Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 119
RITDÚMAR og vísar þar með til efasemda ýmissa manna á tímum Jónasar um tilvist Guðs sem Jónas andmælir og segir: „að á sæl- um sanni er enginn vafi“. Sigfus veltir því líka fyrir sér hvort Jónas hafi „ ... grátið eitthvert sinn /yfir óyrkjandi kvæði.“ Kvæði Jónasar „Grátittlingurinn“ kemur hér upp í hugann (sbr. „sjálfur sat eg í lautu/sárglaður og með tárum“) og reyndar vísar Sigfus einnig í það í ljóðinu „Og nú er með vissu talið“. Þar er talað um að nú sé kominn tími til: „að lakanísera hann Jónas./Hann Jónas./ Sárglaðan." í skýringum útgefanda er lakanísera útsleýrt: „taka sálgreiningar- tökum, fjalla um í anda fr. sálkönnuðar- ins Jacques Lacan . . .“. Greinilegt er að Sigfúsi finnst lítið til þessara sálgreining- artaka koma, finnst það líldega enn eitt dæmið um hnignun bólunenntaffæð- innar á síðustu tímum. Það koma fleiri Fjölnismenn við sögu en Jónas í Og hugleiða steina. Eitt af merkari ljóðum bókarinnar nefnist „Suður yfir Mundíafjöll11, en einkunnar- orðin eru sótt í bréf Konráðs Gíslasonar til Brynjólfs Péturssonar frá Leipzig, 14. júní 1844. Konráð lætur þá ósk í ljós að komast suðuryfir Alpafjöll „og færast allt af fjær og fjær“. Sigfús þekkir vel til þess- arar löngunar, yrkir um hana prósaljóð í Fáum einum Ijóðum „Að komast burt“ en nú bregður svo við að ljóðmælandinn andmælir Konráði, ræðir við hann í trúnaði og reynir að hughreysta hann og gefa honum góð ráð (það ber að hafa í huga að Konráð er aðeins 36 ára er hann ritar bréfið): Einhver tvíveðrungur þá samt, góði Konráð, í óskum og þrám? Einhverjar áhyggjur og efasemi, dýrmæti Sir? Priklaus í Kreischa raunar og aldrei nema nokkurnegin einlægur. En hví að vera að fást um þvílíka smámuni? I þessu ljóði er annars gamansamur tónn, að einhverju leyti ættaður úr bréf- um Konráðs til Jónasar og Brynjólfs, sem létu ýmislegt kátlegt flakka sín á milli (skemmtileg er t.d. fýndnin um að Kon- ráð sé kominn á þann aldur að enginn lcvenmaður liggi undir honum kaup- laust). Sama marld brennd eru prósa- ljóðin tvö „Nótt eina í maí“ og „Aðfara- nótt annars janúar“ sem bæði gerast í draumi. í því fyrra er ljóðmælandi staddur í munnlegu prófi hjá Jóni Helga- syni og lágu þeir í borðstofu að hætti Rómverja. í því síðara er ljóðmælandi að Gljúffasteini í heimsókn hjá Halldóri Laxness og lýst er ýmsum undrum og stórmerkjum sem eiga sér mismikla stoð í veruleikanum eins og gengur um drauma. En alvarlegan ádeilutón er einnig að finna í mörgum ljóðum bókar- innar - mjög neikvæð afstaða kemur ffam gagnvart dagblöðum í ljóðinu „I blöðunum olckar“, á þeim sér Sigfús greinileg hnignunarmerki og í þeim finnst varla annað en vitleysa og óþverri. Yfirleitt er ádeilan sett fram á hófstilltan og listrænan hátt í Og hugleiða steina. Sem dæmi um slíkt ljóð má nefna hið lcynngimagnaða kvæði „Myndsálir". Ljóðmælandi, sem er ópersónulegur, valcnar snemma morguns við það að:„Murrandi hálflcvildndi eitthvurt/er á hafbeit innan í honum./Hann veit elcki sitt rjúkandi ráð.“ Hann heyrir raddir og þrusk og sér myndir, hinar svokölluðu „myndsálir" sem líða honum fyrir hug- arsjónir af filmu allífsins. Þær eru ýmist geðþeldcar, t.d. „alprúðar elckjur" en off- ar þó miður geðþelckar t.d. „framliðnir merakóngar" eða „landsfeður í lcreppu“. í þessu mælska áleitna ljóði dregur Sigfús upp ffemur drungalega mynd af mann- lífi samtímans og slíkt er reyndar engin nýlunda í ljóðum hans. Samt er neikvæði tónninn engan veginn meira áberandi í þessari síðustu bók hans en í mörgum þeim fýrri. Minna má á ljóðið „Drott- inn“ í þessu sambandi þar sem Sigfús þakkar fýrir „litlu greiðana" sem hann TMM 1998:1 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.