Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 31
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla III Það kemur þannig smám saman í ljós, að í veröld Shakespeares er lífið harmleikur í eðli sínu. En áður en horfið er að hinum miklu ráðgátum í Hamlet, er rétt að glöggva sig enn á þeirri veröld, og verða þess vís að hún er raunverulegur mannheimur. Sá heimur sem vér lifum í. Enn skal rakinn gangur Yélarinnar Miklu, frá skör hásætisins til stræta Lundúnaborgar; frá ráðsal konungs til dýflissu Turnkastala. Hinrik sjötti og hertoginn af Klarens hafa verið myrtir, Játvarður fjórði er látinn. í tveim fyrstu þáttum Ríkarðs þriðja þjappar Shakespeare saman ellefu löngum árum sögunnar, svo sem væru þau ein vika. Þarna er aðeins Ríkarður og þau þrep sem hann á enn óstigin á leið sinni upp í hásætið. Sérhvert þrep er lifandi maður. Að lokum eru aðeins eftir tveir synir hins látna konungs. Einnig þeir verða að deyja. Það er nokkuð af snilld Shake- speares, að þegar hann vinnur úr sögunni, hefur hann hreinsað hana af öllum lýsingum, allri frásögn, næstum því sjálfum söguþræðinum. Þetta er sagan leyst úr allri mærð. Söguleg nöfn, eða bókstafleg nákvæmni um söguleg atvik, er ekki það sem máli skiptir. Um gang mála er allt satt; mér er næst að segja: sannara en satt. I þessari löngu, endalausu viku Shakespeares kann að vera morg- unn, kvöld, eða nótt. Tími er ekki til. Hér er sagan ein að verki, næsmm áþreifanleg. Það er nótt; ein af þessum launkviku nótmm, þegar konungs- ríkið allt á örlög sín undir ráðstefnu sem haldin er í kastalanum, ef til vill undir einni rýtingsstungu. Ein þessara sögunótta, þegar loft er þyngra en að vanda og stundirnar lengri. Þegar beðið er fregna. Shakespeare semr ekki aðeins söguna á svið, hann setur sálarlífið á svið, bregður upp stórum myndum af því, þar sem vér sjáum í eigin barm. Ríkarður hefur þegar náð völdum sem konungsverndari. I kóngshöll- inni eru tvær hræddar konur: konungsmóðir og ekkjudrottning. Hjá þeim er tíu vetra sveinn að leik, sonur annarrar, sonarsonur hinnar. Erkibiskup- inn er kominn. Þau bíða öll, hafa aðeins eitt í huga: Hvað gerir Ríkarður? Einnig drengnum er kunnugt um sögu ættarinnar, sögu landsins, nöfn þeirra sem hafa verið myrtir. Eftir fáeina daga, fáeinar smndir, verður hann bróðir konungsins. Eða . . . Sveinninn læmr falla gálaus orð, sneiðir að hinum volduga föðurbróður sínum. Drottningin ávítar hann. ERKIBISKUPINN í JÓRVÍK: Góða frú, ekki’ að snupra blessað barnið. ELSABET DROTTNING: Smár ketill hefur einnig eyru. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.