Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 11
11 bókasafnið 35. árg. 2011 Í dag nota flestir Íslendingar netið á einn eða annan hátt og er það orðið órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks. Sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2009 nota 94% íbúa höfuðborgarsvæðisins Internetið. Talan er örlítið lægri fyrir landsbyggðina eða 91%. Internetnotkun eykst með hærra menntunarstigi en munurinn er þó ekki mikill þar sem 86% þeirra sem búnir eru með skyldunám nota Internetið að jafn- aði, um 94% þeirra sem eru búnir með stúdentspróf eða iðn- nám og um 98% háskólamenntaðra (Hagstofa Íslands, e.d., bls. 17). Þróun starfsheitisins Á sama tíma og netið var að ná vinsældum var fólk farið að starfa við upplýsingaarkitektúr þó að orðið sjálft væri senni- lega ekki í starfslýsingu þeirra. Helstu frumkvöðlarnir á starfs- sviðinu eru Peter Morville og Louis Rosenfeld (2006). Þeir eru bókasafns- og upplýsingafræðingar að mennt og hafa unnið við skipulagningu vefsíðna frá 1994, vilja þeir meina að nám þeirra hafi nýst mjög vel í því starfi. Árið 1998 gáfu þeir út bók- ina Information Architeture for the World Wide Web sem fjallar um upplýsingaarkitektúr á vefsetrum og hvernig gera megi efni sem aðgengilegast fyrir notendur (Morville og Rosenfeld, 1998). Upplýsingaarkitektúr varð að sérhæfðri starfsgrein um aldamótin síðustu (Cumming, 2009). Opinber fæðing stétt- arinnar varð á fyrstu ráðstefnu upplýsingaarkitekta í Boston, sem haldin var árið 2000 af American Society for Information Science and Technology (ASIS&T) (Kalbach, 2003). Þar hittust sérfræðingar á sviði upplýsingaarkitektúrs í fyrsta skipti á ráð- stefnu sem tileinkuð var fag- og starfsheitinu. Margir af aðal- gúrúunum voru á fyrstu ráðstefnunni, svo sem Andrew Dillon, Louis Rosenfeld og Peter Morville (American Society for In- formation Science and Technology, 2000). Travis (2000) sagði í grein sinni í Bulletin að ASIS&T samtökin hafi leitt saman á ráðstefnunni sérfræðinga á sviði upplýsinga- arkitektúrs og boðið þeim samastað þar sem upplýsingaarki- tektar gátu myndað tengsl og fengið tækifæri til að deila þekk- ingu. Andrew Dillon (2001) tekur enn sterkar til orða og talar um fundinn sem „sögulegan atburð“ (bls. 27) þó að hann efist um nauðsyn hugtaksins eða jafnvel vöntun á skilgreiningu á upplýsingaarkitektúr. Hann talar um að skilgreiningin sé óljós, sé í raun og veru bara enn eitt heitið á því sem bókasafnsfræð- ingar gera. Engu að síður hefur hugtakið upplýsingaarkitektúr veitt þeim auðkenni sem vilja tilheyra ákveðnum hópi á nýjum vettvangi sem Internetið er. Andrew Dillon sagði líka árið 2001 að starfsheitið upp- lýsingaarkitekt heillaði marga, enda var blómatímabil upp- lýsingaarkitekta á þessum tíma og þótti fínt að vera upp- Mynd 1 – Leiðakerfi fyrir lestakerfi í Tókýó sem Wurman hannaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.