Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 12
Bensínverð hefur aldrei verið hærra á Íslandi. Algengt verð á þjónustustöðv- unum er nú 196,2 krónur. Sá sem keyr- ir til Akureyrar á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði þarf nú að eyða 7.500 krón- um í bensín, aðra leiðina. Fyrir þremur árum, eða í ársbyrjun 2007, hefði ferð- in kostað rúmlega 4.200 krónur. Bens- ínlítrinn hefur á þessum þremur árum hækkað um 76 prósent. Dýrt að skutlast „Þetta er auðvitað mjög bagalegt og kemur langverst niður á þeim sem ENGINN SUBBU- SKAPUR Þeir sem hafa unnið með máln- ingu hafa eflaust rekið sig á það hversu dósirnar og áhöldin geta orðið sóðaleg. Gott ráð er að strengja þráð þvert yfir málning- ardósina og nota hann til að ná mestu málningunni úr penslin- um eftir að honum hefur verið dýft ofan í fötuna. Þá verður dósin ekki löðrandi í málningu að utan. Borið svo gat á krukku og setjið vatn með terpentínu í krukkuna, þegar vinnunni er lokið. Látið skaftið á penslinum standa upp úr gatinu og þá verður pensillinn mjúkur og hreinn þegar þú þarft að nota hann næst. ARION BANKI SVARAR EKKI „Síðastliðið haust staðfesti áfrýj- unarnefnd neytendamála niður- stöðu Neytendastofu sem hafði komist að því að lánaskilmál- ar Kaupþings (nú Arion banki) á myntkörfulánum brytu í bága við lög. Samtökin kölluðu jafnframt eftir því að bankinn upplýsti við- skiptavini sína um það hvern- ig hann hygðist bæta þeim skað- ann en Neytendasamtökin telja eðlilegt að bankinn endurgreiði viðskiptavinum sínum ofgreidda vexti auk dráttarvaxta,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna. Bankinn sagðist 12. nóvember síð- astliðinn ætla í mál og reyna að fá úrskurðinum hnekkt. Hann myndi auk þess kynna fyrir lántakend- um hvaða þættir mynda kjörvexti. „Nú eru liðnir tveir mánuðir og ekkert bólar á útskýringum Arion banka. Neytendasamtökin kalla eftir því að bankinn sendi við- skiptavinum sínum þessar útskýr- ingar hið fyrsta,“ segir á ns.is. n Krónan í Árbæ fær last- ið í dag. Viðskiptavinur stóð og beið í röð á meðan kona, sem titl- uð var vaktstjóri, talaði í símann á meðan hún afgreiddi tvo með annarri hendi. Símtalið sneri greinilega ekki að vinnunni heldur að fjölskyldu konunnar. n Olís í Norðlingaholti fær lofið í dag fyr- ir kurteist og hjálpsamt starfsfólk. Það er alveg sama á hvaða tíma dagsins viðskiptavini ber að garði, þjónustan er alltaf til fyr- irmyndar. DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,3 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 191,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 191,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 191,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,3 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el ds ne yt i 12 MÁNUDAGUR 18. janúar 2009 NEYTENDUR minnst hafa á milli handanna, til dæmis ungu fólki með börn. Þetta bitnar líka illa á þeim sem þurfa að fara um langan veg til að sækja þjón- ustu á borð við heilsugæslu, matar- innkaup og jafnvel skóla,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir að gríðarhátt bens- ínverð komi illa við marga en það sé bæði gengishruni krónunnar og auknum álögum ríkisstjórnarinnar að kenna. „Á höfuðborgarsvæðinu og víðar þarf barnafólkið oft og tíð- um að keyra börnin sín á leikskóla í öðrum bæjarhluta og sækja þau svo aftur, svo dæmi séu tekin. Þeir sem eiga eldri börn þurfa einnig oft að sækja íþrótta- og tómstundastarf í annan bæjarhluta. Því getur fylgt mikill viðbótarakstur,“ segir Runólfur og bætir við að þegar allt komi til alls bitni himinhátt bensínverð ef til vill á börnunum. „Sumir hafa einfaldlega ekki efni á þessu,“ segir hann. Tankurinn er dýr Eins og áður sagði kostar bensínlít- rinn nú rúmlega 196 krónur í sjálfs- afgreiðslu og hátt í 200 krónur með þjónustu. Sá sem dælir sjálfur og fyll- ir 50 lítra bensíntank þarf að punga út 9.810 krónum eða nærri því 10 tíu þúsund krónur. Sá sem tekur bens- ín fyrir 5.000 krónur getur núna ekið frá Reykjavík til Blönduóss, ef bíll- inn eyðir 10 lítrum á hundraði. Fyrir þremur árum hefði hann getað ekið til Húsavíkur fyrir 5.000 krónur. Nú kostar rúmar 26.000 krónur að aka hringveginn. Dýrara en annars staðar Spurður hvernig bensínverð á Ís- landi sé í samanburði við aðrar þjóð- ir segir Runólfur að hrun krónunnar hafi haft mikil áhrif á samanburðinn. Jafnvel þó umreiknuð krónutala sé ef til vill hærri á Norðurlöndunum en á Íslandi þurfi íslenskur launþegi að leggja meira á sig. „Lífskjörin hafa dregist hér saman og það tekur mun lengri tíma fyrir meðal Íslendinginn að vinna sér inn fyrir hverri bensín- áfyllingu en fyrir íbúa á Norðurlönd- unum,“ útskýrir hann. Hann bætir við að almennings- samgöngur séu mun síðri á Íslandi en í löndunum sem við berum okkur saman við. Erfiðara sé því að skipta bílnum út hér en annars staðar þar sem möguleikarnir séu fleiri. Olían svipuð Hækkun á dísilolíuverði hefur ver- ið svipuð og hækkun á bensínverði. Olíulítrinn hefur hækkað um 72 pró- sent frá því í ársbyrjun 2007. Þá kost- aði lítrinn 113 krónur en nú kostar hann rétt um 195 krónur. Nærri læt- ur að lítrinn hafi hækkað um þrjátíu krónur á einu ári. BITNAR MEST Á BARNAFÓLKI Ár Bensín Dísilolía 2007 113,12 111,73 2008 137,07 134,49 2009 166,67 144,40 2010* 194,9 196,2 *Verð í dag -Gögn frá FÍB Eldsneytisverð í janúar Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Nú kostar um 10 þúsund krónur að fylla einn hefðbundinn bensíntank á fólksbíl. Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir að hátt bensín- verð komi niður á barnafólki og þeim sem hafi lítið á milli handanna. „Nú kostar rúmar 26.000 krónur að aka hringveginn.“ Tómur tankur Nú kostar um 10 þúsund krónur að fylla venjulegan tank á fólksbíl. MYNDIR PHOTOS.COM BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.