Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 15
15 og þétt. Ekki mátti bíða leng- ur með að kasta á síldina þar sem byrjað var að rökkva, en síldin gefur sig aðeins í birt- unni. Ekki var búið að draga lengi þegar menn urðu varir við síld í nótinni. Að drætti loknum var dælt og tankar skipsins fylltust af síld, eða eins og einn komst að orði; „ef við hefðum fengið einni síld meira hefðum við orðið að henda henni, …en við hendum ekki síld.“ Þetta kast gaf um 400 tonn og skipið var orðið fullt. Tankar skipsins taka um 1500 tonn og 50% rýmisins er kældur sjór, hinn helming- urinn er síld. Sjórinn er kæld- ur niður í það hitastig sem menn vilja og er þetta gert til þess að kæla aflann svo hann komi sem ferskastur að landi og geymsla hans sé sem best. Lagt var af stað til Vest- mannaeyja um kl. átta, Þegar komið var vestur fyrir Snæ- fellsnes, var töluverður sjór en hann gekk niður er á nóttina leið og hægur vestanvindur var um morguninn. Komið var til Vestmannaeyja rétt fyrir kl. tólf á hádegi. Risaköst í Grundarfirði Það vekur undrun og furðu öll þessi mikla síld á svona þröngu svæði. Grundarfjörður er U- laga og síldin heldur sig helst í grynningunum með ströndinni, minnst í miðju fjarðarinns þar sem hann er dýpstur. Síldarskipin hafa ver- ið að fá risaköst þarna, heyrst hefur um köst sem eru 1500, 1800 og jafnvel upp í 2000 tonn, það er engu líkara en þarna sé eitthvert yfirfall, þeg- ar síld er veidd kemur önnur í staðinn. Skipstjórinn á Sighvati Bjarnasyni VE, Jón Eyfjörð sagði mér í haust að hann teldi að þetta væri allt önnur ganga en t.d. var að veiðast við Vestmannaeyjar sl. haust, enda var þessi síld komin til Grundarfjarðar á þeim tíma, þó svo að ekki hafi neitt verið veitt af henni þá. Heimamenn á Grundarfirði létu ekki vita af henni því þeir héldu að fiskur myndi elta síldina uppi og þá yrði stutt að fara á mið- in, það var ekki fyrr en fisk- eldisfiskur í kvíum í firðinum drapst vegna súrefnisskorts sem það upplýstist hvað var um að vera í Grundarfirði. Mergð síldar var það mikil að súrefnislítið varð í firðinum og eldisfiskurinn drapst. Því er svo við að bæta að Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri uppsjávarfisks hjá Haf- rannsóknastofnuninni, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu 19. nóvember sl. að trúlega sé það tilviljun að síldin leiti inn á Grundarfjörð en ekki annan stað, annað árið í röð. Hún sé þar væntanlega að leita að vetursetu í kaldari og selt- uminni sjó. Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum. S Í L D A R V E R T Í Ð I N Hér er Sighvatur Bjarnason VE á miðunum. Eins og sjá má er skipið skammt undan landi í Grundarfirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.