Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar Þetta á ekki síst við um líf bama eins og vænta má, því Ólafur Jóhann er allra höfunda slyngastur að bregða upp lifandi myndum af unaði bernsk- unnar eins og margar smásögur hans bera vitni um. En fegurðin ljómar líka í lífi fátækra elskenda og fágæt heiðríkja haustsins leikur um gömlu hjónin á Rauðalæk, Markús og Sigurlaugu, þrátt fyrir kröpp kjör þeirra, brostna drauma og vaxandi fátækt og ellihrumleika. Þau eru líkamningar þess fagra siðgæðis sem var aðal íslenskrar alþýðumenningar, sem — eins og Ólafur Jóhann sagði í ræðu sinni er hann tók við bókmenntaverðlaun- um Norðurlandaráðs — „innrætti lotningu fyrir sjálfu sköpunarverkinu, glæddi ást á sögum og kvæðum, hvatti blásnauða menn sem áttu öngvan kost á skólamenntun, til að afla sér af sjálfsdáðum nokkurrar fræðslu og þekkingar. Hún kenndi það að manngildi skyldi metið meira en auður og völd, gæska og réttlætiskennd meira en tign og frægð.“ En þótt þessi góðu hjón séu samtaka í sínu fagra líferni er misskipt með þeim hug- dirfsku þeirri og þrautseigju sem til þarf að komast af í fátæktarbaslinu. I sameiningu þessa tvenns, annarsvegar manngæðanna en hins vegar þraut- seigjunnar, er fólgin von öreiganna sem frá segir á þessum bókum. Fyrir þessa von eru þær fóstrurnar Sigurlaug á Rauðalæk og Herdís Hermanns- dóttir lifandi tákn. Þetta birtist skýrt í hugsun Herdísar þegar hún í sögu- lok í Vorkaldri jörð gengur út úr bænum eftir að eiginmaður hennar hefur ráðið sig af dögum og eigur heimilisins verið seldar en hún er á leið með börn sín þrjú í vinnumennsku hjá vandalausum: Um leið og hún gekk út úr bænum hafði hún yfir í huga sér sömu orðin og oft áður: að hún skyldi jafnan vera ótrauð og geiglaus, leggja allt í sölurnar fyrir börnin, fórna öllu nema samvizku sinni og hjartalagi, þokast áfram til betra lífs, skref fyrir skref, þumlung fyrir þumlung, ef ekki vildi betur. (Vorköld jörð, 380) Á þessum orðum má sjá að Herdís Hermannsdóttir er reiðubúin að fórna miklu fyrir betra líf, en ekki öllu; samviska og hjartalag sem hún hefur tekið í arf frá gömlu hjónunum á Rauðalæk eru henni dýrmætari en allt annað. Og í þeim verkum Ólafs Jóhanns sem fjalla um síðari tíma leitar sífellt á þessi spurning: hvernig reiðir af í heimi velmegunar sam- visku og hjartalagi sem voru aðalsmerki íslenskrar alþýðumenningar í samfélagi örbirgðarinnar? Gangvirkið í brjósti Páls Jónssonar blaðamanns í samnefndri sögu er tákn fyrir þær dyggðir sem amma hans hefur innrætt honum, þær sömu 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.