Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 74

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 74
útfararsiði á síðustu öldum. Í grein Ágústs Ó. Georgssonar sem birtist í Bautasteini árið 2006 er fjallað stuttlega um viðfangsefni nánast allra þessara heimilda. Í ofantöldum ritum er samt sjaldan fjallað um börn sérstaklega heldur er þar að finna almennar upplýsingar um útfarir, greftrunarsiði og dauðann. Lagaumhverfið Áður en lengra er haldið er gagnlegt að skoða hugarheim kaþólska miðalda- samfélagsins, sérstaklega varðandi dauða og greftrun. Alla umfjöllun um málefni tengd lífi einstaklinga á miðöldum er hægt tengja við kristna heimsmynd þessa tíma. Það eru sérstaklega þrjár grunnhugmyndir sem vert er að skoða nánar í samhengi greinarinnar. Í fyrsta lagi var kjarninn í kristnu minni sá, að hinir látnu héldu áfram tilveru sinni eftir að hafa yfirgefið líkamann. Gjarnan var talið að þeir færu á einhverskonar millistig og biðu upprisu Krists þar og hreinsunar- eldurinn styrkti tengslin milli hinna lifandi og látnu. Annað atriðið var grundvallað á hugmyndunum um hreinsunareldinn. Talið var að bænir hinna lifandi gætu minnkað þjáningar hinna látnu og gert dvölina fram að dómsdegi bærilegri. Þriðja hugmyndin á rætur sínar að rekja til síðasta dómsdags og því að efnislegt framhald væri nauðsyn fyrir upprisu líkamans. Allir þessir þættir höfðu mikil áhrif á efnislegan undirbúning lífsins og grafarinnar (Gilchrist og Sloane 2005, bls. 6). Í Kristinna laga þætti Grágásar er fjallað um skírn, útfarir og skyldur almennings í þeim efnum. Þar kemur fram að grafa eigi lík í þeirri grafarkirkju sem næst er. Fram undir lok 12. aldar var þó að líkindum ekki regluleg sóknarskipting né hægt að binda gröft við ákveðnar kirkjur að mati Hjalta Hugasonar (2000, bls. 341-342). Hann telur jafnframt að vegna þeirrar óreiðu sem ríkti þá í þessum málum hafi að öllum líkindum verið grafið við allar kirkjur hvort sem þær voru bænhús, hálfkirkjur eða sóknarkirkjur. Kirkjueigendur eða prestar áttu að ráða hvar innan kirkjugarðs gröf væri tekin og máttu eigendurnir einungis ráðstafa plássinu næst kirkjunni. Greiða átti fast verð fyrir leg í garði sama hvar það var staðsett, þrátt fyrir að ákveðnar hugmyndir virðast hafa verið uppi um hvar væri æskilegast að vera grafinn.6 Best var að liggja fast upp við kirkjuna en mesta helgin hvíldi yfir legstæði innan kirkjunnar (Grágás 1992, bls. 5- 7, Hjalti Hugason, 2000, bls. 340-343). Þeir sem frömdu sjálfsmorð án iðrunar fyrir dauðann, voru útlagar eða í banni biskups og fengu ekki leg í kirkjugarði. Þá varð að grafa utan örskotshelgi frá túngarði (Grágás 1992, bls. 9-10). Án skírnar áttu einstaklingar heldur ekki leg í kirkjugarði né vísan stað á himnum. Í Kristinna laga þætti er þó öllum börnum tryggður aðgangur að skírn, sama hvort þau voru heilbrigð eða með alvarlega fæðingargalla, en íslensk lög greina sig að þessu leyti frá öðrum norrænum kristnilögum frá fyrri hluta 12. aldar. Í þeim voru ákvæði um __________ 74 Þegar á unga aldri lifi ég enn 6Ákvæðið hér sýnir að skil hafa mögulega verið í lífshlaupi barna við tanntöku: „Tólf álnum skal kaupa leg undir mann nema að barn sé tannlaust, og skal þá kaupa sex álnum“ (Grágás 1992, bls. 7). útburð vanskapaðra barna en í íslensku lögunum kemur fram að innan fimm daga átti að vera búið að skíra barn af presti og helst í kirkju, burtséð frá heilbrigði (Hjalti Hugason 2000, bls. 335-336). Skírnin markaði inngöngu barna inn í kristilegt samfélag og var mikilvægt sakramenti kirkjunnar. Með skírn var fólk hreinsað af erfðasyndinni og hlið himna opnað. Nýfædd börn voru ofurseld erfðasyndinni og því varð að skíra þau sem fyrst svo að þau steyptust ekki í eilífa glötun. Skírnin varð líklega strax við upphaf kristni á Íslandi mikilvæg athöfn m.a. vegna þess að hún var nýlunda, sambærileg athöfn átti sér ekki neina beina hliðstæðu í norrænum átrúnaði (Hjalti Hugason 2000, bls. 335 -336). Börn þurftu ekki að vera komin í heiminn til að hljóta skírn, ef einhver útlimur þess kominn í ljós var vatni ausið yfir hann og taldist barnið þá skírt (Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 269-270). Almennt voru börn fermd við 6-12 ára aldur á kaþólskum tíma og töldust þá fullgildir þegnar í kristnu samfélagi. Talið er að reynt hafi verið að ferma börn eftir hentugleika, venjulega þegar biskup var í visitasíuferð í héraði, m.a. vegna þess að ferðir biskupa voru strjálar. Ef svo var má gera ráð fyrir að börn hafi verið á ýmsum aldri þegar fermingin fór fram. Börn urðu þó að vera fermd áður en þau gengu fyrst til altaris tólf ára gömul en tíu ára gömul máttu þau þó ganga til altaris undir sérstökum kringumstæðum (Sigurður Líndal 1974, bls. 281; Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 273-274). Með Kristnirétti Árna Þorlákssonar (2005, bls. 156) varð smávægileg breyting á útfararreglunum. Þar kom inn tilskipun um að þau börn sem dóu óskírð skyldi grafa utan garðs en ekki fjarri vígðum stöðum. Íslenskir greftrunarsiðir Á miðöldum tengdust margvíslegar trúarhugmyndir og venjur dauðanum en ekki hefur mikið af heimildum varðveist um notkun þeirra (Hjalti Hugason 2000, bls. 335-336). Vitað er að kaþólsk greftrun tók langan tíma. Jarðaförin fór venjulega fram á öðrum eða þriðja degi eftir andlát og hófst með sálumessu. Að lokum var líkið síðan borið út í kirkjugarð og annað hvort sveipað blæju eða sett í kistu (Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 274-278; Loftur Guttormsson 2000, bls. 251). Margt í útfararsiðum þessa tímabils sýnir einnig hvernig reynt var að losa sálina frá jarðvist. Áhrifin koma m.a. fram í því hvenær líkið skyldi jarðsett miðað við andlát, hvenær skyldi færa það til kirkjugarðs og í greftruninni sjálfri (Loftur Guttormsson 2000, bls. 262). Almennt er talið að umbúnaður grafa hafi farið eftir efnahag og virðingu hins látna og hans nánustu, enda þótt það hafi ekki verið rannsakað til hlítar (Loftur Guttormsson 2000, bls. 264). Kjellström et al. (2005, bls. 95) telja að kristnir greftrunarsiðir hafi verið frekar einsleitir en þó hafi ákveðnir þættir verið mismunandi eftir __________ 75 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.