Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Qupperneq 25
Hver er maðurinn? „Jóhannes Haukur Jóhannesson, ungur leikari úr Hafnarfirði.“ Hvað drífur þig áfram? „Löngun og vilji til þess að gera vel og ögra sjálfum mér.“ Draumastaður til að búa? „Ísland árið 2007.“ Kanntu einhver tungumál? „Já. Ég kann íslensku nokkuð vel. Svo kann ég ensku, dönsku og færeysku.“ Hvert fórstu síðast í frí? „Ég fór til Suður-Ameríku í fyrra. Þar fór ég til Bólivíu og Perú og heimsótti meðal annars týndu borgina.“ Hefur Hellisbúinn þróast mikið frá fyrri uppfærslu? „Já, hann hefur þróast og þroskast.“ Sérðu sjálfan þig í Hellisbúan- um? „Ég sé bæði sjálfan mig og alla sem ég þekki. Ég held að það sé gott. Svona í lok dagsins allavega þó að það virðist slæmt í fyrstu.“ Hvað hefur þessi uppfærsla verið lengi í bígerð? „Hvatinn að henni kom fyrir fimm árum en hún hefur verið í raunverulegri bígerð í sjö mánuði. Er þetta eitthvað draumahlut- verk? „Ég á mér svo sem ekki neitt eitt draumahlutverk en þetta er ein af draumaðstöðunum í leikhúsinu, það að vera einn á sviðinu. Ekki bara svo ég fái alla athyglina heldur bara til að ögra sjálfum sér og halda uppi tveggja tíma verki.“ Hvort finnurðu þig sjálfan betur í gamanleik eða drama? „Ég finn mig vel í hvoru tveggja. Ef ég þyrfti að velja væri það eins og að láta foreldra þurfa velja milli tveggja barna sinna til að gefa annað þeirra frá sér.“ Var ekkert pláss fyrir Góa í sýningunni? „Við reyndum að hafa þetta tveggja manna stykki en hann hafði ekki áhuga [hlær].“ Hvað stóð upp úr í sumar? „Grásleppuveiðarnar stóðu upp úr. Ég hef farið á grásleppu undanfarin tvö sumur.“ Sunna RóS SVanSDóttiR 36 árA GráSLEPPukErLinG „Ég er utan af landi og það stóð upp úr að koma í bæinn í tvær vikur.“ SiGRún Mjöll jóHannESDóttiR 17 árA StArfSmAður Í BAkArÍi „Það var veðrið. Ég var ánægður með veðrið.“ EinaR EMil PálSSon 28 árA BEnSÍnAfGrEiðSLumAður „Það var ekkert sérstakt, bara vinnan.“ BiRGiR Hjaltalín 63 árA VAktmAður á LAndSPÍtALAnum Dómstóll götunnar jóHannES HauKuR jóHann- ESSon leikari frumsýnir um helgina einleikinn Hellisbúann sem var síðast settur á svið hér fyrir níum árum við frábærar undirtektir. Sé alla Sem ég þekki í HelliSbúanum „Ég fór austur í sveitir hér á Suðurlandi og átti mjög gott sumarfrí þar. Ég var mjög heppinn með veður.“ MaGnúS jónaSSon 52 árA ByGGinGAfræðinGur maður Dagsins Senn fer í hönd mikill tími hreinsun- ar í íslenskum stjórnmálum og við- skiptum, nokkurskonar siðbót hin seinni sem lengi hefur verið þörf á. Vonandi verður íslenskt stjórnmála og efnahagslíf heilbrigðara fyrir vik- ið. En slíkt er því miður ekki alltaf reyndin. Á 10. áratugnum kom upp runa spillingarmála á Ítalíu. Vissulega hafði mörgum lengi grunað að ekki væri allt með feldu í ítölsku stjórn- málalífi. Eigi að síður var það áfall fyrir fólk að sjá hversu langt spill- ingin náði. Það kom í ljós að 100 milljónir dollara höfðu horfið í vasa leiðtoga ríkisstjórnarflokkana og tveir fyrrum forsætisráðherrar voru sakfelldir. Annar fyrrum for- sætisráðherra var ákærður fyrir að hafa tengsl við mafíuna. Forkólfar viðskiptalífsins, svo sem yfirmenn Fiat og jafnvel tískukóngarnir sættu ákærum. Margir hlutir sem löngum höfðu verið tekið sem sjálfgefnir þóttu ekki lengur í lagi. Sikileyjarbúar höfðu löngum tekið mafíunni sem gefnum hlut, en morð á tveimur dómurum árið 1992 áttu stóran þátt í að snúa almenningsálitinu gegn henni. Stjórnmálaflokkarnir riðluð- ust einnig. Kristilegir