Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Qupperneq 95
UMSAGNIR UM BÆKUR óþekkjanleg frá lausu máli; flest stutt og spanna eina hugdettu; öllum greinarmerkj- um slátrað, nema tvípunkti, en upphafsstaf- ir settir á. Ekki virðist þessi litla bók líkleg til þess að verða eftirminnilegur skáldskapur, en þó glittir víða í neistann. Hann á trúlega eftir að hitta sitt tundur, þótt síðar verði. Höf- undurinn er ungur, hefur áður gefið út bók sem nefnist „Aungull í tímann", hlaut fyrir hana mikið lof og tæplega verðskuldað allt; hann er áreiðanlega einn þeirra manna, sem þarf að biðja guð að gæta sín fyrir vin- um sínum. Tvenns konar háski steðjar að ungum og vígreifum formbyltingarskáldum. Annars vegar seinunnið tómlæti og skilningsleysi alls þorra lesenda, hins vegar skilyrðislaust og gagnrýnislaust hól fárra aðdáenda og skáldbræðra, og er síðari voðinn verri hin- um fyrri. Auðvitað getur atómljóð, eða hvað menn vilja kalla það, verið gott eða vont eins og hvert annað Ijóð eða hver ann- ar texti, og þeim sem vilja veg þessa ljóð- forms mestan, ætti að vera það kappsmál að hisminu sé ekki hampað. Það er sannar- lega fullerfitt að átta sig á nýtízkum list- formum, hvort sem er í ljóði, tónum eða mynd, þótt menn séu ekki afvegaleiddir af þeim, sem sízt skyldi. En í hita orrustunnar er ekki ævinlega valin sú bardagaaðferðin, er skynsamlegust virðist eftir á. Það er göm- ul og ný saga. Að lokum tvær velmeintar aðfinnslur. Höfundurinn hefur gaman af að strá sterk- um litum í setningarnar; rautt, grænt, gult, hvítt og svart veður uppi. Stundum fer þetta vel: Grænn himinn græn tré og hljóður vindur í rauðu hári en stöku sinnum freistar það hans til fárán- legasta samsetnings: „Fjöllin gagnsæ og sólin ótrúlega græn“. — Hin aðfinnslan varðar lítið „sem“ í upphafi ljóðsins hér að framan. Þótt kommur séu ekki notaðar, er „sem“ tilvísunarfornafn engu að síður og stofnar til aukasetningar. Orðið „Við“ sem kvæðið hefst á, eignast því miður aldrei neitt framhald, hluti aðalsetningarinnar týnist, hugsunin í erindinu nær aldrei landi. Það má ekki henda atómljóð fremur en annað ljóð eða lausan texta. Þ. G. Guðmundur Ingi Kristjánsson: Sóldögg Bókaútgáfan Norðri 1958. Hefðbundnaiía skáld en Guðmund Inga er naumast hægt að ímynda sér. Ljóð- form hans eru aldrei nýtízkuleg, og rím og stuðlar eru honum jafn-sjálfsögð og matur og drykkur. Yrkisefni hans hafa sjaldnast verið langt sótt. Ilann hefur kveðið mest um fyrirbæri daglegs lífs og starfa í sveit, skepnurnar, gróðurinn, félagslífið, fólk sem hann þekkir úr heimabyggð eða fornum sögum. Hann yrkir einnig um konur og ást- ir og hefur reyndar ort sum beztu Ijóð sín um það efni. Ég tek sem dæmi „Sál mín er hjá þér“ úr bókinni „Sólstöfum“. Þetta er þriðja bók höfundarins og sú jafnbezta. Hann er nú þroskaðra skáld en fyrr, sjóndeildarhringurinn víðari, yrkis- efnin fjölbreyttari og almennara eðlis, vinnubrögðin yfirleitt vandaðri. Kímnin verður honum tiltækari með hverri nýrri bók, jafnvel að stjórnmálabrölti sjálfs sín leyfir hann sér nú að henda góðlátlegt gam- as: 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.