Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 9
Sigfus Bjartmarsson (ljósm. Sigurjón Ragnar). kringum 70 fóru túnin svo hroðalega að orfin voru dregin fram og farið var aftur að berja engin. Maður stóð í kýlum og keldum og sló bleikju og stör, sumt var svo blautt að vatnið var í mið læri og þurft i að draga upp á þurrkvöll með hestum. Ég hafði gaman af því nema hestunum, mér er enn illa við hross. Þetta var heimskt og þrjóskt og fælið, tróð á manni og víst með að slá og bíta þegar minnst varði. Og svo hlakkaði ég allan daginn til að fara að veiða. Ég var með krafta- og afkastadellu á þessum árum en þó umfram allt óseðjandi veiðidellu, fór út með veiðistöngina á nánast hverju kvöldi og alltaf að nauða um að farið yrði á sjó. Ég fékk því nú of sjaldan framgengt fyrir minn smekk en þó man ég eftir einni ferð sérstaklega. Þá lá landföst ísspöng við sandinn og við vorum lengi að baksa bátnum í krókum á milli jakanna og í sjó fram. Ég hélt ég ætlaði að ærast. Það synti þorskur undir hverri einustu sprungu. Svo veiddum við ágætlega en ég man hvað ég bölvaði þeim í huganum þegar við hættum og rérum heim í mjaltirnar í staðinn fyrir að fylla almennilega.“ Að loknu námi ferðaðist Sigfús um Rómönsku Ameríku, eyjar í Karíba- hafi, Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austurlönd milli þess sem hann vann sér fyrir farareyri með járnabindingum og gulrótnarækt. Svipmyndir þessara ferðalaga má sjá í tveim fyrstu ljóðabókum hans, út um lénsportið (1979) og Hlýjuskugganna (1985), en til frambúðar efldu ferðirnarekki hvað síst áhuga hans á menningu Rómönsku Ameríku. Kynni hans af skáldum álfunnar hafa skipt sköpum fyrir vöxt hans sem ljóðskálds en einnig hefur hann lagt sitt af TMM 1996:4 7 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.