Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 31
31 Þ J Ó N U S T A Prentsmiðjan Oddi fékk á dög- unum vottun norræna um- hverfismerkisins Svansins. Vottunin tryggir að prentsmiðj- an er í fremstu röð hvað varð- ar lágmörkun neikvæðra um- hverfis- og heilsuáhrifa, enda hefur mikil vinna verið lögð í að standast ítrustu kröfur um slíkt. Svansmerkið staðfestir að umhverfisáhrif framleiðslunn- ar hjá Odda séu í lágmarki og að framleiðslan uppfylli kröf- ur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni. Þetta nær til allra hráefna sem notuð eru í vinnslunni og fellur öll fram- leiðslan undir vottunina, bylgjukassar, öskjur, tímarit, bækur og allt almennt prent- verk. „Það er mikið gleðiefni að stærsta prentsmiðja landsins sé nú formlega Svansmerkt og taki þannig þátt í því að byggja upp sjálfbært samfé- lag,“ sagði Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra þeg- ar hún afhenti stjórnendum Odda Svansvottunina. Hún segist raunar greina mjög aukinn áhuga meðal fyrir- tækja á umhverfisvænum starfsháttum sem komi meðal annars í kjölfar stefnu um vistvæn innkaup sem ríkis- stjórnin staðfesti í mars á síð- asta ári. Umhverfisvottaðar umbúðir fyrir sjávarútveginn „Við hjá Odda leggjum mikið upp úr því að okkar vörur séu framleiddar í sátt við um- hverfið,“ segir Jón Ómar Er- lingsson framkvæmdastjóri Odda. „Við erum fyrsta fyrir- tækið í heiminum sem fær Svansvottun á umbúðafram- leiðslu. Íslendingar eru í fremstu röð í sjálfbærri nýt- ingu sjávarafurða og hafa núna náð forystu í framleiðslu umhverfisvottaðra umbúða. Raunar þurftum við ekki að breyta ýkja miklu í okkar framleiðslu til að uppfylla þau skilyrði sem krafist er varð- andi Svansmerkið, enda hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á umhverfismálin hér hjá Odda. Við erum í umbúða- framleiðslunni okkur þó betur meðvituð en áður um atriði eins og efna- og límnotkun og afskurð á pappír. Við höf- um fundið fyrir miklum áhuga stjórnenda útgerðar- og fiski- vinnslufyrirtækja á þessu. Þeirra viðskiptavinir krefjast þess í auknum mæli að hægt sé að sýna fram á að veiðar og vinnsla sé í sátt við um- hverfið þannig að þeir sjá sér hag í því að nota umbúðir frá umhverfisvottuðum framleið- anda.“ Prentsmiðjan Oddi fær umhverfismerkið Svaninn: Útgerðin sýnir mikinn áhuga - segir Jón Ómar Erlingsson framkvæmdastjóri Með svaninn í baksýn. Ekki þurfti að breyta miklu í framleiðslu Odda til að fá Svaninn, enda hefur umhverfissjónarmiða verið mjög gætt í starfsemi fyrirtækisins. Handtökin við umbúðaframleiðsluna eru mörg og að ýmsu þarfa að hyggja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.