Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Blaðsíða 13
RAUNIR LEIGUSALA GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR , lögfræðingur Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 18. janúar 2009 MÁNUDAGUR 13 Spurning: Ég var að leigja út íbúðina mína. Hélt ég væri með gott fólk og hleypti þeim inn án þess að fá neitt í hendurnar. Í leigusamningi er kveðið á um 280.000 kr. tryggingu sem átti að greiðast inn á reikn- ing hjá mér. Nú eru liðnar tvær vikur og leigjandinn hefur hvorki greitt fyrsta mánuðinn né trygg- ingarféð. Hvað get ég gert ef ég fæ ekki greidda leiguna og hvað með trygginguna, flokkast hún ekki líka sem vanskil? Hvernig get ég losað mig við leigjandann ef hann borgar ekkert þrátt fyrir fjölda lof- orða þar um? Svar: Leigusali skyldi aldrei afhenda húsnæði nema leigutaki geti sýnt fram á að tryggingarfé hafi ver- ið greitt eða annars konar trygg- ing samkvæmt leigusamningi sé lögð fram. Sama gildir um greiðslu leigugjalds beri gjalddaga upp á sama tíma og afhending húsnæðis. Hvort heldur sem vanskil verða á tryggingarfé eða leigugjaldi er um vanskil að ræða sem réttlætt geta riftun að undangenginni greiðslu- áskorun. Í greiðsluáskorun skal vísa til húsaleigulaga og vara við því að samningi verði rift ef full skil verða ekki gerð á vangoldinni leigu og/eða tryggingarfé innan 7 sólarhringa hið minnsta. Hafir þú sent slíka áskorun með sannan- legum hætti er þér heimilt að rifta samningi að fresti liðnum með sér- stakri tilkynningu þar um. Þá gildir að getir þú sýnt fram á að hafa sent slíka áskorun með sannanlegum hætti, með réttu efni á réttan stað, breytir það engu þótt leigjandinn hafi ekki tekið við henni. Það næg- ir að tilkynningar hafi verið sendar með sannanlegum hætti. Ábyrgð- arpóstur eða símskeyti er trygg- asti sendingarkosturinn hér. Til að tryggja að öllum formkröfum sé fylgt er hyggilegast að fela fagfólki í það minnsta að fara yfir þær áskor- anir og tilkynningar sem þú sendir leigutaka. Spurning: Ég var að rifta leigusamningi og bað leigjandann að tæma íbúð- ina innan 10 daga. Sendi greiðslu- áskorun og riftun alveg eins og segir í húsaleigulögunum. Hvað er hægt að gera ef hann fer ekki þegar þessi frestur er liðinn? Verð ég þá að fá mér lögfræðing og láta bera manninn út? Svar: Að því gefnu að riftunin sé lögmæt er næsta skref að senda lokavið- vörun með kröfu um rýmingu hús- næðis án tafar ellegar verði höfðað útburðarmál á hendur viðkomandi án frekari viðvörunar. Til að höfða útburðarmál þarftu lögfræðiað- stoð og í raun er tryggast að fela fagfólki allt ferlið frá upphafi. Allt of oft kemur í ljós þegar höfða á útburðarmál að greiðsluáskorun og/eða riftunaryfirlýsing fullnæg- ir ekki formkröfum laga þegar fólk hefur samið þær sjálft. Við þær að- stæður tapast dýrmætur tími þar sem nauðsynlegt verður að hefja ferlið upp á nýtt. Útburðarmál eru rekin fyrir dómstólum. Oftast leys- ast málin áður eða meðan á út- burðarmálinu stendur. Það er ekki nema í algerum undartekningar- tilvikum að húsnæði er ekki tæmt þegar dómsúrskurður liggur fyrir. Í örfáum tilvikum verður þó að leita aðstoðar sýslumanns við útburð sem framkvæmdur er á ábyrgð gerðarbeiðanda, þ.e. leigusalans, en á kostnað gerðarþola, þ.e. leigu- takans. Húseigendafélagið hefur um árabil boðið félagsmönnum sínum upp á þá þjónustu að senda áskoranir og tilkynningar vegna leigusamninga auk þess að höfða útburðarmál fyrir dómstólum þeg- ar þess gerist þörf. Spurning: Leigjandinn minn borgar seint og illa. Þetta skilar sér oftast um síðir en ég er ekki með neinar tryggingar ef þetta klikkar. Nú vill hann losna undan samningi strax. Samningurinn gildir í tvö ár og það eru fjórir mánuðir eftir. Hvað get ég gert? Svar: Um úrræði vegna vanskila hef- ur þegar verið fjallað í svörum við fyrri spurningum. Tímabundn- ir leigusamningar eru að megin- stefnu óuppsegjanlegir nema það komi skýrt fram í samningi sjálfum að sérstakar ástæður heimili upp- sögn. Komi slíkar aðstæður upp verður uppsagnarfrestur þó aldrei skemmri en þrír mánuðir. Upp- sögn verður að vera skrifleg þar sem fram kemur með rökstuddum hætti að þær ástæður eða forsend- ur sem samkvæmt samningi geta réttlætt uppsögn séu fyrir hendi. Sé ekkert kveðið á um þetta í samn- ingi ykkar eruð þið báðir bundn- ir út leigutímann. Þrátt fyrir ofan- greint geta aðstæður verið þannig að leigusali verður að vega og meta hagsmuni sína af því að þvinga leigutaka til efnda á samnings- tíma þrátt fyrir skýran rétt þar um. Þú ert ekki með neinar tryggingar og óvíst er hvort leigjandi þinn sé borgunarmaður fyrir vanskilum þegar og ef þau verða næstu fjóra mánuðina. Til að takmarka tjón þitt er hyggilegast að reyna að fá nýjan leigjanda sem fyrst og koma til móts við leigjandann hvað tíma- mörk varðar þannig að þú missir ekki af leigutekjum. Ef leigjandinn þinn hefði lagt fram fullnægjandi tryggingu í upphafi snéri þetta að sjálfsögðu öðruvísi við. Mikil- vægast er að takmarka tjónið eins og hægt er, læra af reynslunni og vanda til samningsgerðar í fram- tíðinni. Húseigendafélagið hefur áratuga reynslu af gerð leigusamn- inga jafnt fyrir félagsmenn sem ut- anfélagsmenn. Margir hverjir nýta sér þessa þjónustu ítrekað. Sm áa ug lý si ng ar SÍMINN ER 515 55 50 sm aa r@ dv .is Hafðu samb and í sím a 515 -5555 eða s endu tölvup óst á ask rift@d v.is - inn í h lýjuna Fáðu D V heim í áskrif t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.