Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Side 22
22 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 SVONA FORÐAST ÞÚ DAUÐANN LUNGU 24% BLÖ ÐR UH ÁLS - KIR TIL L 18 % RISTILL 9% M AG I 5 % BR IS 6 % NÝ RU 5%Þ VAG RÁ S 4 %ÖNN UR L ÍFFÆ RI 29 % LUNGU 25% BR JÓS T 1 6% RISTILL 9% M AG I 5 % BR IS 6 % EG GJ AS TO KK AR 6% HE ILI 3% ÖNN UR L ÍFFÆ RI 3 1% Karlar sem létust af völdum krabbameins: Konur sem létust af völdum krabbameins: Árin 2003 til 2007 – skipting eftir upprunalíffæri meinsins Árin 2003 til 2007 – skipting eftir upprunalíffæri meinsins Tveir þriðju hlutar þeirra sem létu lífið í fyrra önduðust vegna sjúkdóma í blóðrás- arkerfi eða krabbameins. Rétt liðlega 2.000 manns létu lífið á Íslandi í fyrra. Þar af lét- ust liðlega 1.300 af áðurnefndum orsökum. Það er svipuð tölfræði og undanfarin ár en þegar horft er til lengri tíma kemur í ljós að krabbamein verður sífellt algengara. DV hefur tekið saman upplýsingar um algeng- ustu dánarorsakir Íslendinga og hvernig koma má í veg fyrir að falla frá. Blóðrásarsjúkdómar Hagstofan heldur tölfræði um dánaror- sakir Íslendinga. Þar kemur fram að 982 karlar létust í fyrra en 1.005 konur. Rúm- lega sjö hundruð manns létust af völd- um æða- og hjartasjúkdóma eða þess sem kallast sjúkdómar í blóðrásarkerfi. Undir sjúkdóma í blóðrásarkerfi falla til dæm- is hjartasjúkdómar og heilablóðfall. Það er langalgengasta banameinið en ástæðu þess má samkvæmt Vísindavefnum rekja til þess að eftir því sem við eldumst verði frumuskiptingar í líkamanum hægari og því nái frumurnar ekki að endurnýja sig eins hratt og þarf til að halda óskertri getu og starfsemi. „Þetta leiðir til þess að all- ir vefir líkamans hrörna smám saman og á endanum bilar eitthvað sem líkaminn nær ekki að lagfæra, hann getur ekki starf- að lengur og við deyjum,“ segir á Vísinda- vefnum. Um 560 manns létust af völdum æxla, sem í daglegu tali nefnist krabbamein. Undir æxli falla flestallar tegundir krabbameins, til dæmis í ristli, brisi, brjósti, vélinda og maga. Framangreindar orsakir verða tveimur þriðju hlutum þeirra sem andast að aldur- tila. Öndunar- og skynfæri Þriðja algengasta banamein Íslendinga í fyrra voru sjúkdómar í öndunarfærum. Undir þannig skjúkdóma falla til dæmis in- flúensa og lungnabólga.184 létu lífið úr slík- um sjúkdómum eða um 9 prósent þeirra sem létust í fyrra. Þar á eftir koma ytri or- sakir áverka og eitrana. Undir ytri orsak- ir áverka og eitrana falla óhöpp af ýmsum toga, til dæmis umferðaróhöpp, sjálfsvíg, manndráp og atburðir þar sem óvíst er um ásetning. 125 manns, eða 6,3 prósent þeirra sem létust í fyrra, falla í þennan flokk. Þar á eftir koma dauðsföll vegna geð- og atferlisraskana (3,1 prósent) og svo dauðs- föll vegna sjúkdóma í meltingarfærum (2,9 prósent). Undir framantalda fimm flokka falla um 94 prósent þeirra sem létust í fyrra. Fyrirbyggið hjarta- og æðasjúkdóma Fjörutíu ára rannsóknir Hjartaverndar hafa leitt í ljós að hjarta- og æðasjúkdóm- ar eru á undanhaldi á Íslandi, þrátt fyrir að þeir séu enn algengasta dánarorsök karla og kvenna. Því miður falla margir á besta aldri fyrir þessum sjúkdómum en margt er þó hægt að gera til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru reykingar, óheilbrigt mataræði, offita og fjölskyldusaga. Þessi þætti ber að forðast svo sem kostur er. Þá getur hjálpað mikið að stunda