Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Skólabúningar Framsóknarflokkurinn talaði fyrir þeim mögu- leika að teknir yrði upp skólabúningar í grunn- skólum Reykjavíkur. Málið rataði alla leið í málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks eftir kosningarnar 2006. Ekkert bólar þó enn á skólabúningunum. Skíðahús er lausnin Í febrúar 2006 talaði Björn Ingi Hrafnsson, þá nýkjörinn oddviti Framsóknarflokksins, fyrir byggingu skíðahúss í Reykjavík í samstarfi við einkaaðila. Björn Ingi bloggaði um málið undir fyrirsögninni: „Hláka í Bláfjöllum? Skíðahús er lausnin.“ Málið hefur ekki komist til framkvæmda. Vatnaparadís í Úlfarsárdal Framsóknarmenn í borginni undir forystu Björns Inga töluðu fyrir kosningarnar fyrir því að reisa glæsilegan vatnsrennibrautagarð eða „vatnaparadís“ í Úlfarsárdal. Málið fór í jan- úar 2007 fyrir stjórn ÍTR sem samþykkti sam- hljóða tillögu sem fól í sér að hefja undirbúning vatnaparadísarinnar. Enn hafa framkvæmdir við hana ekki hafist. Tvöföld Sundabrautargöng Skipulagsmálin voru frambjóðendum ofarlega í huga árið 2006. Framsóknarmenn vildu tvö- falda Sundabraut og setja hana í göng. Sjálf- stæðismenn tóku undir þessa tillögu og í lok ársins 2006 var vinna hafin við þessar tillög- ur. Kostnaðurinn þá var áætlaður 16 milljarð- ar króna. Framkvæmdir við Sundabraut hófust ekki á þessu kjörtímabili. Efling löggæslu í miðborginni Framsóknarmenn töluðu fyrir því að efla lög- gæslu í miðborginni og liður í því væri að fjölga lögreglumönnum á vakt hverju sinni. Þróunin í raunveruleikanum síðustu ár hefur verið þver- öfug. Ríkisútvarpið sagði frá því í júlí síðasta sumar að einn dag hefðu til að mynda aðeins 10 lögreglumenn verið á vakt á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Flugvöllur á Lönguskerjum Framtíðarstaðsetning flugvallarins í Vatns- mýri var eitt helsta deilumálið í síðustu borg- arstjórnarkosningum. Framsóknarmenn vildu færa flugvöllinn út á Löngusker. Samráðsnefnd um úttekt á Reykjavíkurflugvelli vann skýrslu um málið og komst að þeirri niðurstöðu að kostnaður við Flugvöll á Lönguskerjum gæti numið 22 milljörðum króna, helmingi meira en við flugvöll á Hólmsheiði ofan Reykjavíkur. Gjaldfrjáls leikskóli Framsóknarmenn í Reykjavík höfðu á stefnu- skrá sinni fyrir síðustu kosningar að koma á gjaldfrjálsum leikskóla fyrir öll börn frá 18 mánaða aldri þar sem tekið er tillit til þess að leikskóilnn er fyrsta skólastigið. Leikskólar eru ekki orðnir gjaldfrjálsir, en leik- skólagjöld voru lækkuð 1. september 2006 um 25 prósent. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Miklabraut í stokk Sjálfstæðismenn lögðu til að hluti Miklubraut- ar yrði lagður í stokk. Skömmu fyrir hrun var áætlað að kostnaðurinn við þessa framkvæmd væri um það bil 8 milljarðar króna. Ekki hefur enn verið ráðist í þessar framkvæmdir. Almenn gjaldskrárlækkun í öllum borgarreknum leikskólum, 25%, 1. september 2006. Við þetta kosningaloforð stóðu sjálfstæðis- menn í borgarstjórn. Það verður hins vegar að fylgja sögunni að þau hækkuðu aftur um 2,5 prósent haustið 2007. Þau voru svo hækkuð aftur á seinasta ári um allt að 15 þúsund krón- ur á mánuði. Stofnun vísinda- og ævintýrasafns Sjálfstæðismenn lögðu til að Reykjavíkurborg hefði forgöngu um stofnun vísinda- og ævin- týrasafns í Reykjavík. Það safn hefur enn ekki litið dagsins ljós. 10 þúsunda íbúabyggð á Geldinganesi Í stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar var lagt til að fyrstu íbúðalóð- um á Geldinganesi yrði úthlutað árið 2007. Ekkert varð af þeim áformum í bili að minnsta kosti, enda framboð af íbúðarhúsnæði nóg á höfuðborgarsvæðinu. 8-10 þúsund íbúa byggð í Vatnsmýri Finna átti flugvellinum annan stað á höfuð- borgarsvæðinu og fyrstu lóðum skyldi úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar í byrjun árins 2008. Gert er ráð fyrir 8-10 þúsund íbúa byggð í Vatnsmýrinni. Flugvöllurinn er enn á sama stað og framtíðarstaðsetning hans óráðin. Fyr- ir utan byggingu Háskólans í Reykjavík hefur uppbygging í Vatnsmýri ekki hafist enn. 15 þúsund manna byggð í Örfirisey Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks stefnir að því að byggja 15 þúsund manna byggð í Örfirisey. Árið 2007 stefndi meirihlutinn að því að fyrstu íbúðirnar á svæð- inu yrðu tilbúnar árið 2017. Sundabraut Í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2006, undir yfirskriftinni Tími til að skipuleggja, gera sjálfstæðismenn ráð fyrir lagningu Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes í einum áfanga. Ýms- ar hugmyndir hafa verið uppi um útfærslu Sundabrautar, en fyrst ekki var ráðist í gerð hennar á góðæristímum er vandséð að fram- kvæmdir hefjist við hana á næstu árum. Öskjuhlíðargöng Í janúar 2007 samþykkti borgarráð Reykjavík- ur að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við Öskjuhlíðargöng sem samgöngubót í Reykja- vík. Flestir flokkar í Reykjavík eru sammála um Öskjuhlíðargöng. STÓRU LOFORÐIN VORU EKKI EFND Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lengst af á þessu kjörtímabili verið í meirihluta. Báð- ir flokkar fóru mikinn í kosningaloforðum fyrir síðustu kosningar, en fjölmörg stór kosningaloforð standa eftir óefnd. Sum þeirra dóu strax, en efnahagshrunið kom í veg fyrir að önnur yrðu framkvæmd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.