Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 99
í rithöfunda á borð við Allen Ginsberg, Norman O. Brown, Leslie Fiedler og Har- old Bloom. Henni er svo mjög í nöp við ffönsku stefnuna, sem hefur verið tíska í amerískri bókmenntafræði í um tvo áratugi, að hún segir að hún hafi spillt bestu mönn- um heillar kynslóðar. Að sögn hennar hefur ríkt kreppa í greininni og verði „alhr skyn- samir menn verða að gera sitt til að binda enda á hana“ (ix). Þá segir hún að háskólamenn skorti tengsl við þjóðlífið og heim fjölmiðla en það er einmitt heimur okkar, segir hún. Prófess- orar í mannvísindum vita yfirleitt lítið hvað er að gerast í þjóðfélaginu, að sögn Paglia. Hún sendir vinstrisinnuðum háskólamönn- um tóninn með þessum orðum: „Akadem- ískir marxistar eru menningarvitar sem telja sig hafna yfir smekk almennings, og þeir eru hégómlegustu menn Ameríku“ (s.st.). Paglia segist vera í essinu sínu innan um fjölmiðlamenn, óhkt flestum háskóla- mönnum öðrum. Ummæli Camille Paglia um svonefndar stefnumótanauðganir (e. date rape) hafa vakið upp mikinn úlfaþyt. Við rannsóknir hefur komið fram að algengt er að nauðgun sé með þeim hætti að stúlkan þekki karl- manninn sem nauðgar henni og jafnvel að hún hafi farið út með honum að skemmta sér. Paglia segir að fari stúlka í partí með hópi stráka og drekki of mikið áfengi og fari ein upp í herbergi með einum þeirra, þá setji hún sig í hættu — hún sé kjáni. Menn hafa sakað Paglia um að bregðast hér við á hefð- bundinn hátt því hún kenni fómarlambi nauðgunar um ófarir þess. Því vísar hún óhikað á bug og segir að þetta sé spuming um heilbrigða skynsemi; maðurinn sé nú einu sinni árásargjöm dýrategund og ungir karlmenn séu nú einu sinni mettaðir horm- ónum og því séu miklar líkur á nauðgun við svona aðstæður. í greininni sem hér fer á undan gerir hún lítið úr slagorðinu „Nei þýðir alltaf nei“, og má ekki skilja það svo að hún sé á einhvem hátt að réttíæta nauðg- un. Paglia er að sjálfsögðu á móti nauðgun. En hún telur að menn verði að gera sér grein fyrir því að þær em fylgifiskur kynferðis- ins. Konur verða að dómi hennar að gera sér grein fyrir að kynferðisleikurinn getur orðið ofbeldiskenndur; og að sú hætta muni alltaf verða fyrir hendi. Paglia h'tur svo á að maðurinn sé ekki eðlisólíkur dýmnum, enda aðhyllist hún freudisma. Hún telur að maðurinn sé grimmur undir niðri en þjóðfélagið reyni að milda grimmd hans; þar með hafnar hún hinu útbreidda sjónarmiði að maðurinn sé í eðli sínu góður en þjóðfélagið spilli honum og leiði einstaklinga á glapstigu. Að dómi Paglia býr grimmdin í manninum, ekki í þjóðfélaginu. Eitt viðkvæmt og eftirtektarvert atriði sem Paglia gerir að umtalsefni varðar rit- dóma: hún segir að varfæmislegir ritdómar þar sem hver klappar öðmm á bakið séu orðin viðtekin venja í Bandaríkjunum (xi). Sú regla hefur myndast á undanfömum tveim áratugum, segir hún, að telji ritdóm- arinn líklegt að dómurinn verði neikvæður, neiti hann að skrifa hann. Hér á landi hafa menn oft velt vöngum yfir því á undanfömum ámm hver tilgangur ritdóma sé, og skiptast í tvö hom eftir því hvort þeir telja að best sé að gleyma léleg- um bókum og eyða ekki að þeim orðum eða hvort skylt sé að láta almenning vita ef bók er gölluð, það sé aðhald bókmenntum og skylda gagnvart neytendum. íslenskir les- endur kannast án efa við að sumir höfundar ritdóma aðhyllast pollýönnustefnu: em allt- TMM 1993:1 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.