Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.2010, Blaðsíða 18
18 H A F R A N N S Ó K N I R Makríll við Ísland Eins og fram hefur komið er makríllinn suðrænn göngu- fiskur sem heldur norður á bóginn til fæðuöflunar eftir hrygningu og er stærð og víð- átta fæðugangnanna talin tengjast umhverfisaðstæðum. Makríll fannst fyrst undan suðurströnd Íslands árið 1895 og síðan hefur hans orðið vart við landið af og til. Á allra seinustu árum hafa göngurnar aukist verulega og umfangsmiklar veiðar hafist því samfara. Göngur makríls til Íslands virðast bundnar þremur megin tímabilum, þ.e. í upphafi 20. aldar, árunum frá því um 1930 til um 1950 og síðan undanförnum árum (5. mynd). Árið 1996 hófst hlýinda- tímabil á hafsvæðinu um- hverfis Ísland og hefur það staðið nær óslitið síðan. Það sama ár veiddist makríll á norðaustur og norðurmiðum og suður af Surtsey en þá hafði hann ekki fengist við Ísland svo vitað sé síðan sum- arið 1991. Árið 1997 veiddist makríll í Rósagarðinum og árið 1998 í Garðssjó og Skeið- arárdjúpi. Engar upplýsingar um makríl bárust Hafrann- sóknastofnuninni árið 1999 en árið 2000 fékkst hann á Eldeyjarbanka og árið 2001 við Arnarstapa. Ekki er vitað til þess að makríll hafði veiðst við landið árið 2002 en árið 2003 fékkst hann á Hvalbaks- grunni. Ekki eru upplýsingar um makríl í gögnum Hafrann- sóknastofnunarinnar frá árinu 2004 en árið 2005 berast stofnuninni óvenju margar til- kynningar um makríl víðsveg- ar af miðunum við landið. Það sama ár fór makríll að veiðast sem meðafli í sumar- síldveiðum í flotvörpu fyrir Austurlandi og veiddust þá um 300 tonn. Sumarið 2006 jókst þessi afli í um rúm 4 þús. tonn og síðan í 36 þús. tonn sumarið 2007 og fékkst hann aðallega á síldarmiðun- um austur af landinu (6. mynd). Sumarið 2008 var afl- inn rúm 112 þús. tonn og var hann tekinn bæði sem með- afli og með beinum veiðum. Á árinu 2009 var aflinn tæp 116 þús. tonn og var stór hluti þess afla tekinn með beinum veiðum. Upplýsingar úr veiðidagbókum veiðiskipa sýna að veiðisvæðið hefur stækkað með aukinni veiði. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunarinnar í ágúst 2009 sýndu að makríl var að finna víða í lögsögu Íslands allt í kringum landið að undan- skildum Norðvesturmiðum. Eins sýna rannsóknir stofnun- arinnar sem og niðurstöður samstarfsverkefnis stofnunar- innar og veiðiskipa að makríll fannst víða við Suður- og Austurland síðastliðið haust og virðist makríllinn nú dvelja lengur við landið en fyrir nokkrum árum. Þróunin í útbreiðslu, magni og veiðum á makríl við Ísland undanfarin ár sýnir hversu miklar náttúrulegar breytingar geta átt sér stað í útbreiðslu fiskistofna á tiltölulega stutt- um tíma. Þó að stofnstærð makríls hafi ekki aukist veru- lega undanfarin 10-15 ár hef- ur útbreiðslan samfara breytt- um umhverfisskilyrðum ger- breyst og fiskur sem fyrir að- eins rúmum áratug var talinn meðal flækinga við landið er nú meðal mikilvægra nytja- stofna. Ef umhverfisskilyrði verða svipuð og verið hefur og makrílstofninn verður áfram tiltölulega stór má bú- ast við að hann haldi áfram að ganga á Íslandsmið, a.m.k. yfir sumarmánuðina. Ef ástand sjávar breytist hins vegar til þess sem var fyrir 1996 eða að stofninn minnkar mikið kann svo að fara að makríllinn verði aftur aðeins flækingur á Íslandsmiðum. Mikilvægt er í þessu ljósi að Hafrannsóknastofnunin verði á næstu árum í aðstöðu til þess að stunda öflugar fiski- fræði- og umhverfisrannsókn- ir tengdar þeim merkilega fiski sem makríllinn svo sann- arlega er. Helstu heimildir Anon, 2009. Nytjastofnar sjávar 2008/2009, Aflahorfur fiskveiðiárið 2009/2010. Hafrannsóknir 146, 174 bls. Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson (2006). Íslenskir fiskar. Vaka-Helga- fell, Reykjavík, 334, bls. Jónbjörn Pálsson, 2006. Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmiðum 2005. Ægir 99, 24-26. Ólafur S. Ástþórsson, 2008. Veðurfar og lífríki sjávar á Íslandsmiðum. Hafrannsóknastofnunin Fjölrit 139, 29-34. Svein A. Iversen, 2004. Mackerel and horse mackerel. Í: H. Skjoldal (ritstj.), The Norwegian Sea Eco- system. Tapir Academic Press, Throndheim. Bls. 289-300. 6. mynd. Dreifing veiða íslenskra skipa á markríl 2006–2009 (tonn á fersjómílu). 5. mynd. Komur makríls á Íslandsmið eru bundnar við þrjú megin tímabil, þ.e. í upphafi 20. aldar, tímabilið 1930–1940 og síðan á undanförnum árum. Síðari tímabilin svara til hlý- indaskeiða í Norður-Atlantshafi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.