Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 15
15 K V Ó T A V I Ð S K I P T I Lítil viðskipti hafa undanfarið verið með kvóta og að mati kunnugra er líklegt að sú staða haldist enn um sinn „Markaðurinn er mjög grunnur og óljós þessa dagana,“ segir Jóhann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptahúss- ins í samtali við Ægi. Vextir að hækka „Það er margt sem veldur þessu. Skuldir útgerða hafa hækkað á sama tíma og kvótaverð hefur lækkað. Þetta leiðir til þess að fjölmargar útgerðir eiga erfitt með að selja frá sér aflaheimildir. Helst gerast viðskipti í dag þannig að menn yfirtaka skuldir þeirra sem eru að selja frá sér og bæta við það sem upp á vantar með eigin fé. Vaxtakostnaður er að hækka og erfitt er að fá nýtt lánsfjármagn til kvótakaupa og þá sérstaklega í erlendri mynt.“ Eftirspurn eftir kvóta var heldur að aukast „...en nú finnst mér að umræða um fyrningu aflaheimilda svo og aukinn fjármagnskostnaður hafi skapað óvissu á ný og veldur því að menn í sjávar- útveginum halda frekar að sér höndum,” segir Jóhann. Frosinn markaður Líklegt verð í dag fyrir varan- legan þorskkvóta er 1.500 til 1.800 kr./kg. Það er mikil breyting frá því sem var, því þegar best lét í efnahagslífi þjóðarinnar var þegar kíló- verðið í þorskkvóta komst yf- ir kr. 3.000. Verð á ýsukvóta er líklega 700 til 800 kr. kílóið og verð á ufsakvóta tæplega helmingi lægra. „Leigukvóti eða aflamark er mjög takmarkað og lítið framboð á leigumarkaði með kvóta. Sá markaður er í raun frosinn og vandséð að hann taki við sér á þessu kvótaári nema um frekari aukningu verði að ræða,“ segir Jóhann. Spurn eftir kvóta var heldur að aukast, segir Jóhann, en margt bendir til að umræðan um fyrningu hafi skapað þá óvissu sem veldur þeirri stöðnun sem nú er. Markaður grunnur og lítil viðskipti - segir Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptahússins Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptahússins. Leigumarkaður fyrir kvóta virðist í raun frosinn sem stendur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.