líkamsþjálf- un reglulega og fylgjast með líkamsþyngd. Síðan er fólki ráðlagt að láta mæla áhættu- þætti eins og blóðþrýsting, blóðfitur og blóðsykur með jöfnu millibili. Auk þess á fólk að taka fjölskyldusögu alvarlega, enda eru sjúkdómarnir að einhverju leyti tengdir erfðum. Þriðjungur fær krabbamein Krabbamein er, eins og áður sagði, næst- algengasta orsökin fyrir því að fólk deyr á Íslandi. Árin 2003 til 2007 greindust að meðaltali 688 karlar og 619 konur með krabbamein samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands. Í árslok 2007 voru 10.195 einstakl- ingar sem greinst höfðu með krabbamein en um þriðjungur Íslendinga fær krabba- mein einhvern tímann á lífsleiðinni. Meira en helmingur allra æxla greinist eftir 65 ára aldur. Ekki er vitað nákvæmlega hvern- ig krabbamein verður til en atburðarás- in sem leiðir til myndunar þess er flók- in og þar kemur við sögu samverkan margra þátta. Þekkt er að reykingar auka stórlega hættuna á að fá lungnakrabba- mein og fleiri tegundir krabbameins. Tal- ið er að reykingar séu orsök allt að 20 pró- senta allra krabbameina og skýrir það hina miklu áherslu sem er lögð á tóbaksvarn- ir. Verulega má draga úr líkum á krabba- meini með því að reykja ekki eða hætta að reykja. Um 90 prósent lungnakrabba- meina eru rakin til reykinga. Mataræði skiptir máli Um 16 prósent þeirra kvenna sem deyja vegna krabbameins fá krabbamein í brjóst. Lítið er vitað um orsakir brjósta- krabbameins en rannsóknir hafa þó sýnt að hollt og fjölbreytt mataræði og reglu- leg hreyfing geta dregið úr líkum á því að konur fái krabbamein. Það gildir raunar um flestar, ef ekki allar, tegundir krabba- meins. Krabbamein í blöðruhálskirtli er upp- hafleg orsök andláts hjá fimmtungi þeirra karla sem látast úr krabbameini. Orsak- ir þessa meins þekkja menn illa en horm- ónajafnvægið hefur eitthvað að segja. Vís- bendingar benda til þess að mataræði spili inn í en þessi tengund krabbameins er mun algengari í Norður-Evrópu og Banda- ríkjunum en í Japan. Eitthvað í vestrænu umhverfi leiðir því frekar til krabbameins í blöðruhálskirtli en í Japan. Matur gegn krabbameini Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir allt að eitt af hverjum þremur krabbameinstilfellum með því að borða hollari mat, stunda líkamsrækt reglulega, stilla drykkju og sólböðum í hóf og halda sig frá reykingum. Í bókinni Bragð í bar- áttunni – matur sem vinnur gegn krabba- meini, kemur fram að fjölmargar tegund- ir matvæla geta haft fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein. Þar á meðal eru sveppir, rauðvín og súkkulaði. Hér til hliðar má sjá lista yfir matarteg- undir sem geta komið í veg fyrir krabba- mein. baldur@dv.is Tvo þriðju allra dauðsfalla á Íslandi má rekja til sjúkdóma í blóðrásarkerfi og krabbameins. DV hefur tekið saman algengustu dánarorsakir Íslendinga og hvað hægt er að gera til að fyrir- byggja þessa banvænu sjúkdóma. Hluftfall Alls Karlar Konur Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 35,53% 706 363 343 Æxli 28,77% 569 283 286 Sjúkdómar í öndunarfærum 9,26% 184 79 105 Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum 7,95% 158 68 90 Ytri orsakir áverka og eitrana 6,29% 125 78 47 Geðraskanir og atferlisraskanir 3,12% 62 20 42 Sjúkdómar í meltingarfærum 2,92% 58 29 29 Dánarorsök Íslendinga 2008 Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.