Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 20

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Bank­arnir hafa ek­k­i rið­ið­ feit­um hest­i frá í­búð­alánamark­að­num. 10. nóvember Ekki rið­ið­ feit­um hest­i Dagblaðið 24 stundir var með athyglisvert viðtal við Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, um bank- ana og íbúðalánamarkaðinn. Hann sagði óhætt að fullyrða að bankarnir hefðu ekki riðið feitum hesti frá viðskiptum með íbúðalán og afar ólíklegt væri að þeir hefðu hagnast mikið á lánunum þegar þeir komu fyrst inn á þennan markað. Núna hafa bankarnir hækkað vexti vegna hækkunar stýrivaxta Seðlabankans. „Koma bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn og við- brögð Íbúðalánasjóðs við henni hefur án efa haft veruleg áhrif til hækkunar á húsnæðismark- aðnum. Þannig að hluti af þeim verðbólguvanda sem Seðlabank- inn hefur verið að berjast við hefur stafað af hækkun húsnæð- isverðs sem má að einhverju leyti rekja til aukins aðgengis að lánsfé viðskiptabankanna,“ sagði Gylfi við 24 stundir. Og Gylfi bætti við: „Það eru ýmsir fleiri þættir sem hafa valdið hækkun á húsnæðis- verði, svo sem almennur upp- gangur í hagkerfinu, kaupmátt- araukning og mikið streymi fólks til landsins.“ 10. nóvember Gull og græn­ir... Morgunblaðið sagði frá því að Norvik Group ætlaði að stór- auka timburframleiðslu sína í Rússlandi á næstu árum. Það er raunar dótturfélag Norvikur, Norwood, sem mun auka framleiðslu sína í Syk- tyvkar í Komi-lýðveldinu, austur undir Úralfjöllum í Rússlandi þannig að ársafköst verksmiðj- unnar aukast úr 15 þúsund rúmmetrum af timbri í 400 þús- und rúmmetra. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri og eigandi Norvikur, sagði við Morgunblaðið að markmið hans væri að Norvik yrði eitt af leiðandi fyrir- tækjum í Evrópu í timbri. Jón Helgi Guð­mundsson: Norvik­ verð­i leið­­ andi í­ t­imbri í­ Evrópu. D A G B Ó K I N TExTi: Jón G. Hauksson • MyNDiR: Geir ólafsson o.fl. 12. nóvember Ekki meiri verð­bólga í 17 ár Verðbólgan í nóvember hefur ekki mælst meiri í 17 ár. Kaupþing sagði frá því að tólf mánaðarverðbólga - vísitala neysluverðs - hefði mælst 5,2% samanborið við 4,5% í október. Enn og aftur er það húsnæð- isliðurinn - verðhækkanir á hús- næði - sem kyndir mest undir verðbólguna. Kaupþing telur auknar líkur á Seðlabankinn hækki stýrivexti á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sínum, 20. desember nk. Þá telur Kaupþing að kólnun sé framundan á íbúðamarkaði, m.a. í ljósi erfiðara aðgengis að lánsfé og hækkandi vaxtakjara á íbúðalánum. Gert er ráð fyrir að verð- bólgan nái hámarki í mars á næsta ári. 13. nóvember Elín­ forst­jóri í st­að­ Gylfa Tilkynnt var að Elín Þórðar- dóttir hefði verið ráðin forstjóri Opinna kerfa Group hf. í stað Gylfa Árnasonar sem starfað hefur hjá félaginu til margra ára. Elín mun jafnframt taka við af Gylfa sem stjórnarfor- maður í dótturfélögum Opinna kerfa Group; Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi AS í Danmörku. Elín hefur undanfarið verið í umbreytingum hjá Dagsbrún og Eimskip auk ýmissa ráðgjafa- verkefna fyrir m.a. CCP. Áður starfaði hún m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún situr í stjórn ýmissa fyrirtækja, t.d. Landic Property og Nikita. Elín er rekstrarhagfræðingur að mennt frá háskólanum í Álaborg. 15. nóvember Eð­alfiskur kaup­ir Reykás Þetta er ein af þeim fréttum sem allir hnjóta um - svo þekkt er nafnið Reykás á Íslandi. Enda komu bloggarar strax fram með aulabrandara um það hvort Ragnar hefði verið keyptur. Reykás er hins vegar matvælafyrirtæki við Granda- garð í Reykjavík sem hefur fengist við reykingu og vinnslu á laxi líkt og Eðalfiskur í Borg- arnesi. Með kaupunum er Eðal- fiskur að styrkja sig í sessi á innlendum markaði þar sem Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.