Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 35
Endurreisn eSa auglýsingamennska að taka töluvert mið af þeim lögmálum sem móta samskipti þessa hóps. Það er að vísu ósennilegt að á milli listsköpunar og samfélagsþróunar séu bein orsakatengsl, eins og sumir marxískir fræðimenn virðast halda; þetta samband er örugglega býsna flókið og eflaust vantar mikið á að við skilj- um það nægilega vel. En það er engu að síður tilgangslaust að afneita því með öllu og trúlega eiga rannsóknir á því eftir að dýpka verulega skilning okkar á fyrirbærum menningarinnar. Natúralisminn, sú liststefna sem gerir nákvæma eftirlíkingu hlutveru- leikans að skilyrði fyrir raunsæi bókmennta og leikhúss, er til orðinn á ofanverðri nítjándu öld við félagslegar og hugmyndafræðilegar aðstæður sem nú heyra sögunni til. Þessi stefna hefur tæplega fætt af sér merkari listaverk en skáldsögur Zola og leikrit Ibsens og sumt það merkasta sem hefur gerst á sviði leikhúss og bókmennta á þessari öld hefur orðið til í andstöðu við fagurfræði natúralismans. Það er því vart of djarft að álykta að natúralisminn sé að verða úrelt tjáningarform, sem henti illa til þess að takast á við þau vandamál sem nútímafólk verður að glíma við. Og enda þótt natúralisminn sé enn ekki dauður úr öllum æðum, er ekki þar með sagt að ekki sé full ástæða fyrir listamenn að taka hann til endur- skoðunar. Það er auðvelt að sýna með dæmum úr lista- og bókmennta- sögunni að listform eru yfirleitt lífseigari en sá veruleiki sem þau hafa orðið til sem andsvar við. Oft tekur áratugi, jafnvel aldir, að brjóta niður hefðbundin listform og umskapa þau í samræmi við nýjar þarfir. En á meðan nýjar þarfir eru teknar að segja til sín án þess að hafa fætt af sér henmg tjáningarform tekur listsköpunin gjarnan á sig mynd ófrjórrar end- urtekningar og jafnvel ruglings. Og eins og sakir standa virðist mér íslensk leikritagerð fremur einkennast af slíkri stöðnun en þeirri grósku sem stöð- ugt er verið að tala um. I stað þess að þreifa sig áfram eftir nýjum að- ferðum ríghalda menn í hið natúralíska leikritsform og, það sem alvar- legast er, stundum er engu líkara en höfundarnir geri sér ekki fulla grein fyrir því hversu nauðsynlegt er að sambúð efnis og forms sé áfallalaus. Afleiðingin er sú að tilfinnanlegt misræmi verður á milli þessara megin- þátta listaverksins, sem dregur mjög úr áhrifamætti þess. Þetta er auðvelt að sýna fram á með dæmi úr íslenskum leikbókmenntum. Birgir Sigurðsson hefur skrifað þrjú leikrit, Pétur og Rúnu, Selurinn hefur mannsaugu og Skáld-Rósu. Eins og raunsæjum höfundi sæmir hyggst hann í senn deila á ástand íslensks nútímaþjóðfélags og benda á leiðir út úr neyslukapphlaupi og gróðasýki. Hann notar natúralískt leikritsform og 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.