Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 18
1 S A G A N mikilvirkur sem verslunar- staður fram á 16. öld – þegar skip fóru að sigla með varn- inginn inn á Pollinn. „Það leikur enginn vafi á því að Gásir eru í hópi merk- ustu minjastaða á landinu. Í raun eru Gásir eini miðalda- kaupstaðurinn hér á landi sem hefur varðveist svo vel sem raun ber vitni,” segir Kristín Sóley. Fyrsti uppgröfturinn á Gás- um var árið 1907 en síðan voru gerðir könnunarskurðir á svæðinu árið 1986. Unnið var síðan samkvæmt fimm ára áætlun frá 2001 til 2006. Því fer víðs fjarri að búið sé að grafa eftir fornminjum á öllu svæðinu (1100 fermetrar hafa verið opnaðir vegna rann- sókna), enda allt Gásasvæðið um 14 hektarar að stærð. Hins vegar er nokkuð ljóst að næstu skref felast í því að vinna úr þeim upplýsingum sem þegar hafa aflast á svæð- inu. „Það hafa fjölmargir merkilegir hlutir komið í ljós og úr þeim verður unnið, fá- ist nægir fjármunir til þeirrar úrvinnslu.” Sjálfseignarstofnun um Gásaverkefnið Hið svokallaða Gásaverkefni varð til út frá fornleifarann- sóknunum á Gásum. “Það var í raun alltaf horft til þess að í kjölfar fornleifarannsóknanna á Gásum færi fram kynning á svæðinu. Það hefur verið gert undanfarin ár með leiðsögn um svæðið yfir sumarmán- uðina og einu sinni á sumri, síðan 2003, hefur verið settur upp svokallaður miðalda- markaður á Gásum og um leið varpað ljósi á það hvað hefur komið í ljós í uppgreftr- inum á Gásum. Mönnum var fljótlega ljóst að hér væri á ferðinni afar spenndandi verkefni og í kjölfarið tóku Minjasafnið á Akureyri, Ak- ureyrarbær og Hörgárbyggð höndum saman og gerðu samning sín á milli um að móta stefnu um hvaða leið væri best til þess fallin að hefja uppbyggingu á svæð- inu. Unnin var viðskiptaáætl- un um framtíðaruppbyggingu Gásaverkefnisins sem kynnt hefur verið sveitarfélögunum í Eyjafirði. Þann 22. nóvember var síðan haldinn stofnfundur sjálfseignarstofnunar um upp- byggingu á Gásakaupstað.” Stórhuga hugmyndir Í tengslum við stofnun sjálfs- eignarstofnunar um Gása- kaupstað hefur Kristín Sóley tekið saman ítarlega við- skiptaáætlun um verkefnið til næstu ára. Áformin eru vissu- lega stórhuga og athyglisverð. Í inngangi áætlunarinnar segir m.a.: „Viðskiptahugmyndin felst í því að gera miðaldakaup- staðinn á Gásum lifandi á ný þar sem handverksfólk verð- ur að störfum og leik. Áhersl- an verður á verslun, viðskipti, handverk og iðnað á miðöld- um. Byggja á upp spennandi og einstakt leiksvæði í mið- aldastíl og reisa þjónustu- byggingu sem hýsir fram- úrskarandi sýningu þar sem skemmtimennt er höfð að leiðarljósi. Byggingin myndi einnig hýsa öfluga minja- gripaverslun, veitingasölu og fjölnota sal og veita fræði- mönnum á ýmsum sviðum afdrep til rannsókna. Gásir verður um leið afþreying- argarður með menningarlegu ívafi sem byggir á fornleifum, sögu og náttúru staðarins. Sérstaða staðarins felst í því að gesturinn skoðar raun- verulegar minjar miðalda- kaupstaðar, gengur síðan inn í miðaldir með því að fara inn á tilgátusvæðið og upplifir söguna með því að umgang- ast miðaldafólk við störf og leik. Framúrskarandi yfirlits- sýning í þjónustuhúsinu gefur góða þekkingu á svæðinu og léttar, þjóðlegar – og jafnvel miðaldalegar – veitingar setja punktinn yfir i-ið. Styrkleikar svæðisins felast í sérstöðunni sem eru miðald- ir, upplifuninni á miðaldalífi, einstökum fornleifum, hag- stæðum ytri aðstæðum, sívax- andi markaði sem færist æ nær, lifandi kynningarformi, góðu og öflugu samstarfi við sambærilega staði erlendis, fjölda ferðamanna sem leita eftir menningartengdri afþrey- ingu og síðast en ekki síst í nálægð staðarins við þjóðveg eitt og höfuðstað Norð- urlands, Akureyri.” Að vanda til verks Samkvæmt viðskiptaáætl- uninni „Gásir – lifandi mið- aldakaupstaður“er til skamms tíma horft til þess að gera þennan forna verslunarstað aðgengilegan almenningi. Merkja þurfi staðinn og koma upp lágmarksaðstöðu til þess að taka á móti ferðamönnum. Þá sé nauðsynlegt að gefa handverksfólki tækifæri til þess að vinna að miðalda- handverki og miðla því áfram til komandi kynslóða. Til lengri tíma litið vill Kristín Sóley sjá að miðalda- kaupstaðurinn á Gásum verði sameiningartákn í markaðs- setningu ferðaþjónustu í Eyja- firði. Unnið verði að verkefn- inu í samstarfi við ímynd- arhóp Vaxtarsamnings Eyja- fjarðar, sveitarstjórnir, Mark- aðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og aðila í ferða- þjónustu á svæðinu. Stefnt verði að því að Gásir taki þátt í Evrópuverkefni á sviði sögu- tengdrar ferðaþjónustu. Árið 2015 telur Kristín Sóley að setja eigi sér það markmið að Gásakaupstaður verði orðinn einn fjölsóttasti áfangastaður Höfðinginn náði stúlkunni! Mynd: Hörður Geirsson.Helgi Þórsson sýnir gestum á miðaldamarkaði á Gásum hvernig höggva skal í tré.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.