Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 9
9 V E I Ð A R Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið hefur gefið út reglugerðir um byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Í aðalatriðum er kerfið óbreytt frá því sem var síðustu fisk- veiðiár en til ráðstöfunar verða tæplega 3900 þorskí- gildistonn sem sveitarstjórnir fá til úthlutunar. Við tilkynningu um þessa ákvörðun minnti ráðuneytið á að eitt af markmiðum laga um stjórn fiskveiða sé að treysta atvinnu og byggð í landinu og að ákvæði um byggðakvóta hafi á sínum tíma verið sett í lögin með hliðsjón af því markmiði. Ráðuneytið hefur boðað að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, muni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til breyt- inga á lögum um úthlutun byggðakvóta sem koma í veg fyrir að fiskiskip sem fram- selja eða flytja frá sér meiri aflaheimildir í þorskígildum en þau fá framseldar eða fluttar til sín komi ekki til greina við úthlutun á næsta fiskveiðiári. „Með þessu er talið að almarkmiði fiskveiði- stjórnunarlaganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu verði betur náð,“ segir í tilkynningu ráðu- neytisins. Einnig er ætlunin að lög- festa heimild aðila til að flytja byggðakvóta milli fiskveiðiára með sama hætti og öðrum er unnt. Þetta er gert til að koma til móts við álit umboðsmanns Alþingis frá í desember síð- astliðnum um þetta efni. Loks er ætlun ráðherra að úthlutun byggðakvóta liggi fyrir við upphaf næsta fiskveiðiárs, eða nærfellt hálfu ári fyrr en nú. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið: Byggðakvótakerfið í aðalatriðum óbreytt Þeir sem fá byggðakvóta úthlutað en framselja eða flytja meira frá sér en til sín fyrirgera rétti sínum til úthlutunar byggðakvóta á næsta fiskveiðiári. Þetta er helsta breytingin sem gerð verður á byggðakvótakerfinu á næstunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.