Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 60

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 60
 miðjum gröfum og öðrum minjum vegna þess að menn leituðu haugfjárins eða gripa. Sú aðferð lifði býsna lengi á Íslandi, eða lungann úr síðustu öld, þó hún hafi verið yfirgefin um miðja síðustu öld í nágrannalöndum okkar. Grunurinn um að grafirnar fælu í sér meiri möguleika en aðeins þá að vera grundvöllur tegundagreininga á gripum, aldursgreininga og upplýsingabanki um menningarlegan uppruna leiddi af sér að menn fóru að grafa upp allar minjarnar og jafnvel næsta nágrenni þeirra. Menn leituðu mannvirkja eða byggingarþátta sem gátu gefið upplýsingar um sjálfa útförina svo sem athafnir fyrir og eftir greftrunina. Nýir tímar Samfélög þau, sem tekin eru til rannsóknar innan fornleifafræðinnar, eru af ýmsum toga bæði tæknilega séð og menningarlega. Sama má segja um samfélög þau sem mannfélagsfræðin rannsakar. Ef fornleifarannsókn beinist að ákveðnu samfélagi á einhverju tilteknu tæknilegu plani og með ákveðnu hagkerfi, t.d. veiðimanna- eða bændasamfélag, þá er eðlilegt að rann- sókn mannfélagsfræðinnar á svipuðu plani komi að miklum notum. En margar eru hætturnar sem erfitt er að varast og jafnvel ómögulegt. Goody sýnir til dæmis fram á að ákveðinn hópur fólks svo sem morð- ingjar, einstaklingar sem fallið hafa fyrir eigin hendi, meintar nornir, þroskaheftir og samkynhneigðir fái öðruvísi greftrun en aðrir samfélags- þegnar (1962, bls. 142). Fyrir þessu eru mýmörg dæmi. Peter Jankavs tekur undir þetta og bætir því við að tegundir grafa eða greftrunarsiða sem í dag eru ósýnilegar gætu hafa verið til. Dæmi um slíka siði gæti verið að eftir líkbálið hafi öskunni verið kastað upp í vindinn eða í vatn, að líkið hafi verið skilið eftir á víðavangi fyrir rándýr. Stéttaskipting, ættartengsl eða aðrir sambærilegir þættir gátu valdið því að manneskjur voru grafnar í mismunandi kumlateigum en það leiðir af sér að einstakir kumlateigar verða ekki dæmigerðir fyrir samfélagið (Jankavs 1987, bls. 23). Þessi dæmi eru gjarnan notuð á frjálslegan máta af fornleifafræðingum þegar í ljós kemur að kumlateigar þeirra sem þeir eru að rannsaka sýna ekki dæmigert úrval þegnanna sem þar ættu að hvíla. Þrátt fyrir urmul þátta sem skýrt geta þennan skort á úrvali eru þeir yfirleitt ekki ræddir. Fleiri dæmi má nefna, svo sem ófullnægjandi eða óná- kvæma beinagreiningu, ófullrannsakaða kumlateiga eða mismunandi varðveislu- skilyrði. Peter J. Ucko heldur því fram að meirihluti þekktra og þjóðfræðilega rannsakaðra lágtæknisamfélaga ein- kennist ekki af einsleitum greftrunar- siðum, þvert á móti séu þeir margbreyti- legir (1969, bls. 270). Fornleifafræð- ingar hafa þá tilhneigingu að vanmeta þennan þátt. Það getur einmitt verið erfitt að meta þetta nákvæmlega. Ekki verður það auðveldara þegar meta skal margbreytilegan margbreytileikann eða mismikinn margbreytileika (s. variation på variation – varierande variation). Hér er að vissu leyti vísað til samtíða- vandamálsins, þ.e. hvort um samtíða fyrirbæri er að ræða eða ekki (s. diakront – synkront). Það er með eindæmum erfitt að skera úr um hvort grafir á kumlateig séu samtíða eða ekki og þá hvort greftrunartíðnin hefur verið há. Aldursgreiningaraðferðir okkar __________ 60 Kuml og samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.