Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 84
Umsagnir um bæknr „Er fátt fornara“ í Kviðum af Gotum og Húnum1 heldur Jón Helgason fram stefnunni á sömu lund og fyrr í Tveim kviðum fomum; hér eru fyrst Hamdismál og Guðrúnarhvöt, skyld kvæði sem leingst allra hetjukvæða Eddu seilast til fomra tíðinda svo hendur megi á festa: „er fátt fomara, fremur var það hálfu“, segir í Hamdismálum, 2. er. í margfróðum inngángi leiðir Jón lesandann um refilstigu þjóðflutníngatímanna, þar- sem leynast fmmrök þessara fomu kvæða; gegnir furðu hve margar og ljósar sam- svaranir má finna með kviðunum og stór- viðburðum úr bliknaðri fomeskju, og er allt þetta fróðlegt að skoða. Varðandi Hlöðskviðu, er síðust kvæða stendur á bók Jóns, verður nokkuð annað fyrir. Jón gerir í inngángi fyrir kviðunni skýra grein fyrir gömlum kenníngum um að efni Hlöðs- kviðu eigi rætur að rekja til orrustunnar miklu á Katalánavöllum 451, þarsem Róm- verjar ásamt Vestgotum og Frökkum börð- ust gegn Húnum og Austgotum. Nefnir Jón þá Richard Heinzel og Andreas Heusl- er sem uppihaldsmenn þessarar skoðunar; áréttar hann að síðustu haldleysi hennar með glöggum og sannfærandi samanburði kviðunnar og heimilda um þennan bar- daga; telur að eftir 1918 hafi hún fáa for- 1 KviSur af Gotum og Húnum. Hamdis- mál, Guðrúnarhvöt, Hlöðskviða. Með skýr- ingunt. Jón Helgason tók saman. Heims- kringla 1967. 246 bls. mælendur átt, og eingan nú. En segja ber hverja sögu einsog hún geingur: ég hygg að fleiri en ég muni nú fyrst gera sér grein fyrir þessum umskiptum, því full- yrða má að kenníngin hafi geingið staf- laust í útgáfum íslenzkra fornrita fram á þennan dag, og er hennar skammt að minn- ast úr útgáfu Bjama Vilhjálmssonar og Guðna Jónssonar á Fornaldarsögum Norð- urlanda 1943—44 og síðan á vegum Is- lendíngasagnaútgáfunnar; sama máli gegn- ir og um Eddukvæðaútgáfu þá, er Guðni Jónsson hefur búið til prentunar. Vandfundin munu rit um forna mennt er betur henta lærðum og leikum en kviðu- bækur Jóns Helgasonar; ber þar margt til: framsetníng hans skýr og alþýðleg; yfir- gripsmikil og almenn fræðsla án þess að í nokkru sé slakað á vísindalegum kröfum um varúð og nákvæmni; og ekki er minnst vert um þann yl sem stafar frá stfl hans og frásögn allri, þarsem víða birtist vökul kímni og margt „ódáða skemmtilegt". Bæk- ur sem þessar ættu að þykja einkar kær- komnar þegar þess er gætt að leingstaf hefur fátt verið sýslað í þá veru að auð- velda alþýðu manna að kynna sér að veru- legu marki eddukvæðin, skáldmennt þeirra og upptök í tíma og rúmi. Megi Jóni Helgasyni endast kraftar sem leingst til framhalds á þessum starfa. Prentun, myndir, kápa og frágángur all- ur hæfir verki Jóns; bókin er hlaðin mennt og sóma yzt sem innst. Þorsteinn frá Hamri. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.