Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 XXXXXXXXXX FÁNARNIR Á BÁLKESTI SÖGUNNAR Fánar eru æði áberandi í þjóðríkjum nútímans. Hvert mannsbarn þekkir fána síns heimalands og nágrannalandanna. En fánar virðast þó ekki eldast vel í minni mannsins. Fánar ríkja sem nú hafa verið máð út af kortinu, eða breytt um stjórnarhætti, virðast með öllu gleymdir. HAMAR, SIRKILL OG KORNAX n Fáni Austur-Þýskalands, eða Þýska alþýðulýð- veldisins, eins og það hét opinberlega, var tekinn í notkun árið 1959. Hann var opinber fáni kommún- istaríkisins þar til Austur- og Vestur-Þýskaland voru sameinuð hinn 3. október 1990. Bæði ríkin notuðu sama fána frá stofnun þeirra og þar til Austur-Þýska- land bætti skjaldarmerkinu í miðju hans, en það sýnir hamar, sirkil og kornax, tákn verkamanna í verksmiðjum, menntamanna og bænda í alþýðu- lýðveldinu. BULLFÁNI FRANSKRA NASISTA n Vichy-stjórnin í Frakklandi var leppríki nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Herforinginn Philippe Pétain var leiðtogi ríkisins og meðfylgjandi mynd sýnir fánann sem hann valdi. Á hinum hefðbundna franska þrílita fána eru sjö gylltar stjörnur fyrir neðan francisque-öxi, sem Vichy-nasistar töldu að hefði verið þjóðarvopn Franka í fornöld sem hefðu stofnað „þjóðernislega hreint“ franskt ríki. Sagn- fræðingar hafa bent á að hvorugt stenst: Frankar notuðu aldrei öxi á borð við þessa og Frakkland hefur aldrei verið einnar þjóðar ríki. KEISARAVELDIÐ BRASILÍA n Á árunum 1822 til 1889 var Brasilía keisaraveldi. Keisararnir Pedro I og Pedro II ríktu yfir landinu. Portúgalska keisarafjölskyldan flýði heimalandið í Napóleonsstríðunum og settist að í nýlendunni Brasilíu. Brasilía varð fljótt sjálfstætt ríki og keisaradæmi, en árið 1889 var það aflagt og lýðræði komið á í landinu. Áður höfðu völd keisarans dvínað smám saman. PÖDDUFÁNINN n Napóleon III var æðsti valdhafi Frakka frá 1852 til 1870. Fyrst sem forseti „annars lýðveldis“ Frakklands og síðar sem keisari landsins. Napóleon Bónaparte, sem sjálfur var mikill áhugamaður um fána, var föðurbróðir hans. Napóleon þriðji valdi meðfylgj- andi fána fyrir veldi sitt. Gylltar býflugur fljúga yfir þrílitan flöt hins hefðbundna franska fána, með skjaldarmerki keisarans fyrir miðju. FÁNI FRANCOS n Francisco Franco drottnaði yfir Spáni frá fjórða áratugnum til dauðadags árið 1975. Á valdatíma hans var fáni lýðveldissinnanna sem barist höfðu gegn honum í borgarastríðinu bannaður. Að eiga slíkan fána gat þýtt langa fangelsisvist. Svona var fáni Spánar á Franco-tímanum. BANDARÍKI MIÐ-AMERÍKU n Á fyrri hluta nítjándu aldar var Rómanska-Ameríka í mikilli mótun. Ríkin í heimshlutanum slitu sig hvert af öðru úr ríkjasambandinu við Spán, eftir að Napóleon hafði dregið máttinn úr Spánverjum. Á þeim árum voru ýmis ríkjabandalög mynduð í Mið- og Suður-Ameríku og þar á meðal lýðræðisríkið Bandaríki Mið-Am- eríku, sem stofnað var árið 1823. Þau mynduðu löndin sem í dag heita Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Níkaragva og Kosta Ríka. Upp úr ríkjasambandinu flosnaði þó upp úr 1840 þegar borgarastríð braust út. DEUTSCH-OSTAFRIKA n Þjóðverjar höfðu ekki jafnmikið upp úr krafsinu í Afríku og önnur stórveldi Evrópu á nýlenduöldinni. Þeir fóru þó ránshendi um nokkur svæði þar í álfu og þar á meðal á þeim slóðum er ríkið Tansanía er í dag. Nýlendan hét Deutsch-Ostafrika (Þýska-Aust- ur-Afríka) eða Tanganyika. Nýlendunni stjórnuðu Þjóðverjar frá 1885 til 1919, þegar þeir misstu nýlendur sínar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. VICHY- STJÓRNIN 1940–1944 Vichy SPÁNN HERTEKIÐ SVÆÐI SVISS ÍTALÍAFRAKKLAND 1852–1870 París ÞÝSKA AUSTUR- AFRÍKA 1885–1919BANDARÍKI MIÐ-AMERÍKU 1823–1840 AUSTUR- ÞÝSKALAND 1949–1990VESTUR- ÞÝSKALAND KEISARAVELDIÐ BRASILÍA 1822–1889 SPÁNN FRANCOS 1939–1975 MEXÍKÓ SPÁNN FRAKKLAND PO RT Ú G AL Lesendur hafa frá því í upphafi eldsumbrot- anna á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli sent ritstjórnarskrifstofum DV ábendingar um furðuleg teikn í eldinum og gosmekkinum. Síðast hafði Erna Sigþórsdóttir, fyrrverandi leigubílstjóri, samband. Hún tók meðfylgj- andi mynd af sjónvarpsskjánum heima hjá sér. Myndin sýnir gosmökkinn í eldinum á Fimm- vörðuhálsi og í honum er engu líkara en búi andlit. „Ég fylgdist spennt með sjónvarpinu og sá þá þetta andlit. Ég smellti strax af mynd með nýju myndavélinni minni. Einhverjir sögð- ust sjá djöfulinn í þessu andliti, en ég er ekki sammála. Mökkurinn sýnir engan annan en Gunnar Þórðarson tónlistarmann! Ég veit ekki hvernig hann rataði þangað, en mér finnst ekki fara á milli mála að þetta sé hinn eini sanni Gunni,“ segir Erna. Áður hafði glöggur lesandi bent DV á að gosmökkurinn úr toppgíg Eyjafjallajökuls sýndi ljón á ákveðinni mynd. Annar lesandi sýndi okkur þrjár myndir úr gosinu sem hver um sig sýndi bókstafi sem mynduðu saman nafn ássins Týs. helgihrafn@dv.is Lesendur DV sjá ýmis teikn á lofti í eldsumbrotunum: GUNNAR ÞÓRÐARSON Í GOSINU Gunni í gosinu Lesandi sér gítarhetjuna í gosmekkinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.