Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR 13 Afríka ehf selur Skatt- skjóli ehf vörur á mjög lágu verði. Nær enginn hagnaður er af sölunni og því verða skattarnir mjög lágir. Fyrirtækið Heimur hf á dótturfyrirtæki um allan heim. Heimur hf Afríka ehf Skattaskjól ehf Bandaríkin ehf Skattaskjól ehf kaupir vöruna á mjög lágu verði og selur hana á mjög háu verði og því verður hagnaðurinn eftir í Skattaskjóli ehf – og þar eru engir skattar greiddir. Þar verða peningarnir eftir og enginn veit af þeim. Bandaríkin ehf kaupa vöruna af Skattaskjóli ehf á mjög háu verði og lítill sem enginn hagnaður verður af kaupunum. Því eru mjög lágir skattar greiddir af viðskiptun- um í Bandaríkjunum. Leikendur n Fyrirtækið Heimur hf á dótturfyrir- tæki um allan heim. n Afríka ehf – framleiðslufyrirtæki í Afríku. n Skattaskjól ehf – kaupandi af vörum Afríku ehf. n Bandaríkin ehf – kaupandi af vörum Skattaskjóls ehf 1 2 3 4 MILLIVERÐLAGNING (e. Transfer pricing) HAGNAÐURINN EFTIR Í SKATTASKJÓLUM Svokölluð milliverðlagning (e. Transfer pricing) er talin vera umfangsmesta aðferðin við að komast hjá því að greiða skatta og koma peningum fyrir í skatta- skjólum. Tökum dæmi af þremur fyrirtækjum sem öll eru í eigu sama aðilans. Afríka ehf. í Afríku. Skattaskjól ehf. á aflandssvæði. Bandaríkin ehf. í Bandaríkjunum. Afríka ehf. selur vörur sínar til Skattaskjóls ehf. á mjög lágu verði og í kjölfarið verður hagnaður fyrirtækisins af sölu varanna nánast enginn og í kjölfarið eru greiddir mjög lágir skattar í Afríku. Greiðslan fyrir vörurnar er komin í Skattaskjól ehf. sem selur vöruna áfram til Bandaríkj- anna ehf á mjög háu verði. Kostnaður Bandaríkjanna ehf við kaupin er svo mikill að nánast enginn hagnaður verður af viðskiptunum og þar af leiðandi nánast engin skattlagning. Skattaskól ehf keypti vöruna á mjög lágu verði frá Afríku ehf og seldi hana á mjög háu verði til Bandaríkjanna ehf. Hagnaðurinn verður því eftir í Skattaskjóli ehf og þar eru engir skattar greiddir. Peningarnir eru því komnir í gott skjól – í raun horfnir á pappírum. FLÓKNAR SLÓÐIR OG HÁAR UPPHÆÐIR Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir flækjur aflandssvæða- viðskipta geta verið mjög flóknar í íslensku viðskiptalífi. Í tímaritinu Tíund var skrifuð grein fyrir stuttu þar sem mjög flóknu eignarhaldi var lýst. „Í þessu dæmi þurfti að rekja átta kynslóðir eigenda til að geta fundið út hverjir væru hin- ir raunverulegu eigendur. Þeir sem eiga félögin samkvæmt fyrstu kynslóð, þau félög eru í eigu ann- arra félaga og sú kynslóð er í eigu þriðju félaganna og svo koll af kolli. Skattayfirvöld lenda oft í því sem við getum kallað svarthol þar sem ekki tekst að upplýsa hverjir hinir endanlegu eigendur eru. Það kemur upp nafn á erlendu félagi sem er skráð á aflandssvæði og í stjórn þess félags sitja lögmenn eða jafnvel önnur félög og þá er ekkert hægt að komast áfram,“ segir Skúli. Komast hjá greiðslu skatta Tilgangurinn getur verið marg- þættur að sögn Skúla. „Einn er sá að blekkja skattayfirvöld og kom- ast hjá greiðslu skatta. Tilgangur- inn getur einnig verið sá að leyna eignarhaldi vegna samkeppnis- sjónarmiða, að menn séu að fara á svig við reglur á fjármálamarkaði og ýmsar aðrar aðferðir. Það er vit- að að dulið eignarhald er notað til að blekkja í lögskiptum. Skattayfir- völd hafa lýst því þannig að þetta sé hulið tjald sem með þessu er brugðið yfir eignarhaldið,“ segir Skúli. Mikil meinsemd Í rannsókn sem Indriði H. Þor- láksson, fyrrverandi skattrann- sóknarstjóri og ríkisskattstjóri, gerði árið 2008 kom fram að tæp- lega 80 milljarðar íslenskra króna væru geymdir í skattaparadís- um í formi erlendrar hlutabréfa- eignar í íslenskum fyrirtækjum. Þar fyrir utan væri um 400 millj- arða króna hlutabréfaeign skráð í Lúxemborg og Hollandi. „Þetta er mikil meinsemd í okkar samfé- lagi og þeim uppgangi sem var á árum áður, hversu mikið var um að eignarhald væri hulið. Þetta er allt betur og betur að koma í ljós og skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis lyftir upp tjaldinu í mjög mörgum tilvikum,“ segir Skúli Eggert. Hvað varð um fjármunina? Nú um stundir velta margir Íslend- ingar því