Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 24
2 Það fyrsta sem blasir við, þegar gengið er inn í veitinga- húsið Hópið á Tálknafirði, er svartmálaður árabátur sem hangir yfir barnum. Að heim- sókn lokinni lifir líka í minn- ingunni að þarna er notalegt að vera og gott að borða. Skrifari þessara lína átti sem sagt erindi við menn á Tálkna- firði á dögunum og naut matar og þjónustu í Hópinu. Heim- sókn á barinn verður hins vegar að bíða betri tíma en víst er að brimsölt umgjörð vínstúkunnar hlýtur að hvetja til þess að menn tylli sér þar niður yfir sopa af öli eða ein- hverju sem rífur meira í. Stórfjölskylda í veitingarekstri Þegar að er gáð kemur í ljós að Hópið er fjölskyldufyr- irtæki. Reksturinn er í hönd- um ESG veitinga ehf. Upp- hafsstafirnir tákna Erlu Einars- dóttur, Sigurvin son hennar Hreiðarsson og Guðmund tengdason hennar Sæmunds- son. Makar þeirra draga að sjálfsögðu vagninn líka: Hreiðar Sigurðsson, eiginmað- ur Erlu, Eygló Hreiðarsdóttir, kona Guðmundar, og Lára Eyjólfsdóttir, kona Sigurvins. Sá síðastnefndi er fram- kvæmdastjóri félagsins og reyndar fyrirtaks kokkur líka. Hreiðar reri til fiskjar frá Tálknafirði um árabil og vann sömuleiðis við beitingar í landi. Hann lifði á því sem sjórinn gaf í um hálfa öld en segir að skrokkurinn hafi sagt stopp. Þá hafi hann farið að skyggnast um bekki til að finna sér eitthvað annað að gera. Þá var það Erla sem fékk þá flugu í höfuðið að hella sér út í veitingabransann og fékk son sinn og tengda- son til að stofna með sér fyr- irtæki. Á Tálknafirði hafði verið rekið veitingahús en rekstur þess sigldi í strand. Byggðastofnun, helsti kröfu- hafinn, sat uppi með húsnæð- ið og þar hafði verið lokað í ein tvö ár. Skemmst er frá að segja að nýstofnað félag, ESG veitingar, keyptu húsið og opnaði þar veitingastað. Nýir eigendur tóku við húsinu um páska 2005 og opnuðu Hópið 9. júní 2005. Áður hafði stór- fjölskyldan tekið til hendinni úti og inni. Þakið hélt til dæmis ekki vatni og innrétt- ingar voru orðnar þreyttar. Það kostaði því bæði orku og fjármuni að standsetja staðinn fyrir opnun veitingahúss þar sem vel er gert við kúnnann í mat og drykk og árabátur á hvolfi vakir yfir barnum. Tálknfirðingar út að borða Hreiðar segir þannig hafi það nú einfaldlega atvikast að hann sé orðinn meðreið- arsveinn í veitingasölu og að þetta gangi allt saman bæri- lega, takk! Sumarið er að sjálfsögðu gjöfulasta árstíðin í rekstrinum, þegar svangt og þyrst ferðafólk ber að garði. Hins vegar sætir meiri tíðind- um að þarna er líka opið yfir vetrartímann, í hádeginu og á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Aðkomumenn taka eftir því að áberandi margir heimamenn á Tálkna- firði fara út að borða á Hóp- inu um helgar. Erla segir að auðvitað skipti það miklu máli að heimafólk sýni staðn- um tryggð og traust. Skrifari skilur hins vegar mæta vel, eftir heimsóknina í október síðastliðinum, að Tálknfirð- ingar hneigist til þess að sleppa því að elda heima um helgar en borði í staðinn á Hópinu! Á barinn af rauðmagamiðum Árabáturinn yfir barnum setur svip á staðinn og hlýtur að gera það sérstaka upplifun að fá sér þar í glas. Hreiðar segir að báturinn nálgist sjötugsald- T Á L K N A F J Ö R Ð U R Báturinn á hvolfi dag eftir dag á barnum hjá Hreiðari Hreiðar Sigurðsson á barnum á Hópinu á Tálknafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.