Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 10
mörkum til að kynna bókmenntir álfunnar hérlendis með þýðingum sínum á sögurn Jorge Luis Borges (Blekspegillirm (1990)) og ljóðum Octavio Paz (Allra átta (1993)), sem hann þýddi ásamt Jóni Thoroddsen. Rómanskar bókmenntir og suður-amerísk skáldskaparfræði var einnig rúmfrekur þáttur í tilurð þriðju ljóðabókar Sigfúsar, Án fjaðra, sem kom út árið 1989. Hún stendur stök í landslagi íslenskra bókmennta og eltki ofmælt að með henni hafi orðið vatnaskil í íslenskri ljóðlist því þessi íjölkunnuga bók á sér fáar ef nokkrar hliðstæður hérlendis. Hlýja skugganna hafði vakið athygli fyrir heimspekilega ljóðrænu og glímu við framandi menningarheima, en mörg- um þótti sem engar áttir væri að finna í furðulegum orðheimi Án fjaðra. Með árunum hefur hún þó laðað að sér æ fleiri lesendur. Þær þrjár bækur sem Sigfús hefur sent frá sér síðan: smásagnasafnið Mýrarenglarnir falla (1990), ljóðabálkurinn Zombíljóðin (1993) og nú síðast ljóða- og textasafnið Speglabúð í bœnum (1995) hafa svo enn rennt stoðum undir sérstæði hans sem höfundar. Það er ekki hvað síst sérstakt tugutak hans sem vekur athygli. Mögnuð blanda þess gamla og nýja sem virkjar skynræna og hrynbundna þætti tungumálsins fremur en þá röklegu og skýru. Þótt þreifingar í þessa átt megi greina þegar í fyrstu bók Sigfúsar er hún engu að síður óralangt frá þeim sérstæða slætti sem hamrar í seinni verkum hans. Stökkin á milli fyrstu bókanna þriggja eru stór og það er ekki hvað síst þessi sérstæða þróun frá „opnu“ ljóði áttunda áratugarins til ferðarinnar inn í ofurveruleika samtímans í Zombí sem vekur upp spurn. Hvernig má vera að ljóðskáldið, sem eitt sinn orti um sunnudagsrúntinn til Hveragerðis, setti saman ljóðabálk sem einna helst líkist bardagaatriðunum í Independence Dayi Hvað breytti ljósum stíl í myndahríð? „einfalt og klárt byrjendaverk" „út utn lénsportið gefur reyndar eldd rétta mynd af því sem ég var að hugsa þegar hún kom út,“ segir Sigfús. „Ég var orðinn miklu hallari undir innsæi en skýringar um þetta leyti en réð ekki yfir þeim aðferðum og meðulum sem dygðu til að neitt sem ég skrifaði þess eðlis þá næði máli. Tíðarandinn var líka þannig að allt átti að fá slagkraft frá hinni beinu veruleikaskírskotun og ég flaut með tímanum. En ekki lengi því um þetta leyti hætti ég til dæmis við að fara í bókmenntafræði vegna þess að mér geðjaðist ekki að þeirri rökvísi sem þar var beitt á bókmenntatexta. Sérstaklega þótti mér lítill matur í greiningartækjum fræðigreinarinnar. Hún hefur samt ekki verið mér gagns- laus því bæði þá og síðan hafa hugmyndir þaðan verið að límast á heilann í mér, gerjast þar og verða að gagni þó ég rnuni ekki til að það haft skipt 8 TMM 1996:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.