Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 11
11 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N arkvóta.2) Tilgangurinn með þessu var að bæta hlut þeirra skipa sem hefðu orðið fyrir mestri skerðingu við úthlutun aflamarks frá fiskveiðiárinu 1991/1992. Við úthlutun þessa sérstaka jöfnunarkvóta skyldi tryggt að verst settu bátarnir fengju að öllu leyti bættar skerðingar umfram til- tekin mörk en þó þannig að hver bátur fengi ekki meira en 10 lestir af þorski miðað við slægðan fisk. Tíu lesta aflahámarkið átti að tryggja að minnstu bátarnir myndu njóta úthlutunarinnar mest hlutfallslega.3) Ekki er ástæða að rekja nánar hér hvernig þessum potti var skipt á milli einstakra skipa þar sem hér skiptir mestu máli að myndun þessa kvótapotts lækkaði það heildaraflamark sem kom til skipta á grundvelli aflahlut- deildar. Aflaheimildir Hagræðingar- sjóðs sjávarútvegsins Um leið og lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 voru samþykkt voru sett lög um Hagræðingarsjóð sjávarút- vegsins nr. 40/1990. Í 5. gr. laganna var gert ráð fyrir því að sjóðurinn hefði yfir að ráða aflaheimildum er næmu allt að 12.000 þorskígildis- tonnum á ári. Á fiskveiðiárinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 1991 skyldi sjóðurinn úthluta allt að 8.000 tonna þorskígild- istonna aflaheimildum sem ekki nýttust á árinu 1990 vegna svokallaðs kvótaálags, sbr. I. ákvæði til bráðabirgð a í lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins nr. 40/1990. Sjóðurinn fékk ekki umráð þessara 8.000 tonna aflaheim- ilda þar sem þeim var úthlut- að til loðnuskipa skv. 1. gr. laga um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum nr. 13/1991.4) Áðurnefnd lög um Hag- ræðingarsjóð sjávarútvegsins nr. 40/1990 voru endurskoð- uð í heild sinni og þeim breytt verulega með lögum nr. 4/1992. Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis þeirra laga skyldi aflaheimildum Hagræðingarsjóðs á fiskveiði- árinu 1991/1992 varið til hækkunar á aflamarki ein- stakra skipa í hlutfalli við aflahlutdeild hvers skips af þeim fisktegundum sem sjóð- urinn hefði til umráða. Þetta þýddi að ráðstöfun aflaheim- ilda Hagræðingarsjóðs hafði á fiskveiðiárinu 1991/1992 eng- in áhrif á skiptingu botnfisk- veiðiheimilda á milli einstakra skipa sem byggðu rétt sinn á aflahlutdeild. Með stoð í 9. gr. laga nr. 4/1992 voru lög um Hagræð- ingarsjóð sjávarútvegsins end- urútgefin sem lög nr. 65/1992. Sem fyrr átti Hagræðingar- sjóður samkvæmt lögum nr. 65/1992 að hafa 12.000 þorsk- ígildistonn til umráða á hverju fiskveiðiári en á hinn bóginn var reglum breytt um það með hvaða hætti sjóðurinn gæti ráðstafað þessum afla- heimildum. Þau ákvæði lag- anna komu að takmörkuðu leyti til framkvæmda á fisk- veiðiárunum 1992/1993 og 1993/1994. Sett voru sérstök lög sem fólu í sér að óráð- stöfuðum aflaheimildum sjóðsins skyldi úthlutað end- urgjaldlaust til tiltekinna fiski- skipa flotans til þess að jafna út það áfall sem fylgdi um- talsverðum niðurskurði í leyfðum heildarafla í þorski, Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Skoðanir sem kunna koma fram í greininni lýsa viðhorfum höf- undar en ekki stofnunarinnar. Helgi Áss Grétarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.