Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 53
Að skrifa gegri lesendum af áðurnefndu sambandi við heiminn. Þessari vitund er ekki lýst utan frá. Hún birtist í textanum, þ.e. í því hvernig sagan er sögð, en ekki í sjálfum söguþræðinum. A sama hátt og ég hef verið að bera saman tvær andstæðar tegundir bókmennta, ætla ég nú að stilla upp tveimur öndverðum tegundum vitund- ar, en það ætti að skýra enn betur þann mun á bókmenntum, sem ég hef verið að fjalla um. Það mætti kalla vitundina sem birtist í skáldsögum Balzacs gegnheila vitund. Það merkir að eitthvað er inni í þessari vitund og það sem er þar er sannleikur. Guð hefur sett sannleika í vitund sögumannsins. Þess vegna getur hann talað í nafni þessa sannleiks, af hvaða tagi sem hann er, fé- lagslegu, siðferðislegu, pólitísku, sálrænu, o.s.frv. Þessi hugmynd um heila vitund fulla af sannleika, sem nærist á heimin- um og umbreytir honum í anda sannleikans sem í henni býr, hefur verið kölluð forskilvitleg mannhyggja (humanisme transcendental). Auðsjáanlega byggir lestur á skáldsögum eftir höfunda á borð við Balzac á þessari tegund heimspeki, því hún gerir ráð fyrir að heimurinn hafi merkingu og að mað- urinn sé hæfur til að lifa samkvæmt þeirri merkingu, vegna þess að guð hefur komið fyrir í honum merkingarkjarna sem gerir manninum kleift að lifa siðferðislegu lífi. Þegar í upphafi nítjándu aldar fór þýski heimspekingurinn Hegel að tala um að eitthvað vantaði í mannlegri vitund. Hegel sagði að mannleg vitund einkennist ekki af því að eitthvað sé í henni, heldur þvert á móti af því að eitthvað vantar í hana. I Frakklandi kynnti Sartre þessa kenningu í formi líkingar, sem einnig er fengin hjá Hegel, og kölluð gullhringur Hegels: „Gullhringur er ekki gull- hringur af því að það er gull í honum, heldur vegna þess að það vantar gull í hann. Ef það vantaði ekki gull í hringinn, væri hann ekki hringur heldur klumpur." Hegel líkti mannlegri vitund við gullhring. Mannleg vitund er ekki til af því hún er full af einhverju, sagði Hegel. Hún er til af því að henni er einhvers vant. Sartre kynnti þessar kenningar fyrir frönskum lesendum á árunum eftir seinni heimsstyrjöld og setti þær fram í setningum svipuðum þessari: „Manneskjan er vera þar sem er neind." Það merkir að það er vegna þess að það er tóm í verunni sem veran er til. Væri þetta tóm ekki, þá væri ekkert innra rúm í vitundinni og þá væri mannveran ekki vera. Husserl reyndi að setja fram skilgreiningu á vitundinni, og Sartre - aftur hann - kom henni á framfæri, og þá í þessu formi: „Það er ekkert inni í vitundinni. Inni í mér er ekkert. Hvað er þá vitund mín? Hún er það sem ég varpa sífellt út frá mér.“ Þetta merkir að gagnstætt forskilvitlegu vitundinni, sem étur heim- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.