Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 36

Ægir - 01.10.2007, Blaðsíða 36
3 L A X V E I Ð I veiðin í öðrum ám á listanum minnkar milli ára. Hamfaraástand lengst af sumri Veiðisumarið 2007 telst ekki fyrst og fremst merkilegt fyrir það að laxveiðin var góð þegar upp var staðið. Ótrú- legar sveiflur í vatnsbúskap ánna verður sennilega það sem menn minnast helst. Vart er hægt að segja að komið hafi deigur dropi úr lofti Vestan- og Sunnanlands frá því í byrjun júní og þar til komið var fram yfir 20. ágúst og annars staðar voru þurrk- ar lengst af sumri áberandi. Til marks um vatnsskortinn má nefna að í ræðu Bjarna Júlíussonar, fráfarandi for- manns SVFR á aðalfundi félagsins, kom fram að í Borgarfirði hafi ríkti hálfgert hamfaraástand framan af sumri eða allt fram yfir miðj- an ágúst. Vatnsbúskapurinn í dragánum hafi farið niður fyrir öll þekkt mörk. Sem dæmi megi nefna að um miðjan ágúst hafi rennsli Norðurár farið niður í 1,2 m3/sek og hefur það aldrei mælst jafn lítið frá upphafi mælinga. Til viðmiðunar rifj- aði Bjarni það upp að í ham- faraflóði á Þorláksmessu árið 2006 hafi rennsli árinnar farið í 1000 m3/sek. Eftir að rigna tók undir lok ágústmánaðar má eiginlega segja að vatnsveður hafi ver- ið viðvarandi út veiðitímabil- ið. Gríðarleg flóð urðu í mörgum ám og víða var ekki veiðandi langtímum saman. Þótt laxinn hafi skilað sér seint að þessu sinni, allt að þremur vikum síðar en í venjulegu árferði, þá vantaði alls ekki fisk í árnar í sumar. Ótrúlega óhagstæð veiðiskil- yrði settu hins vegar mark sitt á veiðitímabilið. Með sanni má segja að vatnsbúskap- urinn hafi ekki farið úr ökkla í eyra eftir að skipti um tíð- arfar. Nær væri að segja úr iljum og upp fyrir hvirfil. Vesturland Ef farin er hringferð um land- ið þá voru það helst berg- vatnsárnar á Vesturlandi og Suðurlandi sem liðu fyrir þurrkana. Ár eins og Leir- vogsá og Laxá í Kjósi hafa sennilega sjaldan ef aldrei verið vatnsminni að sum- arlagi en Elliðaárnar voru á þokkalegu róli, þökk sé vatnsmiðluninni við Elliða- vatn. Þar veiddust 936 laxar eða heldur fleiri en sumarið 2006. Virðist svo sem að árn- ar séu loksins að rétta úr kútnum eftir áföll síðustu ára. Í Kjósinni komst laxinn ekki upp fyrir miðsvæði árinnar fyrr en eftir að rigna tók og bunkaðist hann því upp á nokkrum veiðistöðum, s.s. í Káranesfljóti og Álabökkum en þar var einnig mikið magn af sjóbirtingi. Mikil flóð settu svo mark sitt á veiðimögu- leikana síðsumars en þegar upp er staðið var veiðin meiri en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona um miðjan ágúst. Í Borgarfirðinum var Norðurá alveg niðri í grjóti lengst af sumri og er ólíklegt að núlifandi menn eigi nokkru sinni eftir að sjá Lax- foss og Glanna jafn vatnslitla og þessir einkennisfossar ár- innar voru í sumar. Vatns- leysið í Norðurá og Gljúfurá olli því að gríðargóð veiði var í Straumunum sem eru ármót Hvítár og Norðurár. Þar veiddust 450 laxar sem er nýtt met á svæðinu. Aðrar bergvatnsár í Borgarfirði voru flestar undir sömu sökina seldar og Norðurá og Gljúf- urá og því var árangurinn í Þverá og Kjarará, þar sem veiðin óx um 250 laxa á milli ára, athyglisverðri fyrir vikið. Á Mýrunum naut Langá vatnsmiðlunarinnar úr Langa- vatni eins og svo oft áður en þó var vatnssopinn orðinn naumt skammtaður undir það síðasta. Haffjarðará stendur alltaf fyrir sínu og hið sama má segja um Straumfjarðará en báðar þessar ár eiga upp- tök sín í nokkuð stórum stöðuvötnum sem tryggja jafnara rennsli en hinar hefð- bundnu dragár eiga völ á. Í Dölunum horfði ekki gæfu- lega til að byrja með en árnar tóku góðan sprett í lokin og voru lokatölurnar úr t.d. Laxá í Dölum og Fáskrúð mjög viðunandi. Báðar bættu sig milli ára. Vestfirðir Á Vestfjörðum er einkum horft til laxveiði í Laug- ardalsá, Langadalsá og Hvannadalsá og þar geta menn ekki annað en verið ánægðir með árangurinn. Þessi mynd er frá Eyrinni í Norðurá, séð yfir Brotið. Mynd: Eirík­ur St. Eirík­sson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.