Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 107
„Milliganga“ sérstætt af því að milliganga var svo algeng og átti svo mikinn þátt í að halda þjóðfélaginu í jafnvægi. Fyrir tilstilli hennar var átökum og ofbeldi beint inn á lögmætar brautir, í dóm eða gerðardóm, og hún átti þátt í að móta þjóðfélagsskipan sem gerði greinarmun á áhrifum einstaklinga án þess að nokkru hernaðar- eða stjórnkerfi væri til að dreifa. I sögunum er milligöngu lýst sem félagslegum samskiptum fremur en sem hetjudáðum einstakra manna, enda greinast Islendingasögur frá hetjukviðum megin- landsins í þeirri áherslu sem þar er lögð á hversdagslegan þátt milligöngunn- ar. Eins og W.P. Ker orðaði það fyrir margt löngu: „Sögurnar greinast frá öðrum „hetju“bókmenntum í því hve mikill gaumur er þar gefinn lágkúru- legri hliðum tilverunnar.“3 Milliganga og goðaveldið I goðaveldinu voru engar opinberar stofnanir til að vernda einstaklinginn, þess vegna gegndi milliganga svo mikilvægu hlutverki. Meðal engilsaxa héldu kirkja og konungsvald deilumálum í skefjum með dómum og tíund- um,4 en á Islandi voru höfðingjar þeir einu sem gegndu nokkurs konar opinberu hlutverki og komu þó í rauninni fram sem einkaaðilar, þótt þeir væru beðnir að ganga á milli í deilumálum. Það sem einkum greinir íslenskt samfélag frá öðrum löndum Evrópu á miðöldum var hlutverk milligöng- unnar sem kom í staðinn fyrir opinbert vald, framkvæmdavald af þeirri tegund sem var að mótast í heimahögum landnámsmanna á meginlandinu. Islendingar þurftu ekki að óttast innrás útlendra herja og gátu í næði komið á fót einstæðri stjórnskipan og lagað að þörfum sínum. Helsti vandi samfélagsins var innri ófriður og vettvangurinn til að leysa úr slíkum deilum var býsna margbrotið og skipulegt kerfi dóma sem hver hafði sinn sam- komutíma og sitt afmarkaða hlutverk. Dómstörfin voru þungamiðja athafna sem kalla mætti stjórnmálalegar og þar var vettvangur milligöngu. Dómstól- arnir lögðu meira kapp á að varðveita valdajafnvægi en skera úr um lögmæti og réttmæti ákveðinnar athafnar, og tóku því tillit til hvort aðili máls hefði afl til að sækja það og fylgja dómnum eftir. Milliganga lagði grunninn að samfélagsháttum þar sem deilumál urðu meðal tækja til stjórnmálalegrar og félagslegrar aðlögunar. Þegar réttur til að skera úr deilumálum var falinn milligöngumönnum, þ.e.a.s. höfðingjum sem voru þekktir að því að beita valdi sínu hófsamlega, varð það til að lægja ofsa ójafnaðarmanna. Með milligöngu voru einkamál gerð að málefnum samfélagsins undir nánu eftirliti þeirra sem bjuggu í námunda við vettvang deilnanna. Deilumál, sem uxu út úr höndum fyrstu milligöngu- manna, voru lögð í dóm á alþingi og urðu um leið mál sem öllum landsmönnum komu við. Milliganga gegndi tvíþættu hlutverki í þessu ferli: TMM VII 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.