Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar sem lesendur og áhorfendur hljótum við því að krefjast þess að þær myndir af fólki og atburðum, sem höfundur bregður upp, séu ekki í neinu hróp- legu ósamræmi við það sem við sjáum daglega. En Birgi Sigurðssyni nægir ekki að búa til trúverðuga eftirmynd samtíma síns. Aðalmarkmið hans er að setja á svið átök milli andstæðra lífsgilda, svipað og Laxness reyndi í Silfurtúnglinu. Annars vegar leiðir Birgir fram fulltrúa neyslumenningar- innar, sem allir eru hið versta fólk, kaldrifjuð hörkutól sem ekki hugsa um neitt annað en efnisleg gæði. Hins vegar eru svo fulltrúar mannlegra gildis- mats, hjartahrein góðmenni sem allt að því geisla af mannúð. í leikritum Birgis eru ýmsar skarplegar athuganir gerðar og þar er oft komist vel að ■orði, en í grundvallaratriðum er veruleikamynd þeirra fölsk og stundum verður hún æði einfeldningsleg. Astæðan er að mínu viti ekki sú að höf- undurinn boði mönnum vafasöm lífsviðhorf, heldur sú að hann ofbýður því formi sem hann notar. Til þess að árekstur hinna andstæðu verðmæta verði nægilega augljós neyðist hann til að gera skilin á milli þeirra miklu skarpari en þau eru í samtímanum. Hann getur ekki tekið tillit til þeirrar staðreyndar að í því umhverfi sem við þekkjum eru átök þessara lífsgilda miklu flóknari og að í rauninni setur aðeins annað þeirra, verðmætamat neyslu og gróða, verulegan svip á veruleikann. Formið knýr Birgi til að láta líta svo út sem það sem hann sýnir okkur sé lýsing á íslenskum veru- leika, en hann hikar þó ekki við að útmála andstæðurnar í sterkum litum, búa til himnaríki og helvíti, ef svo má að orði komast. I Pétri og Rúnu fer leikurinn fram í litlu paradísinni þeirra tveggja, þar sem þau una sér sæl við ástir og bóklestur í upphafi leikritsins og hokra glöð áfram eftir að því lýkur þrátt fyrir harða aðsókn illra anda neysluþjóðfélagsins. I Selurinn hefur mannsaugu er paradísin komin vestur á firði, þar sem fólkið er gott og lífið hamingjusamt á meðan leikurinn gerist í ystu myrkrum stórborgarlífsins. Sú mynd sem Birgir dregur upp af möguleikum fólks til að rísa gegn framleiðsluháttum kapítalismans er einnig mjög fegruð, eins og sést best í Pétri og Rúnu þar sem Pétur fær aðra verkamenn til að hætta í vinnunni klukkan fimm, í stað þess að halda áfram í yfirvinnu, og koma með sér út í sólskinið til þess að tína skeljar eða fara á Chaplin-myndir. Auðvitað veit hver áhorfandi að sem lýsing á veruleikanum nær þetta engri átt, en því miður er ekkert í leikritunum sem hjálpar okkur til að skilja þetta sem hugarfóstur höfundar. Formið sjálft vinnur þannig gegn markmiði höfundarins og kemur í veg fyrir að boðskapur hans nái nokkr- um tökum á manni. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.