demókratar, sem allt síðan í Seinni heimsstyrj- öld höfðu verið ráðandi afl, misstu tangarhald sitt á ítölskum stjórn- málum. Skítugur bransi Í fyrsta sinn frá stríðslokum kom- ust vinstrimenn til valda. Reynt var að endurbæta velferðarkerfið jafn- framt sem reynt var eftir bestu getu að uppræta spillinguna. Svo virt- ist sem allt horfði til betri vegar. En þá gerðist eitthvað undarlegt. Fjöl- miðlakóngurinn Berlusconi, sem átti svo til allar „frjálsar“ sjónvarps- stöðvar landsins og hafði lengi leg- ið undir grun um spillingu, kosinn forseti. Síðan hefur hann tvisvar aft- ur, með hléum, orðið forsætisráð- herra. Svo virðist sem Ítalir hafi ein- faldlega gefist upp á stjórnmálum. Í svo spilltu samfélagi skipti ekki máli þótt að þeir spilltustu færu með völd. Ítalskir málshættir eins og „stjórn- mál eru aðeins góð fyrir stjórnmála- menn,“ „lög eru sett og leið í kring- um þau er fundinn“ eða jafnvel „La politica é una cosa sporca“ (stjórn- mál eru skítugur bransi), lýsa þessu hugarfari best. Suður-Ítalía er eitt fá- tækasta og jafnframt spilltasta hér- að Vestur-Evrópu, en allar tilraunir til umbóta hafa runnið út í sandinn og svo virðist sem menn hafi gefist upp á að reyna. Ítölsk verktakafyrirtæki hafa löngum verið þekkt fyrir að eiga auðvelt með að fá samninga í sumum þriðjaheimsríkjum. Með- an Norður-Evrópsk fyrirtæki eiga stundum erfitt með að aðlagast um- hverfi þar sem allt gengur út á hver þekkir hvern og að greiði kemur í greiða stað, ganga Ítalir inn eins og þeir séu heima hjá sér. Það er held- ur ekki að undra að það var ítalskt fyrirtæki, Impregilo, sem að fékk samningin um Kárahnjúkavirkjun. Suður-ítalía og ísland Það kemur heldur ekki á óvart að á Evrópuopnu ágústblaðs tímaritsins Economist skuli vera tvær greinar um Ítalíu og ein um Ísland. Í annarri greininni um Ítalíu er sagt frá því að nýlega hafi komið í ljós að tveir þriðju þeirra fjármuna sem ætlaðir voru til uppbyggingar Suður-Ítalíu hafi horfið í Róm til þess að fela fjár- lagahallann, en Ítalía er nú, á eftir Íslandi og Japan, skuldugasta land OECD. Á meðan heldur fólk áfram að flytja frá Suður-Ítalíu, sérstak- lega þeir sem eru ungir og mennt- aðir. Hin grein blaðsins fjallar um það hvort lögreglan og mafían séu í raun óvinir. Talað er við Alessandro Laterza, sem er yfirmaður samtaka atvinnu- rekenda á Suður-Ítalíu. Segir hann að ekki aðeins hafi ímynd Suður-Ít- alíu beðið hnekki alþjóðlega, heldur hafi Suður-Ítalir sjálfir misst sjálfs- álitið. Ef til vill er þetta ein helsta ástæðan fyrir því hvað uppbygging- in gengur hægt, fólkið hefur misst trúna á sitt eigið samfélag. Þriðja grein opnunnar fjallar síð- an um Icesave málið. Segir þar að ef Íslendingar ná ekki sáttum gæti það komið í veg fyrir að þeir nái aftur hinum miklu lífsgæðum sem hafa þótt öfundsverðir hingað til. Það skiptir miklu að ná sáttum við umheiminn. En mestu máli skipt- ir að Íslendingar láti stjórnmál sig varða, og reyni að minnsta kosti að finna skásta kostinn þó allir virðist slæmir. Það versta sem getur gerst er að fólk álykti sem svo að bransinn sé það skítugur að hann skipti ekki máli. Því allt skiptir þetta á endan- um máli. Sikiley norðursins mynDin Skoðar skemmdirnar Arnold Schwarzenegger skoðaði verksummerki þar sem skógareldar höfðu farið um. kjallari umræða 4. september 2009 föstudagur 25 ValuR GunnaRSSon rithöfundur skrifar „Fólkið hefur misst trúna á sitt eigið samfélag.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.