Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 12
12 L A X E L D I Það er ekki beint hægt að segja að Hlífar Karlsson hafi farið hefðbundna leið inn í fiskeldið. Hann er mjólk- urtæknifræðingur að mennt og hafði starfað í um fjörtuíu ár í mjólkuriðnaðinum, hluta þess tíma sem mjólkursam- lagsstjóri á Húsavík. Aðstæður breyttust síðan og mjólk- ursamlaginu á Húsavík var lokað og starfsemi þess flutt- ist til Akureyrar undir hatt Norðurmjólkur, sem nú er hluti af Mjólkursamsölunni. Hlífar rifjar upp að hann hafi sem ungur maður haft áhuga á því að læra galdurinn við fiskeldi og var raunar bú- inn að ákveða að sækja sér þá menntun til Noregs. Fiskeldisdraumurinn hafi því lengi blundað í sér. En í stað þess að læra fiskeldi fór Hlífar til Danmerkur og sótti sér nám til að starfa innan mjólkuriðnaðarins. Datt inn á heimasíðu Hólaskóla Fimmtíu og sjö ára gamall stóð Hlífar sem sagt frammi fyrir því að mjólkursamlaginu á Húsavík var lokað og þá voru góð ráð dýr. Hlífar seg- ist hafa verið ákveðinn í því að starfa áfram á Húsavík, en ekkert hafi verið fast í hendi. „Ég var síðan einu sinni að vafra á netinu og datt inn á heimasíðu Hólaskóla og rakst þar á umfjöllun um fiskeld- isnámið þar. Þetta kveikti í mér og úr varð að ég leitaði mér frekari upplýsinga um námið. Ég fór heim í Hóla og þá var ekki aftur snúið. Ég ákvað sem sagt að skella mér í þetta nám og sé ekki eftir því. Ég tók svokallað diplóma- nám á einu ári og vann síðan í kynbótastöðinni á Hólum í verknámi um þriggja mánaða skeið. Að námi loknu fór ég heim til Húsavíkur á ný og tók að mér til að byrja með verkefni á vegum Atvinnuþró- unarfélagsins þar sem ég mat aðstæður til fiskeldis á Húsa- vík. Jafnframt var ég að vinna í afleysingum á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsa- vík. Síðan gerðist það 2004 að staða framkvæmdastjóra hér í Rifósi var auglýst og ég sótti um hana og fékk.“ Frábært starfsfólk „Hér byrjaði ég 1. maí 2004 og hef verið síðan. Í stuttu máli hefur mér líkað afar vel að starfa við þetta. Þetta er dásamlegur staður og nátt- úrufegurðin einstök. Hér eru góðar aðstæður til fiskeldis og ég komst fljótt að raun um að hjá Rifósi væri mjög mikil reynsla í fiskeldi. Sem dæmi er Guðmundur Hannesson, sem stýrir eldinu hjá okkur, trúlega reyndasti eldismaður á Íslandi. Ég hygg að hann hafi stigið sín fyrstu skref fyrir Fiskifélag Íslands í fiskeldi hér í kringum 1970 og hefur verið að síðan. Og um allra aðra starfsmenn hér er óhætt að segja að þeir séu gulls ígildi. Án þeirra væri fyrirtæk- ið ekki það sem það er. Starfsmannaveltan er hverf- andi og því mikil þekking hjá starfsfólkinu. Það skiptir miklu máli. Ég kann afar vel við fisk- eldið. Þetta er vissulega allt annar heimur en mjólkin en ekkert síður skemmtilegur. Mjólkuriðnaðurinn var í nokk- uð föstum skorðum, allar stórar ákvarðanir voru teknar á æðri stöðum og maður fylgdi þeirri línu sem var ákvörðuð á hverjum tíma. Hér þarf að taka stórar ákvarðanir, sem verða að taka mið af markaðnum á hverjum tíma. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun.“ Mikil og skemmtileg áskorun Hlífar Karlsson, framkvæmdastjóri hjá Rifósi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.