Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 95
KVEÐJA FRÁ MOSKVU STALÍNS Þórbergur hrósar þinginu —„þessari einstæðu samkundu“— í hástert; þar hafi ríkt „vakandi áhugi“ og „markvís eining“. Þarna var „saman komið fólk, sem var sér þess fullkomlega meðvitandi, að það stefhdi að ákveðnu takmarki, starfaði fyrir ákveðna hugsjón, hafði gengið á hönd ákveðinni köllun. Það ljómaði af trú á sigur hinnar nýju menningar, sem nú er í gerð í Sovétlýðveldunum og ég trúi að vissulega muni gagnsýra heiminn“ (152). Og áfram segir Þórbergur um þingið: „Og almenningurinn úti um borg- ina og landið tók lifandi þátt í öllu, sem þarna var sagt og gert, í stað þess, að í auðvaldslöndunum ganga allir vel metnir borgarar fram hjá svona óarð- bærum samkundum eins og hundur, sem sæi heilagan anda í myrkri. Þeir myndu renna á lyktina, ef það væri hrogn og lýsi.“ Þingið „sóttu ekki að eins rithöfundar, heldur einnig fjöldi músíkanta, málara, myndhöggvara, vél- fræðinga og verkamanna. Og þar sást enginn minsti ytri munur á æðri og lægri. Þetta var stéttalaus samkunda“ (152-3). Minningin um hið hugræna andrúmsloft á þinginu í Moskvu gefur Þórbergi gullið tækifæri í Rauðu hœttunni til að bera saman stöðu rithöfunda í Sovétlýðveldunum og í „hinum kapítalistiska heimi.“ í hinum sósíalísku ríkjum eru skáld og rithöfundar „álitnir eins mikilvægir gerendur í uppbygg- ingu og þróun þjóðfélagsins eins og bankastjórar og stórútgerðarmenn á meðal vor“. (154) í Sovétríkjunum er vel gert við rithöfunda og þeir „meðal hæst launuðu starfsmanna ríkisins. Sums staðar hefir stjórnin eða réttara sagt verkalýðurinn látið byggja yfir þá stórhýsi“ (154-5). Þetta kemur vel heim og saman við texta póstkortsins þar sem Þórbergur lýsir dekri Rúss- anna við sig. Þórbergur kemst á mikið flug í hinu rauða kveri og eys á stundum úr skálum reiði sinnar: Auðvaldsheimurinn er svo djúpt sokkinn niður í forað andlegrar úrkynj- unar, að hann botnar ekki minstu vitund í því lengur, að bækur haíi neitt uppeldisgildi, að þær séu yfirleitt saman settar í nokkmm öðrum tilgangi en að vera svefhlyf krímóttrar samvizku eftir hið seyrða bis og bjástur dagsins. Og allur þorri bóklæsra manna til sjávar og sveita hefir alveg gefist upp á að líta í aðrar bókmentir en ffatreyfara og tízkublöð. Hærra gnæfa hinir gullnu tumar sálarinnar ekki. Og andlega þanþolið er orðið svo stökt í sér, að fólk er brostið sundur í nervösan lífsleiða, ef það þarf að binda hugann stundinni lengur við sama efnið.“ (153—4) Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Þórbergur Þórðarson ritaði um austurreisu sína, og hugsjónir sósíalismans hafi varla náð að „gagnsýra heiminn“, eiga mörg orð skáldsins í rauða kverinu enn við. „Rauðar hættur“ leynast víðar en í litrófi stjórnmálanna. (Þeim hjónum Lenu ogÁrna Bergmann þakka ég veitta aðstoð viðþýðingarstörf) TMM 1997:2 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.