 F I S K F L U T N I N G A R „Við bjóðum upp á heildar- þjónustu við sjávarútveginn og á því sviði hefur starfsemin eflst mikið síðustu misseri. Flutningakerfi okkar eru snið- in að þörfum fiskútflytjenda, jafnframt því sem við bjóðum sértækar lausnir,“ segir Hin- rik Bjarnason, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa. Það nýjasta í þjónustu Samskipa er stórbætt aksturs- kerfi á Bretlandseyjum sem teygir anga sína allt til Suður- Evrópu. Með tilkomu þess geta Samskip boðið viðskipa- vinum upp á flutning á smærri sendingum en til þessa hefur félagið einungis getað boðið upp á akstur á heilum gámum um Bretland. Jafnframt bjóða Samskip nú upp á geymsluþjónustu í kæli- og frystigeymslum á Bretlandseyjum, þannig að hægt er að geyma afurðirnar nær viðtakendum og afhenda þær með styttri fyrirvara, auk þess sem Samskip sjá um tollskýrslugerð og alla aðra þætti við flutningana. Aukin þjónusta og meiri sveigjanleiki „Núna getum við boðið upp á allan pakkann fyrir fiskút- flytjendur. Við sjáum um flutning, geymslu og afhend- ingu vörunnar, allt frá dyrum sendanda að dyrum viðtak- enda. Þannig getum við t.d. flutt fiskafurðir frá Grímsey með Sæfara til Dalvíkur og áfram þaðan í veg fyrir skip, fyrir sunnan eða austan, sem flytja þær til Bretlandseyja. Þar fer t.d. hluti sendingar- innar í geymslu í kæli- og frystigeymslum okkar en hluti afurðanna fer beint á markað. Þá tekur nýja akstursþjónust- an okkar á Bretlandseyjum við og kemur afurðunum heim að dyrum, t.d. hjá fisk- kaupanda í Grimsby,“ segir Hinrik og bætir við að með þessu móti séu útflytjendur líka mun betur í stakk búnir að bregðast við eftirspurn á mörkuðum því afgreiðslutím- inn sé styttri frá vöruhúsi er- lendis en hér heima. Stóraukin flutningsgeta Sam- skipa Mikill vöxtur hefur verið í ferskfiskflutningum Samskipa í kjölfar þess að flutningsgeta félagsins jókst stórum nýver- ið, þegar fjölgað var um tvö skip í siglingum milli Íslands og Evrópu og ný og stærri skip leystu jafnframt af hólmi gamla Arnarfellið og Helga- fellið. Nýju skipin sigla frá Reykjavík á fimmtudögum, með viðkomu í Vestmanna- eyjum, til Bretlands og þaðan áfram til Rotterdam en Akra- fell og Hvassafell sigla frá Reykjavík á mánudögum með viðkomu á Reyðarfirði og í Klakksvík í Færeyjum. „Með viðkomu í Vest- mannaeyjum og á Reyðar- firði, auk Reykjavíkur, kom- um við betur til móts við þarfir fiskútflytjenda,“ segir Hinrik. „Þá bjóðum við fyrir- tækjum sem veiða út af Norð- urlandi og Austfjörðum upp á bæði uppskipun og geymslu afurða í Færeyjum og Noregi, auk þess sem við getum ann- ast umfangsmikla flutninga og umlestun úr fjölveiðiskip- um langt úti á rúmsjó, gegn- um dótturfyrirtækið okkar Sil- ver Sea.“ Landflutningarnir sérsniðnir að þörfum fiskútflytjenda Hinrik áréttar einnig að land- flutningakerfi Samskipa sé einnig sniðið að þörfum fisk- útflytjenda. „Við erum með skrifstofur í öllum landshlut- um og umboðsmenn um allt land og tengjum langflesta staði landsins við siglinga- kerfið okkar með tíðum ferð- um á vel útbúnum flutninga- bílum sem strangar kröfur eru gerðar til varðandi öryggi á þjóðvegum landsins.“ Innan- landsþjónustan var einnig efld enn frekar nýverið þegar starfsemi flutningshluta fisk- dreifingarfyrirtækisins Lífæðar Allur pakkinn - frá Grímsey til Grimsby -segir Hinrik Bjarnason, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa Hinrik Bjarnason, forstöðumaður útflutningsdeildar Samskipa. Mynd: áþj. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.