Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 98
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 181) „alg. á Au; á nokkrum stöðum á N vestur að Nípá í Köldukinn, og á nokkrum stöðum á S, vestur að Hnappavöllum í Oræfum“. Annars staðar en á Au hefur hún aðeins fundizt á tveim stöðum á N og einum stað vestan Homafjarðar á S. — Jafnvel hundasúmna, sem höf. hefur þó lagt sérstaka rækt við, segir hann víða um land allt, þótt hún muni vera fremur sjaldgæf á Au og SA. Fundarstaðir em sumir skrítnir: Dílaburkninn finnst úti á Skjálfandaflóa. Andakílsá, Kleifarvatn og Ölfusárminni (-mynni?) eru m. a. fundarstaðir laugadeplunnar! Að skjaldburkninn vaxi í Kapelluhrauni við Krýsuvík er bara ranghermi úr bók Gröntveds, sem höf. endurtekur. Annars virðist höf. hafa farið mjög á hundavaði gegnum þá bók. Selgresið finnst „á tveimur stöðum suðaustan við Eyjafjörð"! Hvaða staðir eru það? Reykir í Fnjóskadal? Því þá ekki að segja samræmisins vegna, að það sé „a'g. suðaustan við Reykjavík" í stað þess að segja, að það sé „alg. undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og í Vestmannaeyjum"? Knautia hefur fundizt aðeins í valllendi hér á landi, svo að ástæðulaust er að bæta því við, að hún finnist hér í rökum hlíðum. — Stellaria calycantha „vex í votlendu kjarri. Sennilega víðar“. Hún hefur aðeins fundizt í Vatns- firði við Isafjarðardjúp og ekki er hún þar í votlendu kjarri. Hvað hefur höf. fyrir sér í því, að hún vaxi sennilega víðar? Svona gæti ég haldið áfram margar blaðsíður ennþá, bara með tómar vit- leysur höf. um fundarstaði. Á bls. 25 skýrlr höf. frá því, hvernig landshlutarnir eru takmarkaðir, en ekki hef ég nennt að gá að því, hve nákvæmlega því er fylgt. En ég hef þó rekizt á það af tilviljun, að Hoffell og Vestrahorn eru flutt til Au (bls. 34) og eyj- arnar á Breiðafirði (við Hvammsfjörð) til NV (bls. 141). Slæðingar og innlendar tegundir Það virðist vera alveg hreinasta tilviljun, hvaða plöntur höf. telur til slæð- inga og hverjar til innlendra tegunda. Höf. er heldur ekkert að ónáJa lesendur sír.a með skýringum á því, heldur gerir það athugasemdalaust, alveg upp á eigin spýtur. Scirpus setaceus hefur kannski fundizt við Laugarnes einhvem tíma, en þrátt fyrir mikla leit aldrei aftur og hvergi annars staðar. Þetta tekur höf. upp sem innlenda tegund og bætir því við, að hún vaxi sennilega víðar! Er það iðulega, að höf. kemur með slíkar getgátur, sem eru alveg út í bláinn. Líkurnar sem höf. færir fyrir slíku eru stundum skrítnar, t. d. þar sem teg- undin finnst í Færeyjum (Epilobium montanum, bls. 202) þá „er hún þó ef til vill á Austfjörðum" eða (Moneses uniflora, bls. 211), að hún finnst „í Noregi norðar en Island er“. Hvers vegna skyldi eyrarrósin ekki vera í Norður- Noregi, sem er þó norðar en ísland? Annað mál er það, að ef þessar tegundir em hér, þá eru þær það varla sem slæðingar, heldur eru þær þá innlendar. Alopecurus pratensis hefur fengið númer, en finnst þó aðeins ræktaður. Potentilla erecta er tekin athugasemdalaust sem innlend planta og sögð vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.