Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 94
ÞÓRÐUR INGl GUÐJÓNSSON Texti þessi varpar engu nýju ljósi á rithöfundarferil Þórbergs og mun því seint teljast hvalreki á fjörur bókmenntarannsókna. En það sem ffá Þórbergi kemur er ávallt athyglinnar virði þó ekki væri fyrir annað en hinn rómaða „þórbergska“ stíl; því eins og Þorleifur Hauksson hefur nýlega sagt „býr jafnvel minnsta textabrot frá hendi Þórbergs yfir einhverjum fáséðum fersk- leika“ (TMM 2/94, bls. 30). En hérumrætt textabrot gefur ekki síður tilefni til að minnast merkrar farar Þórbergs til Sovétríkjanna á viðsjárverðum tímum. Þegar Þórbergur er fyrir „austan“ hefur Stalín verið einvaldur í nær áratug. Þegar Þórbergur lýkur för sinni líða einungis tvö ár uns Moskvuréttarhöldin hefjast en þau stóðu yfir í á annað ár. Þemað á mynd póstkortsins er ákall eða hvatning til námumanna og/eða samyrkjubænda. Texti myndarinnar þýðir eitthvað á þá leið að samyrkju- bændur hafí hlýtt því kalli að gerast námumenn. En einmitt á þessum tíma var rekinn mikill áróður fyrir því að bændafólk tæki þátt í iðnvæðingu landsins. Árið 1928 hafði Stalín hrint í framkvæmd fyrstu fimmáraáætlun í iðnaði, endurskipulagt landbúnað og komið á samyrkjubúskap með hörku. Myndin á kortinu sýnir karla sem klæddir eru á úkraínska bændavísu niðri í námu. Fremst til hægri situr sjálfur Stalín og skeggræðir við verkamennina. Póstkortið er ffamleitt í Úkraínu en þar voru einmitt ein mikilvægustu iðnaðarsvæði Sovétríkjanna vegna verðmætra jarðefna, m.a. voru (og eru) þar miklar kolanámur. Besta heimildin um austurför Þórbergs er að sjálfsögðu kver það sem hann ritaði um hana, Rauða hættan, sem kom út hjá Sovétvinafélagi íslands árið 1935.1 inngangsorðum ritsins sver Þórbergur af sér allan kommúnisma en viðurkennir áhuga sinn á ýmsu því sem sé að gerast í Sovétlýðveldunum. Kveðst hann hafa lengi langað til að komast á þessar slóðir „og sjá með eigin augum þó að ekki væri nema blæinn yfir ríki sósíalismans“. (bls. 3-4) Á sama stað gagnrýnir Þórbergur þær ranghugmyndir sem íslendingar geri sér um Sovétríkin og segir að í Sovétlýðveldunum sé „allur hugsunarháttur fólksins svo sveitalega óbrotinn og alþýðlegur, að maður er hvergi í jafnlítilli hættu fyrir lygum og fölsunum sem einmitt þar“ (5). Einn kafli Rauðu hættunnar fjallar um rithöfundaþingið sem Þórbergur minnist á í póstkortinu. Þar kemur fram að rithöfundasamband Ráðstjórn- arríkjanna hafi haldið þingið. Sambandið bauð Þórbergi að vera á ráðstefn- unni og bað hann að skrifa grein („eina af þessum löngu“) um íslenskar bókmenntir í Pravda „því að Rússar vita yfirleitt ekkert annað um ísland en að þar séu heitir hverir og eldfjall, sem heiti Hekla.“ Síðan segir Þórbergur: „Ég ritaði töluvert ýtarlegt yfirlit yfir bókmentir okkar ffá elztu tímum ff am á okkar daga. Fyrir þessa grein borgaði sambandið mér 200 rúblur“ (151). 92 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.