Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 86
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR verkum sínum. Síðast en ekki síst er hann ákveðinn í að helga líf sitt ritstörfum og þótt ritteppa þjaki hið unga skáld þegar við missum sjónar af honum í lok Grikklandsársins er vegurinn framundan beinn og breiður, það veit hinn aldni sögumaður og það veit lesandinn líka. Drengurinn sem Halldór segir frá í minningabókunum fær skýr persónu- einkenni strax í frumbernsku og heldur þeim. Hann er barn en þó þroskaður eftir aldri. Hann er einrænn og öðruvísi en aðrir, þó er hann vinnusamur þegar kemur að því sem hann hefur áhuga á og aðrir dást að honum. Hann gengur ekki menntaveginn en er þó stórgáfaður, framsýnn og víðlesinn á ýmsum sviðum. Hann er saklaus en sjálfsöruggur. Hann er óforsjáll í pen- ingamálum en bjargar sér þó alltaf af eigin rammleik. Hann hefur ást á landi sínu, þjóð og menningu en er, og á einkum eftir að verða, víðförull og sérlega næmur fýrir erlendum menningarstraumum. Hann er nútímalegur borgar- búi en hefur þó þekkingu og dálæti á fortíð og menningararfi. Þessir eign- leikar í fari aðalpersónunnar eru allir jákvæðir að mati sögumanns og þegar fjallað er um samskipti við annað fólk er það oftar en ekki til að sýna þessa þætti hjá honum sjálfum eða andstæðu þeirra hjá öðrum. Þau persónueinkenni sem sögumaður leggur sig í framkróka við að sýna í mótun hjá aðalpersónu sinni má rekja eftir nokkrum meginstefjum sem ganga í gegnum allar bækurnar. Eitt þeirra, og raunar það fyrirferðarmesta, er sköpun og lestur skáldskapar. í I túninu heima lýsir Halldór fýrstu skrefum sínum á rithöfundarbrautinni og hvernig hann vill alltaf frekar skrifa eða lesa en vinna aðra vinnu. Og þessi undarlega hegðun vekur athygli: „Strák- urinn í Laxnesi situr 10 klukkutíma á dag og párar út stílabækur. Honum verður ekki haldið frá þessu. Hann er ekki einsog fólk er flest. Það hlýtur að vera mikil mæða fýrir hjónin. Sveitin komst við.“ (fth 203). Skáldskapargáfuna hefur Halldór frá ömmu sinni og samkvæmt hennar fræðum er skáldskapurinn beinlínis leið til að halda lífinu. í myndabók sem hún les fýrir dóttursoninn er mynd af manni sem ætlar að skera geit en hættir við, að sögn ömmunnar vegna þess hversu vel hún var máli farin: „Því sannleikurinn var sá að þó maðurinn væri fastlega í því ráðinn að skera geitina á hverjum degi, og stundum off á dag, þá sagði geitin einlægt við hann eitthvað skrýtið ellegar fór með vísu svo hann hætti við.“ (íth 45). Sérkennilegrar togstreitu gætir í afstöðu Halldórs til bóka í í túninu heima. í aðra röndina hrósar hann sér af því að hafa lesið mikið sem barn, jafnvel bækur fyrir fullorðna eins og 1001 nótt. Hann vandist við samræmda stafsetningu forna af því að lesa íslendingasögurnar „og Maður og kona var mér barnabók í orðsins fýlsta skilníngi.“ (íth 193). Faðir Halldórs átti gott bókasafn sem geymdi meðal annars skáldskap Matthíasar Jochumssonar og Jónasar Hallgrímssonar, íslendingasögur, fornaldarsögur og tímarit eins og 84 TMM 1998:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.