fyrir sér hve mikið af fjár- munum og eignum Íslendinga sé falið í skattaparadísum. Spurður um upphæðir svarar Skúli Eggert: „Ég veit það ekki og get ekki svarað því með neinni óyggjandi vissu, en allavega er ástæða til að velta fyrir sér hvað hafi orðið um þá fjármuni sem núna eru til meðferðar. Menn geta velt því fyrir sér af hverju íslensku bankarnir hafi all- ir verið með útibú í Lúxemborg. Hvers vegna eru menn að fara með viðskipti þangað? Hver er ástæðan fyrir því? Í einhverjum tilfellum er um löglega gerninga að ræða en það er ansi sterkur grunur um að í mörgum tilfellum hafi tilgangur- inn verið sá að leyna eignarhaldi eða þvo skatta.“ Stærstu svikin Milliverðlagning er stærsti þáttur skattsvika í heiminum í dag þar sem fyrirtæki nýta sér aflandseyj- ar til að byggja upp hagnað í sýnd- arviðskiptum. Vara er þá flutt út mjög ódýrt, en flutt inn mjög dýr. Milliliðurinn er aflandssvæðið þar sem skattar eru litlir eða eng- ir. Skúli Eggert segir betur hægt að fylgjast með þessari aðferð. „Við höfum fylgst mjög vel með þessu og erum mjög vakandi fyrir þessu. En það er alveg ljóst að það þarf snarpari reglur um milliverðlagn- ingu hér á landi og við höfum bent á það.“ Varfærnislegar tölur Umræða um skattsvik hefur reglu- lega komið upp í íslensku samfé- lagi. Árið 2004 var unnin skýrsla um skattsvik sem lögð var fyrir Al- þingi. „Ég er voðalega hræddur um að niðurstöður úttektar á skattsvik- um hér á landi sem gerð var árið 2004 hafi verið of varfærnislegar – sérstaklega ef litið er til þess sem síðar hefur komið í ljós,“ segir Skúli Eggert en í skýrslunni kom fram að tap ríkis og sveitarfélaga vegna skattsvika næmi á bilinu 8,5 til 11,5 prósentum. Ríkisskattstjóri segir að oft lendi skattayfirvöld í svokölluðu svartholi við rannsókn á flækjum aflandsfyrirtækja. Hann segir ástæðu til að velta fyrir sér hvað hafi orðið um þá fjár- muni sem nú er fjallað um í samfélaginu. Rekumst á svarthol Tjald yfir eignarhaldið Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir tilgang aflandsviðskipta margþættan. Að blekkja skattayfirvöld og komast hjá greiðslu skatta og að fela eignarhald á fyrirtækjum. Ég veit það ekki og get ekki svarað því með neinni óyggjandi vissu, en allavega er ástæða til að velta fyrir sér hvað hafi orðið um þá fjár- muni sem núna eru til meðferðar. JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is John Christensen er talsmaður sam- taka um réttláta skatta sem um ára- bil hefur bent á ýmsar skattsvikaleið- ir í heiminum og sérstaklega gagnvart þriðja heims ríkjum. John segir að leiðirnar sem notaðar eru við skatt- svik og að fela peninga séu fjölmarg- ar. „Þetta er mjög algengt vandamál og upphæðirnar nema þúsundum milljarða dollara á hverju ári.“ Þekktar aðferðir Spurður að því hvort hann þekki dæmi frá Íslandi segir hann svo ekki vera. „Þegar ég starfaði á þessu sviði vann ég fyrir mörg fyrirtæki á Norð- urlöndunum, en aldrei fyrir íslensk. Þessar aðferðir eru hins vegar þekkt- ar úti um allan heim hjá efnuðum einstaklingum og fyrirtækjum við að koma auði sínum á aflandssvæði og í skattaparadísir,“ segir John. London stórt aflandssvæði John segir mjög líklegt að hinir svo- kölluðu útrásarvíkingar feli eignir og fjármagn á aflandssvæðum. „Sumir þeirra hafa flust til London, en það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að London er mjög stórt af- landssvæði. Ég tel það mjög líklegt að þeir nýti sér skattaskjól sem eru beintengd London, svo sem Mön og Ermarsundseyjarnar. En já, ég tel að gífurlega miklar upphæðir hafi ver- ið færðar í skattaskjól,“ segir John og segir vandamálið stórt. „Ég vann á eyjunni Jersey í fjórtán ár sem innan- búðarmaður í viðskiptum sem þess- um og byggt á þeirri reynslu minni tel ég að þetta sé mjög skipulagt og stórt alþjóðlegt vandamál.“ Einn helsti baráttumaðurinn gegn skatt- svikum segir líklegt að Íslendingar feli eignir og peninga í skattaskjólum: Alvarlegt mál Berst gegn skattsvikum John Christ- ensen starfaði sem innanbúðarmaður á eyjunni Jersey um fjórtán ára skeið og segir að viðskipti í gegnum skattaskjól séu alþjóðlegt og skipulagt vandamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.