Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 161

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 161
RITDÚMAR þoldi ekki að dóttir hans tæki frá honum athygli og ástúð Guðrúnar. Kjartan af- hjúpar sig á annan hátt. Hann leggur ekki í konuna sína, ættingjana, samfélagið á Akureyri. Hann skríður í var hjá fjöl- skyldunni, heldur áfram að hitta Guð- rúnu, sem skilur við Þórð og eignast dótturina Lísu með Kjartani. Lætur allt yfir sig ganga, afsakanir hans og réttlæt- ingar. Enn ekki farin að vera neitt, nema fórnarlamb þess sjálfsmats sem gerir konur nógu litlar til að sætta sig við að draga andann í gegnum karlmann. Og það er Kjartan sem á endanum gefst upp á togstreitunni og öllu saman og fer al- farinn til konunnar sinnar á Akureyri. En Guðrún á Lísu, ávöxt mikillar ástar og stórra fórna. Hún er einstæð móðir með tvö börn og sundurkramið hjarta þegar hún af tilviljun hittir hinn danska Kjeld. Hann er fjórði maðurinn, fjórða tegundin af ást milli manns og konu. Hann kann og þorir að elska, er opinn, umhyggjusamur, nærgætinn, glaðlynd- ur, skilningsríkur, hlýr, skemmtilegur, óaðfmnanlegur elskhugi... Hvernig getur einn mölbrotinn konugarmur þolað þetta? Hún getur það ekki. Það er búið að slípa svo vel í henni tortryggnistaugina. Eitthvað hlýtur að búa að baki. Og svo er grafið, ályktað, efast, pukrast, kveikt á illum grun, kynt undir kötlunum, gleymt stund og stað. Bara grafið á bak við Kjeld. Spennan magnast og óljós grunur verður að stórljótri ályktun. Vissan er aukaatriði. Og niðurstaðan er harmleikur. En ekki hefðbundinn harmleikur. Höggið fellur þar sem Guðrún má síst við því. Á Lísu. Og það verður eins og allar ástir Guðrúnar hafi ekki verið annað en aðdragandi að Lísu. Á einu andartaki verður sársaukinn svo magnaður að ann- ar sársauki verður lítið annað en óbragð. * * * Sagan gerist á þremur stöðum; íslandi, á Laxfossi á leið yfir hafið og í Danmörku. Á íslandi í þátíðinni, á Laxfossi með dætrunum, Steinu og Lísu, í nútíð, í Dan- mörku í nútíð, síðan í þátíð. Nútíðin tilheyrir Lísu. Hún er varanleg nútíð. Ekkert getur breytt henni; hvorki landa- fræðin, veðrið né tíminn. „Frosinn draumur er svanur sem frýs,“ skrifar Guðrún á einum stað þar sem hún geng- ur um sitt hljóðeinangraða líf og skoðar ástir. Tærasta ástin hefur verið tekin frá henni, er orðin að frosnum draumi. Allt sem hún hélt af stað með út í lífið hefur breytt um lit og lögun. Guðrún er orðin önnur en hún var þegar hún vildi ekki verða neitt. Persóna Guðrúnar er mjög vel skrif- uð. Hún er nánast of mennsk til að passa í bók. Hún hefur augljósar takmarkanir, dregur ályktanir án þess að spyrja, heyk- ist á að ræða hlutina, er hrædd við að eyðileggja annars ágætan heim með spurningum, vantar öryggi, missir á köflum sjálfsvirðinguna, er örg út í eig- inmanninn fyrir framhjáhald, réttlætir sitt, prófar að elska konu, heldur við kvæntan mann, eignast barn með hon- um. Ekki falleg mynd. En lífið gerist bara. Og Guðrún verður, eins og aðrir, að takast á við það með þeim verkfærum sem hún hefur. Séu þau broguð og klikk- uð, verður bara að hafa það. Verkfærið sem fleytir henni hins vegar áffam, er kjarkurinn - sem á stundum virkar eins og fífldirfska. Hún hefur kjark til að rísa upp úr vonbrigðum, höfnun, svikum. Hún hefur kjark til að ganga í berhögg við gildismat þess samfélags sem hefur grafið um sig í viðhorfum hennar. Hún hefur kjark til að rífa sig upp úr vonlausri stöðu. Hún hefur kjark til að gera breyt- ingar á lífi sínu. Og hún hefur kjark til að horfast í augu við að hún er gerandi í lífi sínu, jafnvel þegar aðgerðirnar felast í að gera ekki neitt. f lokin er hún ekki lengur bernsk, öryggis- og varnarlaus. Alveg nóg, er saga um konu sem hefur kjark til að takast á við áföllin sem mæta henni í TMM 1998:2 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.