Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Bank­arnir hafa ek­k­i rið­ið­ feit­um hest­i frá í­búð­alánamark­að­num. 10. nóvember Ekki rið­ið­ feit­um hest­i Dagblaðið 24 stundir var með athyglisvert viðtal við Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, um bank- ana og íbúðalánamarkaðinn. Hann sagði óhætt að fullyrða að bankarnir hefðu ekki riðið feitum hesti frá viðskiptum með íbúðalán og afar ólíklegt væri að þeir hefðu hagnast mikið á lánunum þegar þeir komu fyrst inn á þennan markað. Núna hafa bankarnir hækkað vexti vegna hækkunar stýrivaxta Seðlabankans. „Koma bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn og við- brögð Íbúðalánasjóðs við henni hefur án efa haft veruleg áhrif til hækkunar á húsnæðismark- aðnum. Þannig að hluti af þeim verðbólguvanda sem Seðlabank- inn hefur verið að berjast við hefur stafað af hækkun húsnæð- isverðs sem má að einhverju leyti rekja til aukins aðgengis að lánsfé viðskiptabankanna,“ sagði Gylfi við 24 stundir. Og Gylfi bætti við: „Það eru ýmsir fleiri þættir sem hafa valdið hækkun á húsnæðis- verði, svo sem almennur upp- gangur í hagkerfinu, kaupmátt- araukning og mikið streymi fólks til landsins.“ 10. nóvember Gull og græn­ir... Morgunblaðið sagði frá því að Norvik Group ætlaði að stór- auka timburframleiðslu sína í Rússlandi á næstu árum. Það er raunar dótturfélag Norvikur, Norwood, sem mun auka framleiðslu sína í Syk- tyvkar í Komi-lýðveldinu, austur undir Úralfjöllum í Rússlandi þannig að ársafköst verksmiðj- unnar aukast úr 15 þúsund rúmmetrum af timbri í 400 þús- und rúmmetra. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri og eigandi Norvikur, sagði við Morgunblaðið að markmið hans væri að Norvik yrði eitt af leiðandi fyrir- tækjum í Evrópu í timbri. Jón Helgi Guð­mundsson: Norvik­ verð­i leið­­ andi í­ t­imbri í­ Evrópu. D A G B Ó K I N TExTi: Jón G. Hauksson • MyNDiR: Geir ólafsson o.fl. 12. nóvember Ekki meiri verð­bólga í 17 ár Verðbólgan í nóvember hefur ekki mælst meiri í 17 ár. Kaupþing sagði frá því að tólf mánaðarverðbólga - vísitala neysluverðs - hefði mælst 5,2% samanborið við 4,5% í október. Enn og aftur er það húsnæð- isliðurinn - verðhækkanir á hús- næði - sem kyndir mest undir verðbólguna. Kaupþing telur auknar líkur á Seðlabankinn hækki stýrivexti á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sínum, 20. desember nk. Þá telur Kaupþing að kólnun sé framundan á íbúðamarkaði, m.a. í ljósi erfiðara aðgengis að lánsfé og hækkandi vaxtakjara á íbúðalánum. Gert er ráð fyrir að verð- bólgan nái hámarki í mars á næsta ári. 13. nóvember Elín­ forst­jóri í st­að­ Gylfa Tilkynnt var að Elín Þórðar- dóttir hefði verið ráðin forstjóri Opinna kerfa Group hf. í stað Gylfa Árnasonar sem starfað hefur hjá félaginu til margra ára. Elín mun jafnframt taka við af Gylfa sem stjórnarfor- maður í dótturfélögum Opinna kerfa Group; Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi AS í Danmörku. Elín hefur undanfarið verið í umbreytingum hjá Dagsbrún og Eimskip auk ýmissa ráðgjafa- verkefna fyrir m.a. CCP. Áður starfaði hún m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún situr í stjórn ýmissa fyrirtækja, t.d. Landic Property og Nikita. Elín er rekstrarhagfræðingur að mennt frá háskólanum í Álaborg. 15. nóvember Eð­alfiskur kaup­ir Reykás Þetta er ein af þeim fréttum sem allir hnjóta um - svo þekkt er nafnið Reykás á Íslandi. Enda komu bloggarar strax fram með aulabrandara um það hvort Ragnar hefði verið keyptur. Reykás er hins vegar matvælafyrirtæki við Granda- garð í Reykjavík sem hefur fengist við reykingu og vinnslu á laxi líkt og Eðalfiskur í Borg- arnesi. Með kaupunum er Eðal- fiskur að styrkja sig í sessi á innlendum markaði þar sem Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.