Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 35
35 bókasafnið 35. árg. 2011 þörf þeirra fyrir upplýsingar á sviði óhefðbundinna heilsu- meðferða mætti rekja til fróðleiksþorsta þeirra og löngunar til þess að menntast og öðlast aukinn persónulegan þroska. Í kjölfar þess að viðmælendur hófu að starfa sem græð- arar breyttust upplýsingaþarfir þeirra í þá veru að þeir sóttust fyrst og fremst eftir hagnýtum upplýsingum sem gerðu þeim kleift að mæta þörfum og óskum skjólstæðinga. Í tilvikum viðmælenda sem störfuðu einir fléttaðist upplýs- ingaþörf við þörf til þess að hafa samskipti við jafningja sem deildu sömu aðstæðum og þeir. Þátttaka viðmælenda í nám- skeiðum og í öðrum mannamótum á vegum græðara hafði þar af leiðandi þann tilgang að afla nýrra upplýsinga samhliða því að njóta samskipta við starfsystkini. Loks ber að nefna að í tilvikum þriggja viðmælenda fólst ein ástæða upplýsingaþarfar í ríkri þörf fyrir að miðla öðrum af þekkingu sinni um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Hin sterka þörf fyrir að veita upplýsingar leiddi þannig af sér löngun til þess að afla upplýsinga. Upplýsingaleit og upplýsingabrunnar Eins og áður segir hófst upplýsingaleit flestra þátttakenda í kjölfar þess að þeim varð ljóst að hefðbundin meðferðarúr- ræði dugðu ekki til þess að vinna bug á sjúkleika sem þeir sjálfir eða ættingjar þeirra glímdu við. Í fyrstu vissu viðkom- andi hvorki hvar né hvort úrræði væru fyrir hendi og gátu þar af leiðandi ekki leitað upplýsinga með virkum hætti. En þá greip tilviljun inn í gang mála. Sem dæmi um það bárust við- mælendum upplýsingar um óhefðbundnar heilsumeðferðir til eyrna í samtölum við vini og ættingja. Einnig voru dæmi um að þeir rákust á viðtöl við græðara og á aðra umfjöllun um starfsemi þeirra í fjölmiðlum. Í framhaldi af því leituðu konurnar meðferða hjá græðara. Góður og óvæntur árangur af heilsumeðferðunum vöktu hrifningu þeirra og áhuga á að kynna sér óhefðbundnar heilsumeðferðir nánar. Viðmælendur áttu allir sammerkt að hin sterka jákvæða reynsla og áhugi sem kynni af óhefðbundnum heilsumeð- ferðum vöktu með þeim urðu vendipunktar í upplýsingaöflun þeirra um þessi efni. Í framhaldinu markaðist leit þátttakenda ekki eingöngu af tilviljunum heldur varð hún mun markviss- ari. Viðmælendur nýttu sér margvíslegar leiðir til þess að nálgast markmið sín. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi þess að afla sér greinargóðra upplýsinga á hefðbundnum jafnt sem óhefðbundnum heilsumeðferðum í bókum, á námskeiðum og með hjálp netsins. Vinsælustu og aðgengilegustu upp- lýsingauppsprettur þátttakenda voru netið og samskipti við fólk sem hafði þekkingu og reynslu á sviði óhefðbundinna heilsumeðferða. Vinsældir þess að afla upplýsinga í samtölum fólust í því að samtöl voru aðgengilegur upplýsingabrunnur og höfðu í för með sér samskipti við aðra á sömu bylgjulengd. Það veitti stuðning og hvatningu. Netið naut vinsælda sökum þess hversu auðvelt og fljót- legt var að nálgast yfirgripsmiklar upplýsingar. Það mátti greina þrenns konar aðferðir sem viðmælendur notuðu til þess að nálgast upplýsingar á netinu. Í fyrsta lagi heimsóttu þeir ákveðna vefi sem þeir þekktu fyrir. Í öðru lagi reikuðu við- mælendur um netið á tilviljanakenndan hátt. Þá nýttu þeir sér bæði Google-leitarvélina og vefsíður, sem þeir þekktu fyrir, sem upphafsreit leitarinnar. Í þriðja lagi nýttu tveir þeirra sam- skiptamöguleika netsins til þess að skiptast á upplýsingum við aðra notendur. Viðmælendum var einnig tíðrætt um gildi þess að sækja fyrirlestra og námskeið. Ennfremur höfðu allir þátttakendur viðað að sér bókum í tengslum við græðarastarfið. Að þeirra sögn kom námsefni og uppflettirit sem fjölluðu um mataræði, bætiefni, líkamsstarfssemi og fleira því tengt, að mestum notum í starfi. Aftur á móti minntist einungis einn viðmælandi á að hann sæktist eftir að kynna sér umfjöllun tímarita á sviði óhefðbundinna heilsumeðferða. Loks er vert að geta þess að þrír viðmælenda höfðu nýtt sér þjónustu bókasafna við upp- lýsingaleit í tengslum við græðaranám eða -starf. En takmark- að úrval upplýsinga sem bauðst á þessu sviði og fyrirhöfn við að sækja þjónustu almenningsbókasafna dró úr áhuga þeirra á að nýta safnkost bókasafnanna. Þess má geta að það hvarfl- aði ekki að neinum viðmælenda að upplýsingar um óhefð- bundnar heilsumeðferðir væri að finna á háskólabókasöfnum. Þrír viðmælenda sögðu að skráðar upplýsingar nægðu þeim ekki einar og sér þar sem þær kæmu ekki í stað persónu- legrar reynslu. Þar af leiðandi töldu þeir mikilvægt að kynna sér verkun heilsumeðferða og náttúrulyfja af eigin raun þar sem það gerði þá betur í stakk búna til þess að ráðleggja fólki um notkun þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.