Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 121
sem sósíalrealistinn Lukács unni öðrum fremur, eða jafnvel dottinn í þjóðlegan fróðleik? Sú ályktun er hæpin: hin sögulega vitund er ekki höfuðatriði þessarar sögu, hér er ekki öðru fremur verið að sýna hvernig ákveðnar persón- ur spretta upp úr ákveðnu sögulegu umhverfi. Nær væri að segja að Thor nálgist hér með epískum aðferðum stef sem oft hafa hljómað í hans fyrri verk- um: um möguleika skáldskaparins, vanda hins víðförla skálds, andstæður íslenskrar menningar og erlendrar heimsmenningar. Persóna Einars Benediktssonar er vel til þess fallin að varpa ljósi á þessi þemu. Hann hafði kynnst glaumi er- lendrar heimsmenningar rétt einsog ís- lensku fásinni, ætlað sér stóran hlut hér heima og erlendis. Og fáir menn hafa bæði í skáldskap sínum („Minn hugur spannar himingeiminn") og fram- kvæmdaáformum hugsað hærra en Ein- ar Benediktsson, þótt hin síðarnefndu hafi mörg hver fallið „í frjóvan jarðveg íslenskrar meinfýsi”, einsog Sigurður Nordal orðar það svo skemmtilega (í formálanum að Kvæðasafni Einars, 1964). Jafnframt þráði hann að sigrast á allri tvíhyggju, verða heill maður. Asmundur Grámosans er fram- kvæmdamaður, hans er að taka af skarið í erfiðu máli sem góðlegur prestur hefur hummað fram af sér lengi, og hann er skáld. Hvað eftir annað er gefið í skyn að hann sé að reyna að skrifa sögu þessa máls. Freistandi er að draga þá ályktun að upphafskaflinn, Að drepa mann- eskju, sé myndin sem Ásmundur gerir sér af Svartármorðinu, enda kemur hún ekki heim og saman við myndina sem skjölin gefa. Eins sér lesandinn ástir þeirra hálfsystkina með augum Ás- mundar, sbr. innskotssetningar sem Umsagnir um bækur þessa: „Þegar þessi orð höfðu borizt til hans, hélt maðurinn pennanum yfir svörtu blekinu í húsi þess, og vísaði oddinum upp; í bið.“ (bls. 98) Ást þeirra Sæmundar og Sólveigar, í trássi við guðs og manna lög, er ögrun bæði við valdsmanninn Ásmund og skáldið, gerir til beggja ítrustu kröfur. Samt hefur hann ekki átt von á slíkri ögrun þegar hann kom á þennan af- skekkta bæ frá hinum stóra heimi, lífs- reyndur svo nálgast þreytu. Er þá ís- lenski veruleikinn, í þessari grimmu og köldu náttúru, svona miklu stórbrotnari en hin erlenda heimsmenning? Það væri fljótfærnisleg ályktun. Lesandinn kynn- ist Ásmundi ekki í neinni heimsmenn- ingarhöll sem hann lætur sig þó dreyma um, heldur í laufskála. Þar sem pálmar standa í koparstömpum og menningin er að krækja saman örmum „og vaggast í blíðum sveiflum hins auðkeypta sam- lætis“ (bls. 15). Staður sem er í senn gervináttúra og gervimenning (og minn- ir mig einhvern veginn á Lorry á Frið- riksbergi), staður sem vekur upp spurn- ingu Einars skálds: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“ (Einræð- ur Starkaðar). Það er ekki nema von að á sæki minningar um land með óræð fjöll og bannhelg öræfi. Einar Bene- diktsson hefur lýst þeim trega sem gat sest að honum í erlendum menningar- setrum (sbr. kvæðið I Dísarhöll). En þessi andstæða hefur líka mótað hugsun fjölmargra íslenskra skálda og mennta- manna á öldinni: Halldór Laxness glímdi við hana með sínum hætti, Sig- urður Nordal spurði sig í æsku hvort væri betra erlenda marglyndið eða ís- lenska einlyndið, og sigld skáld af kyn- slóð Thors Vilhjálmssonar hafa örugg- lega ekki farið varhluta af henni. Ás- mundur sýslumaður er tveggja heima 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.